Ekki í boði að gera ekki neitt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2020 13:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ Vísir/Egill Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. Annað sé ekki boðlegt. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skoraði í gær á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki njóti bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19. Drífu Snædal, forseti ASÍ, segist hafa áhyggjur af þeim hópum sem falli milli skips og bryggju. „Það eru í sjálfu sér engin rök fyrir því ríkið hlaupi undir bagga með sumum en ekki þeim sem eru sannarlega að verða fyrir tekjufalli. Þar eru hópar eins og þeir sem eru í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu og þurfa þess vegna að vera í sóttkví, það er búið að gefa það út að þungaðar konur á 36. Viku eigi líka að vera í sóttkví,“ nefnir Drífa sem dæmi. Það sé hins vegar óljóst hvort þetta séu tilmæli eða tillögur. Þá hafi samkomubannið víðtæk áhrif á ákveðna hópa. „Við höfum sérstaklega áhyggjur af foreldrum sem eru í viðkvæmri stöðu, foreldrum sem eru ekki með félagslegt net í kringum sig, einstæðir foreldrar og svo framvegis sem að verða að vera heima með börnunum sínum af því það er búið að skerða skólastarf,“ segir Drífa. „Stjórnvöld þurfa að móta mjög skýra stefnu um það hvernig á að grípa þessa hópa en að gera ekkert í því sem við teljum vera frekar víðtækt vandamál, það er ekki í boði.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi, landlæknir og sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skuli vera í sóttkví og hverjir ekki og greiðslur hafa miðast við það,“ segir Ásmundur. „Það hefur ekki veriðtekin ákvörðun að svo stöddu aðbreyta því en viðerum alltaf að fylgjast með, viðerum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem að við erum aðskoða þessa dagana.“ Þá sé meðal annars horft til þess sem er verið aðgera á Norðurlöndum. „Mér sýnist að við séum almennt að stíga myndarlega inn hvaðþetta snertir en við erum aðfara yfir þessi mál en þaðer ekki komin nein niðurstaða eða lending í það,“segir Ásmundur. Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. Annað sé ekki boðlegt. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands skoraði í gær á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki njóti bóta samkvæmt lögum um ráðstafanir á vinnumarkaði vegna COVID-19. Drífu Snædal, forseti ASÍ, segist hafa áhyggjur af þeim hópum sem falli milli skips og bryggju. „Það eru í sjálfu sér engin rök fyrir því ríkið hlaupi undir bagga með sumum en ekki þeim sem eru sannarlega að verða fyrir tekjufalli. Þar eru hópar eins og þeir sem eru í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu og þurfa þess vegna að vera í sóttkví, það er búið að gefa það út að þungaðar konur á 36. Viku eigi líka að vera í sóttkví,“ nefnir Drífa sem dæmi. Það sé hins vegar óljóst hvort þetta séu tilmæli eða tillögur. Þá hafi samkomubannið víðtæk áhrif á ákveðna hópa. „Við höfum sérstaklega áhyggjur af foreldrum sem eru í viðkvæmri stöðu, foreldrum sem eru ekki með félagslegt net í kringum sig, einstæðir foreldrar og svo framvegis sem að verða að vera heima með börnunum sínum af því það er búið að skerða skólastarf,“ segir Drífa. „Stjórnvöld þurfa að móta mjög skýra stefnu um það hvernig á að grípa þessa hópa en að gera ekkert í því sem við teljum vera frekar víðtækt vandamál, það er ekki í boði.“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví. „Sóttkvíargreiðslurnar hafa byggt á því sem okkar sérfræðingateymi, landlæknir og sóttvarnalæknir og aðrir sem þar eru í forystu gefa tilmæli um og skipa hverjir skuli vera í sóttkví og hverjir ekki og greiðslur hafa miðast við það,“ segir Ásmundur. „Það hefur ekki veriðtekin ákvörðun að svo stöddu aðbreyta því en viðerum alltaf að fylgjast með, viðerum alltaf að skoða þessi mál og þetta er eitt af þeim verkefnum sem að við erum aðskoða þessa dagana.“ Þá sé meðal annars horft til þess sem er verið aðgera á Norðurlöndum. „Mér sýnist að við séum almennt að stíga myndarlega inn hvaðþetta snertir en við erum aðfara yfir þessi mál en þaðer ekki komin nein niðurstaða eða lending í það,“segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira