„Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær“ Sigurgeir Garðarsson skrifar 6. mars 2020 14:00 Öryggi er ein af grundvallarþörfum mannsins og ef okkur líður eins og við séum ekki örugg fer okkur að líða illa. Flestir eru sammála því að fólki líður ágætlega þegar dagsbirtan er annars vegar en þegar myrkva tekur verður fólk varara um sig. Ef þetta er rétt þá má segja að á þjóðveginum um Súðavíkurhlíð ríki eilíft myrkur því að fólk þarf alltaf að hafa varann á. Það sem af er vetri hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef lesið tilkynningar sem segja að vegurinn um Súðavíkuhlíð sé lokaður vegna snjóflóðahættu eða að sé lokaður vegna þess að snjóflóð hafi fallið. Takið þó eftir að ég minnist einungis á snjóflóð eða snjóflóðahættu, grjóthrun er síðan annar tebolli sem þarf líka að hafa áhyggjur af. Einn daginn mun alvarlegt slys eiga sér stað á þessum vegi, og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær. Eins leiðinlegt og það er þá virðumst við alltaf þurfa að brenna okkur á eldinum áður en við slökkvum hann. Hefðu ráðherrar skipað starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þann 14. Janúar ef ekki hefði fallið snjóflóð? Þarf að verða slys á Súðavíkurhlíð til þess að ráðist verði í að gera göng á milli? Hvaða manneskja vill búa á stað þar sem henni finnst hún ekki vera örugg? Við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Eins og staðan er í dag, þá býr fólk við óöryggi, óöryggi við það að komast leiða sinna, óöryggi við að fá þá þjónustu sem það þarf, óöryggi við að sækja læknisaðstoð, óöryggi við að sækja vinnu, óöryggi að búa þar sem það býr. Svona gæti ég lengi talið upp, en spurningin er: Hversu lengi á þetta óöryggi að líðast? Göng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar snúast um öryggi gagnvart svo ótrúlega mörgum þáttum, ekki bara að fólk, bílar og vörur komist öruggt leiða sinna. Þau snúast líka um að atvinnuuppbygging getur ekki átt sér stað nema með tilkomu þessara ganga. Fólksfjölgun er lítil sem engin því hver vill búa á stað þar sem litla sem enga vinnu er að hafa. Þetta óöryggi hefur keðjuverkandi neikvæð áhrif á líf fólks og samfélagið, mín ósk er að dæminu verði snúið við. Hvernig hljómar öryggi, jákvæð keðjuverkandi áhrif á líf fólks og samfélagið? Með þessum skrifum langar mig að biðla til þeirra sem ráða að veita okkur Vestfirðingum sem og öðrum landsmönnum það öryggi sem allir eiga skilið. Þá vil ég einnig eindregið hvetja fólk til þess að skrifa undir þessa áskorun hér. Höfundur er 24 ára gamall Súðvíkingur sem ber í brjósti sér hagsmuni síns heimafólks, Vestfirðinga og allra þeirra sem eiga leið um eða koma til með að eiga leið um svæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Samgöngur Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Öryggi er ein af grundvallarþörfum mannsins og ef okkur líður eins og við séum ekki örugg fer okkur að líða illa. Flestir eru sammála því að fólki líður ágætlega þegar dagsbirtan er annars vegar en þegar myrkva tekur verður fólk varara um sig. Ef þetta er rétt þá má segja að á þjóðveginum um Súðavíkurhlíð ríki eilíft myrkur því að fólk þarf alltaf að hafa varann á. Það sem af er vetri hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef lesið tilkynningar sem segja að vegurinn um Súðavíkuhlíð sé lokaður vegna snjóflóðahættu eða að sé lokaður vegna þess að snjóflóð hafi fallið. Takið þó eftir að ég minnist einungis á snjóflóð eða snjóflóðahættu, grjóthrun er síðan annar tebolli sem þarf líka að hafa áhyggjur af. Einn daginn mun alvarlegt slys eiga sér stað á þessum vegi, og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær. Eins leiðinlegt og það er þá virðumst við alltaf þurfa að brenna okkur á eldinum áður en við slökkvum hann. Hefðu ráðherrar skipað starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þann 14. Janúar ef ekki hefði fallið snjóflóð? Þarf að verða slys á Súðavíkurhlíð til þess að ráðist verði í að gera göng á milli? Hvaða manneskja vill búa á stað þar sem henni finnst hún ekki vera örugg? Við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Eins og staðan er í dag, þá býr fólk við óöryggi, óöryggi við það að komast leiða sinna, óöryggi við að fá þá þjónustu sem það þarf, óöryggi við að sækja læknisaðstoð, óöryggi við að sækja vinnu, óöryggi að búa þar sem það býr. Svona gæti ég lengi talið upp, en spurningin er: Hversu lengi á þetta óöryggi að líðast? Göng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar snúast um öryggi gagnvart svo ótrúlega mörgum þáttum, ekki bara að fólk, bílar og vörur komist öruggt leiða sinna. Þau snúast líka um að atvinnuuppbygging getur ekki átt sér stað nema með tilkomu þessara ganga. Fólksfjölgun er lítil sem engin því hver vill búa á stað þar sem litla sem enga vinnu er að hafa. Þetta óöryggi hefur keðjuverkandi neikvæð áhrif á líf fólks og samfélagið, mín ósk er að dæminu verði snúið við. Hvernig hljómar öryggi, jákvæð keðjuverkandi áhrif á líf fólks og samfélagið? Með þessum skrifum langar mig að biðla til þeirra sem ráða að veita okkur Vestfirðingum sem og öðrum landsmönnum það öryggi sem allir eiga skilið. Þá vil ég einnig eindregið hvetja fólk til þess að skrifa undir þessa áskorun hér. Höfundur er 24 ára gamall Súðvíkingur sem ber í brjósti sér hagsmuni síns heimafólks, Vestfirðinga og allra þeirra sem eiga leið um eða koma til með að eiga leið um svæðið.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar