Tilkynnt var um úrslit í nafnasamkeppni á næsta könnunarjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem á að senda til Mars í gær. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance] að tillögu grunnskólanema.
Fram að þessu hefur nýi Marsjeppinn aðeins verið þekktur undir heitinu Mars 2020. Alls bárust 28.000 tillögur og voru níu á endanum valdar til úrslita, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sigurvegarinn var Alexander Mather, þrettán ára skólastrákur frá Virginíu í Bandaríkjunum sem lagði til nafnið „Perseverance“.
Tillaga Mather er í anda nafna á fyrri könnunarjeppum sem hafa verið sendir til Mars og sem hann sagði lýsandi fyrir atgervi manna eins og Forvitni [e. Curiosity], Innsæi [e. Insight], Dugur [e. Spirit] og Tækifæri [e. Opportunity].
Til stendur að skjóta Perseverance á loft á milli 17. júlí og 5. ágúst. Jeppinn er kominn í Kennedy-geimmiðstöð NASA á Canaveral-höfða til undirbúnings fyrir geimskotið. Ferðin til rauðu reikistjörnunnar tekur sjö mánuði og er lending þar áætluð klukkan hálf níu fimmtudagskvöldið 18. Febrúar á næsta ári.
"This Mars rover will help pave the way for human presence there and I wanted to try and help in any way I could.
— NASA (@NASA) March 5, 2020
Seventh grader Alex Mather has just named the #Mars2020 rover Perseverance (@NASAPersevere ). Now we get ready for the launch in July! https://t.co/nXkbdVdcB0 pic.twitter.com/l9bjStH9ib