Sjúkraliðar í viðbragðsstöðu Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 4. apríl 2020 13:46 Margt er á huldu varðandi hegðun COVID-19 sjúkdómsins. Fjölgun staðfestra smitaðra og veikra hefur vaxið hratt. Óvissan um framhaldið er mikil. Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar standa vaktina á þessum fordæmalausu tímum, þeir eru í framlínu, í baráttunni gegn COVID-19, og þurfa að sýna sveigjanleika í starfi, fylgja nýju verklagi sem uppfært er daglega og vera í viðbragðsstöðu. Miklar og háværar raddir hafa verið uppi um starfskjör hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélag Íslands styður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttu sinni. Enda gríðarlega mikilvægt að starfsstéttir sem vinna við hjúkrun nái að semja um starfskjör sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi á, og að laun endurspegli vaktabyrgði þessara starfsstétta. Því starfskjörin eiga að skila sér í gegnum kjarasamninga. Í gær birtist tilkynning um að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fái vaktaálagsaukan framlengdan. Tilraunaverkefni Landspítala frá árinu 2017 sem náði aðeins til hjúkrunarfræðinga. Rökstuðningur á framlengingu verkefnisins nú eru sérstakar aðstæður. Vissulega er það fagnaðarefni þegar stjórnendur beita sér fyrir því að bæta starfskjör hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er það óþolandi þegar stjórnendur leyfa sér að umbuna hjúkrunarfræðingum en ekki sjúkraliðum. Í þrjú ár hafa stjórnendur Landspítalans umbunað hjúkrunarfræðingum með þessum vaktaálagsauka. Enginn sjúkraliði hefur notið slíkrar umbunar. Og nú hafa stjórnvöld að beiðni stjórnenda Landspítala ákveðið að viðhalda þessum greiðslum. Ósjálfrátt velti ég því fyrir mér hvort stjórnendur Landspítala hafi ekki áttað sig á því að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu lykilþættir þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það séu einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga. Að skortur á fagfólki sem vinnur við hjúkrun marki báðar þessar stéttir. En hvernig hefur Landspítalinn komið fram við sjúkraliða? Hvað fá þeir? Hvað hafa þeir fengið? Í gær sendi stjórn Sjúkraliðafélags Íslands beiðni til forstöðumanna heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar um álagsgreiðslur fyrir sjúkraliða, vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Enda gerir nýr kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra ráð fyrir að greiða eigi sjúkraliðum álag á tímum sem þessum. Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fengu að sjálfsögðu afrit af bréfinu, enda mikilvægt að tryggja sjúkraliðum umbun fyrir að standa COVID-vaktina og vera í viðbragðsstöðu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sandra B. Franks Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Margt er á huldu varðandi hegðun COVID-19 sjúkdómsins. Fjölgun staðfestra smitaðra og veikra hefur vaxið hratt. Óvissan um framhaldið er mikil. Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar standa vaktina á þessum fordæmalausu tímum, þeir eru í framlínu, í baráttunni gegn COVID-19, og þurfa að sýna sveigjanleika í starfi, fylgja nýju verklagi sem uppfært er daglega og vera í viðbragðsstöðu. Miklar og háværar raddir hafa verið uppi um starfskjör hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélag Íslands styður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttu sinni. Enda gríðarlega mikilvægt að starfsstéttir sem vinna við hjúkrun nái að semja um starfskjör sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi á, og að laun endurspegli vaktabyrgði þessara starfsstétta. Því starfskjörin eiga að skila sér í gegnum kjarasamninga. Í gær birtist tilkynning um að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fái vaktaálagsaukan framlengdan. Tilraunaverkefni Landspítala frá árinu 2017 sem náði aðeins til hjúkrunarfræðinga. Rökstuðningur á framlengingu verkefnisins nú eru sérstakar aðstæður. Vissulega er það fagnaðarefni þegar stjórnendur beita sér fyrir því að bæta starfskjör hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er það óþolandi þegar stjórnendur leyfa sér að umbuna hjúkrunarfræðingum en ekki sjúkraliðum. Í þrjú ár hafa stjórnendur Landspítalans umbunað hjúkrunarfræðingum með þessum vaktaálagsauka. Enginn sjúkraliði hefur notið slíkrar umbunar. Og nú hafa stjórnvöld að beiðni stjórnenda Landspítala ákveðið að viðhalda þessum greiðslum. Ósjálfrátt velti ég því fyrir mér hvort stjórnendur Landspítala hafi ekki áttað sig á því að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu lykilþættir þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það séu einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga. Að skortur á fagfólki sem vinnur við hjúkrun marki báðar þessar stéttir. En hvernig hefur Landspítalinn komið fram við sjúkraliða? Hvað fá þeir? Hvað hafa þeir fengið? Í gær sendi stjórn Sjúkraliðafélags Íslands beiðni til forstöðumanna heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar um álagsgreiðslur fyrir sjúkraliða, vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Enda gerir nýr kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra ráð fyrir að greiða eigi sjúkraliðum álag á tímum sem þessum. Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fengu að sjálfsögðu afrit af bréfinu, enda mikilvægt að tryggja sjúkraliðum umbun fyrir að standa COVID-vaktina og vera í viðbragðsstöðu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar