Samherji Söru vonar að hugrakkur hommi stígi stóra skrefið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 12:00 Alexandra Popp, Pernille Harder, Sara Björk Gunnarsdóttir og Lara Dickenmann fagna saman marki með Wolfsburg. Getty/Joachim Sielski Danska knattspyrnukonan Pernille Harder spyr stórra spurninga í opinskáu viðtali við ELFEN tímaritið þar sem hún ræddi sérstaklega samkynhneigð í fótbolta. Pernille Harder spilar með þýska liðinu Wolfsburg og er liðfélagi íslenska landsliðsfyrirliðans Söru Björk Gunnarsdóttur. Þær hafa unnið marga titla saman. Harder, sem er sjálf samkynhneigð, skilur ekki hvers vegna samkynhneigð sé ekki eðlilegur hlutur í knattspyrnu karla eins og hún er í knattspyrnu kvenna. Why is homosexuality accepted in women s football when it isn t in men s? I wish everyone could deal with homosexuality openly, but I understand the hesitation. The culture in men's football is still outdated and the response would be different. But why? https://t.co/xuTwxb8nNx— Pernille Harder (@PernilleMHarder) May 12, 2020 „Ég vildi óska þess að það sé til leikmaður sem hafi hugrekki til að opinbera samkynhneigð sína því þessir leikmenn eru klárlega til,“ sagði Pernille Harder í viðtalinu. Knattspyrnumenn koma ekki út úr skápnum á meðan þeir eru að spila og eru í sviðsljósinu. Fyrirmyndirnar eru því nánast engar enda hafa þeir fáu sem hafa komið út mátt þola mjög erfiða tíma. „Það er mikilvægt að allir geti staðið við bakið á þeim sem þeir eru ástfangnir af án þess að hugsa eitthvað um það. En ég skil samt að menn hiki enn í dag vegna þess að karlafótboltinn er enn að rækta gamaldags hugmyndir um karlmennsku og viðbrögðin yrðu svo sannarlega frábrugðin því sem við sjáum hjá konunum,“ sagði Harder. Danska fotbollsstjärnan Pernille Harder rasar nu mot homofobin inom herrfotbollen."Varför är den accepterad inom damfotbollen men inte inom herrfotbollen?", skriver hon på Twitter.https://t.co/z2AlB4rQeZ— GP-sporten (@GPSporten) May 12, 2020 Harder á kærustu og það er sænska landsliðskonan Magdalena Eriksson sem er líka knattspyrnukona í fremstu röð. Eriksson er fyrirliði Chelsea á Englandi. Það vakti mikla athygli á HM kvenna í fyrra þegar Eriksson kyssti Pernille Harder eftir einn leik Svía en hin danska Harder var þá í sænsku landsliðstreyjunni í stúkunni til stuðnings sinni konu. Sweden s Magdalena Eriksson and Denmark s Pernille Harder talk about their World Cup kiss, what it was like coming out and joining @CommonGoalOrg @PernilleMHarder @MagdaEricsson https://t.co/bocGKwTUsP pic.twitter.com/6DxQYjuvC4— Guardian sport (@guardian_sport) August 7, 2019 Fótbolti Þýski boltinn Hinsegin Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Danska knattspyrnukonan Pernille Harder spyr stórra spurninga í opinskáu viðtali við ELFEN tímaritið þar sem hún ræddi sérstaklega samkynhneigð í fótbolta. Pernille Harder spilar með þýska liðinu Wolfsburg og er liðfélagi íslenska landsliðsfyrirliðans Söru Björk Gunnarsdóttur. Þær hafa unnið marga titla saman. Harder, sem er sjálf samkynhneigð, skilur ekki hvers vegna samkynhneigð sé ekki eðlilegur hlutur í knattspyrnu karla eins og hún er í knattspyrnu kvenna. Why is homosexuality accepted in women s football when it isn t in men s? I wish everyone could deal with homosexuality openly, but I understand the hesitation. The culture in men's football is still outdated and the response would be different. But why? https://t.co/xuTwxb8nNx— Pernille Harder (@PernilleMHarder) May 12, 2020 „Ég vildi óska þess að það sé til leikmaður sem hafi hugrekki til að opinbera samkynhneigð sína því þessir leikmenn eru klárlega til,“ sagði Pernille Harder í viðtalinu. Knattspyrnumenn koma ekki út úr skápnum á meðan þeir eru að spila og eru í sviðsljósinu. Fyrirmyndirnar eru því nánast engar enda hafa þeir fáu sem hafa komið út mátt þola mjög erfiða tíma. „Það er mikilvægt að allir geti staðið við bakið á þeim sem þeir eru ástfangnir af án þess að hugsa eitthvað um það. En ég skil samt að menn hiki enn í dag vegna þess að karlafótboltinn er enn að rækta gamaldags hugmyndir um karlmennsku og viðbrögðin yrðu svo sannarlega frábrugðin því sem við sjáum hjá konunum,“ sagði Harder. Danska fotbollsstjärnan Pernille Harder rasar nu mot homofobin inom herrfotbollen."Varför är den accepterad inom damfotbollen men inte inom herrfotbollen?", skriver hon på Twitter.https://t.co/z2AlB4rQeZ— GP-sporten (@GPSporten) May 12, 2020 Harder á kærustu og það er sænska landsliðskonan Magdalena Eriksson sem er líka knattspyrnukona í fremstu röð. Eriksson er fyrirliði Chelsea á Englandi. Það vakti mikla athygli á HM kvenna í fyrra þegar Eriksson kyssti Pernille Harder eftir einn leik Svía en hin danska Harder var þá í sænsku landsliðstreyjunni í stúkunni til stuðnings sinni konu. Sweden s Magdalena Eriksson and Denmark s Pernille Harder talk about their World Cup kiss, what it was like coming out and joining @CommonGoalOrg @PernilleMHarder @MagdaEricsson https://t.co/bocGKwTUsP pic.twitter.com/6DxQYjuvC4— Guardian sport (@guardian_sport) August 7, 2019
Fótbolti Þýski boltinn Hinsegin Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira