Sjúkraliðar í viðbragðsstöðu Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 4. apríl 2020 13:46 Margt er á huldu varðandi hegðun COVID-19 sjúkdómsins. Fjölgun staðfestra smitaðra og veikra hefur vaxið hratt. Óvissan um framhaldið er mikil. Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar standa vaktina á þessum fordæmalausu tímum, þeir eru í framlínu, í baráttunni gegn COVID-19, og þurfa að sýna sveigjanleika í starfi, fylgja nýju verklagi sem uppfært er daglega og vera í viðbragðsstöðu. Miklar og háværar raddir hafa verið uppi um starfskjör hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélag Íslands styður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttu sinni. Enda gríðarlega mikilvægt að starfsstéttir sem vinna við hjúkrun nái að semja um starfskjör sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi á, og að laun endurspegli vaktabyrgði þessara starfsstétta. Því starfskjörin eiga að skila sér í gegnum kjarasamninga. Í gær birtist tilkynning um að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fái vaktaálagsaukan framlengdan. Tilraunaverkefni Landspítala frá árinu 2017 sem náði aðeins til hjúkrunarfræðinga. Rökstuðningur á framlengingu verkefnisins nú eru sérstakar aðstæður. Vissulega er það fagnaðarefni þegar stjórnendur beita sér fyrir því að bæta starfskjör hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er það óþolandi þegar stjórnendur leyfa sér að umbuna hjúkrunarfræðingum en ekki sjúkraliðum. Í þrjú ár hafa stjórnendur Landspítalans umbunað hjúkrunarfræðingum með þessum vaktaálagsauka. Enginn sjúkraliði hefur notið slíkrar umbunar. Og nú hafa stjórnvöld að beiðni stjórnenda Landspítala ákveðið að viðhalda þessum greiðslum. Ósjálfrátt velti ég því fyrir mér hvort stjórnendur Landspítala hafi ekki áttað sig á því að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu lykilþættir þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það séu einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga. Að skortur á fagfólki sem vinnur við hjúkrun marki báðar þessar stéttir. En hvernig hefur Landspítalinn komið fram við sjúkraliða? Hvað fá þeir? Hvað hafa þeir fengið? Í gær sendi stjórn Sjúkraliðafélags Íslands beiðni til forstöðumanna heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar um álagsgreiðslur fyrir sjúkraliða, vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Enda gerir nýr kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra ráð fyrir að greiða eigi sjúkraliðum álag á tímum sem þessum. Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fengu að sjálfsögðu afrit af bréfinu, enda mikilvægt að tryggja sjúkraliðum umbun fyrir að standa COVID-vaktina og vera í viðbragðsstöðu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sandra B. Franks Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Margt er á huldu varðandi hegðun COVID-19 sjúkdómsins. Fjölgun staðfestra smitaðra og veikra hefur vaxið hratt. Óvissan um framhaldið er mikil. Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar standa vaktina á þessum fordæmalausu tímum, þeir eru í framlínu, í baráttunni gegn COVID-19, og þurfa að sýna sveigjanleika í starfi, fylgja nýju verklagi sem uppfært er daglega og vera í viðbragðsstöðu. Miklar og háværar raddir hafa verið uppi um starfskjör hjúkrunarfræðinga. Sjúkraliðafélag Íslands styður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í kjarabaráttu sinni. Enda gríðarlega mikilvægt að starfsstéttir sem vinna við hjúkrun nái að semja um starfskjör sem hægt er að lifa mannsæmandi lífi á, og að laun endurspegli vaktabyrgði þessara starfsstétta. Því starfskjörin eiga að skila sér í gegnum kjarasamninga. Í gær birtist tilkynning um að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fái vaktaálagsaukan framlengdan. Tilraunaverkefni Landspítala frá árinu 2017 sem náði aðeins til hjúkrunarfræðinga. Rökstuðningur á framlengingu verkefnisins nú eru sérstakar aðstæður. Vissulega er það fagnaðarefni þegar stjórnendur beita sér fyrir því að bæta starfskjör hjúkrunarfræðinga. Hins vegar er það óþolandi þegar stjórnendur leyfa sér að umbuna hjúkrunarfræðingum en ekki sjúkraliðum. Í þrjú ár hafa stjórnendur Landspítalans umbunað hjúkrunarfræðingum með þessum vaktaálagsauka. Enginn sjúkraliði hefur notið slíkrar umbunar. Og nú hafa stjórnvöld að beiðni stjórnenda Landspítala ákveðið að viðhalda þessum greiðslum. Ósjálfrátt velti ég því fyrir mér hvort stjórnendur Landspítala hafi ekki áttað sig á því að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga séu lykilþættir þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það séu einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga. Að skortur á fagfólki sem vinnur við hjúkrun marki báðar þessar stéttir. En hvernig hefur Landspítalinn komið fram við sjúkraliða? Hvað fá þeir? Hvað hafa þeir fengið? Í gær sendi stjórn Sjúkraliðafélags Íslands beiðni til forstöðumanna heilbrigðisstofnana, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis, Landspítala og Sjúkrahúss Akureyrar um álagsgreiðslur fyrir sjúkraliða, vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi. Enda gerir nýr kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra ráð fyrir að greiða eigi sjúkraliðum álag á tímum sem þessum. Heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra fengu að sjálfsögðu afrit af bréfinu, enda mikilvægt að tryggja sjúkraliðum umbun fyrir að standa COVID-vaktina og vera í viðbragðsstöðu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun