Finnst ekki við hæfi að bera andlitsgrímu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 17:43 Staðfest smit eru alls 290 þúsund í Bandaríkjunum. AP/Alex Brandon Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi. Ríkisstjóri New York ríkis segir að brátt verði það uppiskroppa með öndunarvélar. Alls hafa nú ríflega 7.400 manns látist úr veirunni í Bandaríkjunum og þarf af tæp 1.900 í New York þar sem staðan er einna verst. Flest tilfelli kórónuveirunnar greinast nú í Bandaríkjunum og eru staðfest smit þar alls 290 þúsund. Ríkisstjórn Trumps hefur beint því til borgara að nota klúta eða grímu til að hylja vit sín. Eru þessi tilmæli skref í því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsetinn segir þetta valfrjálsa aðgerð en sjálfur ætli hann ekki að taka upp á slíku. „Þetta er valfrjálst. Ég mun líklega ekki gera það. Ég sit á forsetaskrifstofunni við fallega skrifborðið þar og finnst ekki við hæfi að ég sé með andlitsgrímu þegar ég býð velkomna forseta, forsætisráðherra, einræðisherra, konunga og drottningar. Ég sé mig ekki í þeirri stöðu,“ sagði Donald Trump. Líkt og áður segir er staðan í Bandaríkjunum einna verst í New York. Ríkisstjórinn Andrew Cumo segir að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. Þegar Trump var spurður hvort hann ætlaði að tryggja að New York hefði nægilega margar vélar sagði hann að ríkið ætti að vera vel sett. Bætti hann því við að New York ríki hefði haft tækifæri í gegnum tíðina til að panta öndunarvélar. „Þeir höfðu tækifæri til að panta öndunarvélar í áranna rás. En þeir kusu að gera það ekki. Við vorum til staðar og hjálpuðum þeim. Ríkisstjóri New York ríkis er þakklátur fyrir hjálpina. Við eigum alríkisbirgðir. Við getum notað þær fyrir ríkin eða okkur sjálf. Alríkisstjórnin notar þær,“ sagði Donald Trump. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi. Ríkisstjóri New York ríkis segir að brátt verði það uppiskroppa með öndunarvélar. Alls hafa nú ríflega 7.400 manns látist úr veirunni í Bandaríkjunum og þarf af tæp 1.900 í New York þar sem staðan er einna verst. Flest tilfelli kórónuveirunnar greinast nú í Bandaríkjunum og eru staðfest smit þar alls 290 þúsund. Ríkisstjórn Trumps hefur beint því til borgara að nota klúta eða grímu til að hylja vit sín. Eru þessi tilmæli skref í því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsetinn segir þetta valfrjálsa aðgerð en sjálfur ætli hann ekki að taka upp á slíku. „Þetta er valfrjálst. Ég mun líklega ekki gera það. Ég sit á forsetaskrifstofunni við fallega skrifborðið þar og finnst ekki við hæfi að ég sé með andlitsgrímu þegar ég býð velkomna forseta, forsætisráðherra, einræðisherra, konunga og drottningar. Ég sé mig ekki í þeirri stöðu,“ sagði Donald Trump. Líkt og áður segir er staðan í Bandaríkjunum einna verst í New York. Ríkisstjórinn Andrew Cumo segir að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. Þegar Trump var spurður hvort hann ætlaði að tryggja að New York hefði nægilega margar vélar sagði hann að ríkið ætti að vera vel sett. Bætti hann því við að New York ríki hefði haft tækifæri í gegnum tíðina til að panta öndunarvélar. „Þeir höfðu tækifæri til að panta öndunarvélar í áranna rás. En þeir kusu að gera það ekki. Við vorum til staðar og hjálpuðum þeim. Ríkisstjóri New York ríkis er þakklátur fyrir hjálpina. Við eigum alríkisbirgðir. Við getum notað þær fyrir ríkin eða okkur sjálf. Alríkisstjórnin notar þær,“ sagði Donald Trump.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28
Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26
Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12