Segir framkvæmd Puffin-hlaupsins í Eyjum í samræmi við samkomubannið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 12:41 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sést þegar átakið Hjólað í vinnuna var sett á dögunum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi upp að hlaup með 350 keppendum væri í samræmi við samkomubannið og reglur sem gilda um íþróttaviðburði: „Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 4. maí 2020 (kl.00.00) og gildir til 1. júní 2020 (kl. 23.59). Samkomubannið nær til viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Skipulagt íþróttastarf Æfingar og keppnir skipulags íþróttastarfs fyrir fullorðna (þ.m.t. íþróttir í framhalds- og háskólum) eru heimilar með eftirfarandi takmörkunum: Mest sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll (2.000m2). Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um 2ja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda. Ég fæ þetta tvennt ekki alveg til að ganga upp,“ segir Gunnlaugur í færslu sinni. Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari, tekur undir með Gunnlaugi og segir þetta algjörlega óskiljanlegt. „Við erum að raða fólki í 7 manna æfingahópa á hlaupanámskeiðum Náttúruhlaupa,“ segir Elísabet. Í samtali við Vísi segir Víðir að hann hafi fengið fyrirspurn varðandi Puffin-hlaupið. Hann hafi borið málið undir lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og heilbrigðisráðuneytið. „Og þetta var samkvæmt reglunum, það þurfti enga undanþágu eða neitt slíkt. Þetta var hólfaskipt, það voru fimmtíu mest í hverju hólfi og sjö sem hlupu af stað. Það var haft þetta 2000 fermetra viðmið þannig að menn væru aldrei fleiri en sjö á þeim tíma þannig að menn voru ræstir út á mjög löngum tíma og dreift yfir,“ segir Víðir. Þannig hafi þeir aðilar sem bera ábyrgð á eftirlitinu með viðburðum sem þessum, lögreglustjóri, sóttvarnalæknirinn í Vestmannaeyjum og ráðuneytið, fengið þetta til skoðunar og talið að framkvæmd hlaupsins væri innan 6. greinar auglýsingar um samkomubann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi upp að hlaup með 350 keppendum væri í samræmi við samkomubannið og reglur sem gilda um íþróttaviðburði: „Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 4. maí 2020 (kl.00.00) og gildir til 1. júní 2020 (kl. 23.59). Samkomubannið nær til viðburða þar sem fleiri en 50 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli fólks sé yfir tveir metrar. Skipulagt íþróttastarf Æfingar og keppnir skipulags íþróttastarfs fyrir fullorðna (þ.m.t. íþróttir í framhalds- og háskólum) eru heimilar með eftirfarandi takmörkunum: Mest sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll (2.000m2). Keppni í íþróttum fullorðinna er óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um 2ja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda. Ég fæ þetta tvennt ekki alveg til að ganga upp,“ segir Gunnlaugur í færslu sinni. Elísabet Margeirsdóttir, hlaupari, tekur undir með Gunnlaugi og segir þetta algjörlega óskiljanlegt. „Við erum að raða fólki í 7 manna æfingahópa á hlaupanámskeiðum Náttúruhlaupa,“ segir Elísabet. Í samtali við Vísi segir Víðir að hann hafi fengið fyrirspurn varðandi Puffin-hlaupið. Hann hafi borið málið undir lögreglustjórann í Vestmannaeyjum og heilbrigðisráðuneytið. „Og þetta var samkvæmt reglunum, það þurfti enga undanþágu eða neitt slíkt. Þetta var hólfaskipt, það voru fimmtíu mest í hverju hólfi og sjö sem hlupu af stað. Það var haft þetta 2000 fermetra viðmið þannig að menn væru aldrei fleiri en sjö á þeim tíma þannig að menn voru ræstir út á mjög löngum tíma og dreift yfir,“ segir Víðir. Þannig hafi þeir aðilar sem bera ábyrgð á eftirlitinu með viðburðum sem þessum, lögreglustjóri, sóttvarnalæknirinn í Vestmannaeyjum og ráðuneytið, fengið þetta til skoðunar og talið að framkvæmd hlaupsins væri innan 6. greinar auglýsingar um samkomubann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vestmannaeyjar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira