Segist líklega ekki hafa átt að spila á HM í Katar vegna veikinda sonar síns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2020 10:00 Guðjón Valur í leik gegn Frökkum á HM 2015 í Katar. Úrslitin urðu 26-26. Íslendingar voru eina liðið sem Frökkum tókst ekki að vinna á HM 2015. epa/Armando Babani Guðjón Valur Sigurðsson lék með íslenska handboltalandsliðinu á 22 stórmótum á löngum og glæsilegum ferli. Hann segir þó að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar en sonur hans glímdi við veikindi við aðdraganda mótsins. „Svona eftir á að hyggja er ég ekkert viss um að ég hefði átt að fara á þetta mót,“ sagði Guðjón Valur þegar hann rifjaði upp landsliðsferilinn með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni. „Sonur minn veiktist þegar konan mín var á leiðinni út til Barcelona. Hann fékk sýkingu og endaði með sýklalyf í æð inni á spítala í Barcelona.“ Guðjón Valur fór til fjölskyldu sinnar í Barcelona, þar sem hann spilaði á þessum tíma, og lék ekki með landsliðinu á æfingamóti í Danmörku. Sonur hans jafnaði sig þó fyrir HM og Guðjón Valur fór með landsliðinu til Katar. „Ég spilaði mótið. Í fyrsta leik gegn Svíum spilaði ég eins og ég hefði aldrei spilað handbolta áður. Ég var bara ekki á staðnum. Svo var liðslæknir Barcelona liðslæknir Katar. Ég þurfti að fara í rannsókn því óttast var að strákurinn hefði verið með eitthvað smitandi sem hefði getað farið yfir í liðið okkar. Þetta var svaka drama,“ sagði Guðjón Valur. „Ég hugsa núna, af hverju var ég ekki bara heima hjá fjölskyldunni. Þetta var eitt af þeim augnablikum þar sem ég hefði átt hugsa að vera meiri pabbi en leikmaður. Þetta fylgir þessu, maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir. Langt því frá.“ Ísland féll úr leik fyrir Danmörku í sextán liða úrslitum á HM í Katar. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður Íslendinga á mótinu með 31 mark. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um HM í Katar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30 Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lék með íslenska handboltalandsliðinu á 22 stórmótum á löngum og glæsilegum ferli. Hann segir þó að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar en sonur hans glímdi við veikindi við aðdraganda mótsins. „Svona eftir á að hyggja er ég ekkert viss um að ég hefði átt að fara á þetta mót,“ sagði Guðjón Valur þegar hann rifjaði upp landsliðsferilinn með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni. „Sonur minn veiktist þegar konan mín var á leiðinni út til Barcelona. Hann fékk sýkingu og endaði með sýklalyf í æð inni á spítala í Barcelona.“ Guðjón Valur fór til fjölskyldu sinnar í Barcelona, þar sem hann spilaði á þessum tíma, og lék ekki með landsliðinu á æfingamóti í Danmörku. Sonur hans jafnaði sig þó fyrir HM og Guðjón Valur fór með landsliðinu til Katar. „Ég spilaði mótið. Í fyrsta leik gegn Svíum spilaði ég eins og ég hefði aldrei spilað handbolta áður. Ég var bara ekki á staðnum. Svo var liðslæknir Barcelona liðslæknir Katar. Ég þurfti að fara í rannsókn því óttast var að strákurinn hefði verið með eitthvað smitandi sem hefði getað farið yfir í liðið okkar. Þetta var svaka drama,“ sagði Guðjón Valur. „Ég hugsa núna, af hverju var ég ekki bara heima hjá fjölskyldunni. Þetta var eitt af þeim augnablikum þar sem ég hefði átt hugsa að vera meiri pabbi en leikmaður. Þetta fylgir þessu, maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir. Langt því frá.“ Ísland féll úr leik fyrir Danmörku í sextán liða úrslitum á HM í Katar. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður Íslendinga á mótinu með 31 mark. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um HM í Katar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30 Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Sjá meira
„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30
Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00
Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00
Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30
Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00