Ekki ákveðið hvort faxinn víki fyrir merki Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2020 08:16 Flugvélar Air Iceland Connect hafa Flugfélagsfaxann á stélinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Ákvörðun ráðamanna Icelandair Group um að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair hefur vakið upp þá spurningu hvort hún þýði nafnbreytingu á innanlandsfluginu og að flugvélar Air Iceland Connect verði merktar Icelandair í framhaldinu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurningunni. Fokker Friendship-vél Flugleiða árið 1992, með Flugleiða F-ið blátt á stélinu. Á þessum tíma var samræmt útlit á innanlands- og millilandavélum félagsins.Mynd/Baldur Sveinsson. Í tilkynningu Icelandair í vikunni kom fram að öll meginstarfsemi félaganna yrði sameinuð, þar á meðal flugrekstrarsvið, fjármálasvið og sölu- og markaðsmál og staða framkvæmdastjóra lögð niður. Félögin yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect áfram starfsmenn þess félags. Þegar Flugleiðir fengu Fokker F-50 vélar breyttist liturinn. Stélið varð blátt og F-ið hvítt. Myndina tók Baldur Sveinsson á Akureyrarflugvelli árið 1992.Mynd/Baldur Sveinsson. Þótt nafnið „Air Iceland Connect“ hafi verið tekið upp vorið 2017 var gamla heitið „Flugfélag Íslands“ ekki formlega lagt af. Nafn lögaðilans um reksturinn hélt áfram að vera „Flugfélag Íslands ehf.“ og kennitala þess var áfram notuð. „Flugfélag Íslands“ var þá búið að vera opinbert heiti innanlandsflugsins um tuttugu ára skeið, frá árinu 1997, og þar áður á þremur félögum allt frá árinu 1919, um mislangan tíma, en lengst á árunum 1940 til 1973 þegar Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum. Gamla Flugfélagsmerkið má enn sjá á nefi DC-6 vélar á Flugsafni Íslands á Akureyri.Vísir/Tryggvi Tryggvason. Við sameininguna var nafnið „Flugleiðir“ tekið upp og færðist það einnig yfir á innanlandsflugið en Icelandair varð alþjóðlegt heiti félagsins. Flugfélagsmerkið vængjaði hesturinn, eða faxinn, vék þá fyrir nýju merki Flugleiða, bókstafnum F, sem stílfærður var sem blaktandi veifa. Það hefur síðan lifað áfram sem merki Icelandair, þó með litabreytingu úr bláu yfir í gyllt. Verður þetta framtíðarútlit innanlandsflota Icelandair? Þristurinn Páll Sveinsson á flugi yfir Akranesi sumarið 2017 með gyllta F-ið á stélinu. Flugvélin hét áður Gljáfaxi þegar hún var í innanlandsfluginu hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Faxinn komst aftur á stél innanlandsflotans þegar Flugfélagsnafnið var endurvakið árið 1997 og hefur haldið áfram sem merki Air Iceland Connect, þótt nafnið „Flugfélag Íslands“ hafi vikið af búk flugvélanna. Það gerðist þegar ráðamenn félagsins töldu þörf á alþjóðlegra nafni fyrir þremur árum við nýja sókn á erlenda markaði með áætlunarflugi til Skotlands og Norður-Írlands, sem svo reyndist skammvinnt. En núna er spurningin: Lifir faxinn áfram á stéli innanlandsflotans eða víkur hann fyrir merki Icelandair? Hér geta menn ímyndað sér hvernig merki Icelandair liti út í innanlandsfluginu: Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Ákvörðun ráðamanna Icelandair Group um að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair hefur vakið upp þá spurningu hvort hún þýði nafnbreytingu á innanlandsfluginu og að flugvélar Air Iceland Connect verði merktar Icelandair í framhaldinu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurningunni. Fokker Friendship-vél Flugleiða árið 1992, með Flugleiða F-ið blátt á stélinu. Á þessum tíma var samræmt útlit á innanlands- og millilandavélum félagsins.Mynd/Baldur Sveinsson. Í tilkynningu Icelandair í vikunni kom fram að öll meginstarfsemi félaganna yrði sameinuð, þar á meðal flugrekstrarsvið, fjármálasvið og sölu- og markaðsmál og staða framkvæmdastjóra lögð niður. Félögin yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect áfram starfsmenn þess félags. Þegar Flugleiðir fengu Fokker F-50 vélar breyttist liturinn. Stélið varð blátt og F-ið hvítt. Myndina tók Baldur Sveinsson á Akureyrarflugvelli árið 1992.Mynd/Baldur Sveinsson. Þótt nafnið „Air Iceland Connect“ hafi verið tekið upp vorið 2017 var gamla heitið „Flugfélag Íslands“ ekki formlega lagt af. Nafn lögaðilans um reksturinn hélt áfram að vera „Flugfélag Íslands ehf.“ og kennitala þess var áfram notuð. „Flugfélag Íslands“ var þá búið að vera opinbert heiti innanlandsflugsins um tuttugu ára skeið, frá árinu 1997, og þar áður á þremur félögum allt frá árinu 1919, um mislangan tíma, en lengst á árunum 1940 til 1973 þegar Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum. Gamla Flugfélagsmerkið má enn sjá á nefi DC-6 vélar á Flugsafni Íslands á Akureyri.Vísir/Tryggvi Tryggvason. Við sameininguna var nafnið „Flugleiðir“ tekið upp og færðist það einnig yfir á innanlandsflugið en Icelandair varð alþjóðlegt heiti félagsins. Flugfélagsmerkið vængjaði hesturinn, eða faxinn, vék þá fyrir nýju merki Flugleiða, bókstafnum F, sem stílfærður var sem blaktandi veifa. Það hefur síðan lifað áfram sem merki Icelandair, þó með litabreytingu úr bláu yfir í gyllt. Verður þetta framtíðarútlit innanlandsflota Icelandair? Þristurinn Páll Sveinsson á flugi yfir Akranesi sumarið 2017 með gyllta F-ið á stélinu. Flugvélin hét áður Gljáfaxi þegar hún var í innanlandsfluginu hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Faxinn komst aftur á stél innanlandsflotans þegar Flugfélagsnafnið var endurvakið árið 1997 og hefur haldið áfram sem merki Air Iceland Connect, þótt nafnið „Flugfélag Íslands“ hafi vikið af búk flugvélanna. Það gerðist þegar ráðamenn félagsins töldu þörf á alþjóðlegra nafni fyrir þremur árum við nýja sókn á erlenda markaði með áætlunarflugi til Skotlands og Norður-Írlands, sem svo reyndist skammvinnt. En núna er spurningin: Lifir faxinn áfram á stéli innanlandsflotans eða víkur hann fyrir merki Icelandair? Hér geta menn ímyndað sér hvernig merki Icelandair liti út í innanlandsfluginu:
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57