Vita um ríflega hundrað manns sem eiga í miklum vandræðum með að komast heim Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2020 20:00 Fáir eru á ferli í Leifsstöð þessa dagana vegna Covid-19. Vísir/Vilhelm Enn eru nokkur hundruð Íslendingar á skrá hjá utanríkisráðuneytinu sem stefna á að koma heim til Íslands á næstu dögum og margir þeirra enn í óvissu um hvort það takist. Það verður æ flóknara að finna leiðir til að koma fólki heim. „Við vitum að minnsta kosti um yfir hundrað manns sem að eiga í vandræðum með að komast heim, töluvert flókin leiðin heim. Þar af eru fjölmargir á Spáni þannig það var mjög gott að það skildi takast að tryggja flug þaðan, síðasta flugið í bili á áætlun frá Alicante til Íslands þannig að þar munu fjölmargir komast heim,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið viti til þess nú þegar að stór hópur hafi tryggt sér sæti og vafalaust muni fleiri gera það yfir helgina en ferðin frá Alicante verður á miðvikudaginn í næstu viku. „Svo eru flóknari mál þar sem að landamærin eru alveg lokuð og þar höfum við þurft að reiða okkur á Norðurlöndin, norræna samvinnan hefur komið mjög sterk inn og sömuleiðis aðrar Evrópuþjóðir sem hafa verið að flytja fólk heim frá löndum, til dæmis í Suður Ameríku og Asíu og Afríku,“ segir María. Þótt flugsamgöngur liggi að mjög miklu leyti niðri um allan heim eru þó enn ákveðnar leiðir enn opnar til og frá Íslandi. María Mjöll Jónsdóttir.Vísir/Egill „Icelandair er að fljúga til London og Boston og svo verður flug í næstu viku líka til og frá Stokkhólmi, fyrir utan auðvitað Spánarflugið. En það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að lokast þannig að ef að fólk hyggst koma heim þá þarf það að gera það núna á meðan að sumt er enn opið,“ segir María Mjöll. „Það hefur fækkað mjög mikið þeim ferðum sem eru í boði.“ Ómögulegt sé að segja til um það hversu lengi þetta ástand mun vara. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti.“ Samgöngur Icelandair Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ætlar ekki að fækka dómurum við Hæstarétt Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Sjá meira
Enn eru nokkur hundruð Íslendingar á skrá hjá utanríkisráðuneytinu sem stefna á að koma heim til Íslands á næstu dögum og margir þeirra enn í óvissu um hvort það takist. Það verður æ flóknara að finna leiðir til að koma fólki heim. „Við vitum að minnsta kosti um yfir hundrað manns sem að eiga í vandræðum með að komast heim, töluvert flókin leiðin heim. Þar af eru fjölmargir á Spáni þannig það var mjög gott að það skildi takast að tryggja flug þaðan, síðasta flugið í bili á áætlun frá Alicante til Íslands þannig að þar munu fjölmargir komast heim,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið viti til þess nú þegar að stór hópur hafi tryggt sér sæti og vafalaust muni fleiri gera það yfir helgina en ferðin frá Alicante verður á miðvikudaginn í næstu viku. „Svo eru flóknari mál þar sem að landamærin eru alveg lokuð og þar höfum við þurft að reiða okkur á Norðurlöndin, norræna samvinnan hefur komið mjög sterk inn og sömuleiðis aðrar Evrópuþjóðir sem hafa verið að flytja fólk heim frá löndum, til dæmis í Suður Ameríku og Asíu og Afríku,“ segir María. Þótt flugsamgöngur liggi að mjög miklu leyti niðri um allan heim eru þó enn ákveðnar leiðir enn opnar til og frá Íslandi. María Mjöll Jónsdóttir.Vísir/Egill „Icelandair er að fljúga til London og Boston og svo verður flug í næstu viku líka til og frá Stokkhólmi, fyrir utan auðvitað Spánarflugið. En það eru flugleiðir út um allan heim sem eru að lokast þannig að ef að fólk hyggst koma heim þá þarf það að gera það núna á meðan að sumt er enn opið,“ segir María Mjöll. „Það hefur fækkað mjög mikið þeim ferðum sem eru í boði.“ Ómögulegt sé að segja til um það hversu lengi þetta ástand mun vara. „Við teljum að það sé mikilvægt að taka ákvörðun núna. Það eru auðvitað fjölmargir sem hafa komið heim nú þegar og aðrir sem hafa ákveðið að vera áfram úti.“
Samgöngur Icelandair Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ætlar ekki að fækka dómurum við Hæstarétt Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“