Lífæðin Hamraborg og tækifæri fyrir lifandi samfélag Einar Örn Þorvarðarson skrifar 13. maí 2020 11:30 Undanfarnar vikur hefur staðið yfir virk umræða meðal Kópavogsbúa um vinnslutillögu að fyrirhuguðu nýju deiliskipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs. Sá hluti er Hamraborg/Fannborg og Traðarreitur vestri. Vinnslutillagan var kynnt í Skipulagsráði um miðjan mars. Á þeim fundi sat ég einn hjá við afgreiðslu málsins. Það dylst engum sem skoðar tillöguna að byggingarmagn ofanjarðar upp á 53.000m2 og upp á allt að 13 hæðir á þessum reit er allt of langt seilst í nýtingu. Það er heldur ekki í nokkru samræmi við umhverfið eða hugmyndir okkar íbúa um eðlilega þéttingu byggðar og lifandi samfélag. Covid 19 kom í veg fyrir að unnt væri að kynna tillöguna í venjubundnu kynningarferli. Hún var því kynnt á vef Kópavogsbæjar, auglýst í Fréttablaðinu og á rafrænum kynningarfundi. Hraðinn í ferlinu er hins vegar óskiljanlegur, bæði í ljósi þess að Hamraborgin er hjarta bæjarins og miðja höfuðborgarsvæðisins og þess að Kópavogsbúar vilja raunverulega hafa á því skoðun hvernig nærumhverfið þeirra og „hjarta“ bæjarins byggist upp. Það er því með öllu óásættanlegt að keyra málið í gegn á ógnarhraða á tímum þegar Covid ógn hamlar íbúum aðkomu að ferlinu. Íbúar kalla á aukið og virkt samráð og það er okkar kjörinna fulltrúa að sinna því kalli. Bæjarstjórn Kópavogs hefur markað sér stefnu til 2030 sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hugmyndinni um sjálfbært samfélag er falin trygging fyrir tækifærum fyrir alla til áhrifa og að íbúar eru virkjaðir til ákvarðanatöku. Það er engin ástæða til að missa sjónar á þessum markmiðum og veita afslátt af lýðræðinu. Þvert á móti ætti að herða á þeirri tryggingu sem felst í þátttöku íbúa við ákvarðanatöku um stór mál. Við Íslendingar höfum séð nóg af mistökum í skipulagsmálum. Við höfum líka fengið nóg af skorti á samráði við íbúa um skipulagsmál. Breyting og þétting byggðar kallar á aukið samráð við íbúa, íbúasamtök, hagsmunasamtök, rekstraraðila og aðra mögulega hagsmunaaðila. Það eru ekki ný sannindi að samtalið er nauðsynlegt til að ná bestu mögulegu niðurstöðu og það er skýlaus krafa okkar í BF Viðreisn að fólkið sem býr og starfar í bæjarfélaginu hafi tækifæri til að hafa áhrif á mótun og uppbyggingu umhverfis síns. Á fundi skipulagsráðs í síðustu viku kom fram ný vinnslutillaga að deiliskipulaginu. Sú tillaga gefur raunveruleg tækifæri til að skipuleggja svæðið í takti við þarfir og vilja íbúa og hagsmunaaðila. Við fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði – BF Viðreisn, Samfylkingin og Píratar – höfum lagt ríka áherslu á virkt þátttökulýðræði í öllu ferlinu. Við munum ekki gefa neinn afslátt frá því. Höfundur er bæjarfulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi og fulltrúi í skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur staðið yfir virk umræða meðal Kópavogsbúa um vinnslutillögu að fyrirhuguðu nýju deiliskipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs. Sá hluti er Hamraborg/Fannborg og Traðarreitur vestri. Vinnslutillagan var kynnt í Skipulagsráði um miðjan mars. Á þeim fundi sat ég einn hjá við afgreiðslu málsins. Það dylst engum sem skoðar tillöguna að byggingarmagn ofanjarðar upp á 53.000m2 og upp á allt að 13 hæðir á þessum reit er allt of langt seilst í nýtingu. Það er heldur ekki í nokkru samræmi við umhverfið eða hugmyndir okkar íbúa um eðlilega þéttingu byggðar og lifandi samfélag. Covid 19 kom í veg fyrir að unnt væri að kynna tillöguna í venjubundnu kynningarferli. Hún var því kynnt á vef Kópavogsbæjar, auglýst í Fréttablaðinu og á rafrænum kynningarfundi. Hraðinn í ferlinu er hins vegar óskiljanlegur, bæði í ljósi þess að Hamraborgin er hjarta bæjarins og miðja höfuðborgarsvæðisins og þess að Kópavogsbúar vilja raunverulega hafa á því skoðun hvernig nærumhverfið þeirra og „hjarta“ bæjarins byggist upp. Það er því með öllu óásættanlegt að keyra málið í gegn á ógnarhraða á tímum þegar Covid ógn hamlar íbúum aðkomu að ferlinu. Íbúar kalla á aukið og virkt samráð og það er okkar kjörinna fulltrúa að sinna því kalli. Bæjarstjórn Kópavogs hefur markað sér stefnu til 2030 sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hugmyndinni um sjálfbært samfélag er falin trygging fyrir tækifærum fyrir alla til áhrifa og að íbúar eru virkjaðir til ákvarðanatöku. Það er engin ástæða til að missa sjónar á þessum markmiðum og veita afslátt af lýðræðinu. Þvert á móti ætti að herða á þeirri tryggingu sem felst í þátttöku íbúa við ákvarðanatöku um stór mál. Við Íslendingar höfum séð nóg af mistökum í skipulagsmálum. Við höfum líka fengið nóg af skorti á samráði við íbúa um skipulagsmál. Breyting og þétting byggðar kallar á aukið samráð við íbúa, íbúasamtök, hagsmunasamtök, rekstraraðila og aðra mögulega hagsmunaaðila. Það eru ekki ný sannindi að samtalið er nauðsynlegt til að ná bestu mögulegu niðurstöðu og það er skýlaus krafa okkar í BF Viðreisn að fólkið sem býr og starfar í bæjarfélaginu hafi tækifæri til að hafa áhrif á mótun og uppbyggingu umhverfis síns. Á fundi skipulagsráðs í síðustu viku kom fram ný vinnslutillaga að deiliskipulaginu. Sú tillaga gefur raunveruleg tækifæri til að skipuleggja svæðið í takti við þarfir og vilja íbúa og hagsmunaaðila. Við fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði – BF Viðreisn, Samfylkingin og Píratar – höfum lagt ríka áherslu á virkt þátttökulýðræði í öllu ferlinu. Við munum ekki gefa neinn afslátt frá því. Höfundur er bæjarfulltrúi BF Viðreisnar í Kópavogi og fulltrúi í skipulagsráði.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun