Forsætisráðherra og geðheilbrigði fanga í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2020 16:40 Það þarf að fara rúmlega hundrað ár aftur í tímann þegar spænska veikin gekk yfir Ísland og umheiminn til að finna sambærilega tíma og nú ríkja. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til sín í Víglínuna á Stöð 2 í dag til að ræða það sem framundan er. Forsætisráðherra segir mikilvægt að Alþingi komi að öllum aðgerðum stjórnvalda enda hafi þær aðgerðir sem þegar hafi verið gripið til tekið breytingum til batnaðar í meðförum þess.Stöð2/Arnar Ljóst er að grípa þarf til enn frekari aðgerða en nú þegar hefur verið gert. Fólk óttast eðlilega ekki bara covid19 veikina heldur einnig um eigin haga og margir spyrja hvað eigi að gera til verndar heimilunum í landinu. Fangar eru alla jafna sá hópur samfélagsins sem er í mestri einangrun en aðstæður þeirra hafa einnig breyst vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirunnar. Sigurður Örn Hektorsson tók við sem yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fanga um áramótin. Úrræði sem þrýst hafði verið á lengi en varla er hægt að hugsa sér erfiðari aðstæður en nú til að hefja þá þjónustu og þörfin fyrir hana kannski aldrei verið meiri. Sigurður Örn ræðir þessi mál í seinni hluta Víglínunnar í dag. Sigurður Örn Hektorsson hefur nýtekið við stöðu yfirlæknis geðheilbrigðisteymis fanga og segir mikla þörf á þeirri þjónustu ekki hvað síst þegar fangar komi aftur út í samfélagið.Stöð 2/Arnar Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og þátturinn birtist á Vísi fljótlega að lokinni útsendingu. Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Það þarf að fara rúmlega hundrað ár aftur í tímann þegar spænska veikin gekk yfir Ísland og umheiminn til að finna sambærilega tíma og nú ríkja. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til sín í Víglínuna á Stöð 2 í dag til að ræða það sem framundan er. Forsætisráðherra segir mikilvægt að Alþingi komi að öllum aðgerðum stjórnvalda enda hafi þær aðgerðir sem þegar hafi verið gripið til tekið breytingum til batnaðar í meðförum þess.Stöð2/Arnar Ljóst er að grípa þarf til enn frekari aðgerða en nú þegar hefur verið gert. Fólk óttast eðlilega ekki bara covid19 veikina heldur einnig um eigin haga og margir spyrja hvað eigi að gera til verndar heimilunum í landinu. Fangar eru alla jafna sá hópur samfélagsins sem er í mestri einangrun en aðstæður þeirra hafa einnig breyst vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirunnar. Sigurður Örn Hektorsson tók við sem yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fanga um áramótin. Úrræði sem þrýst hafði verið á lengi en varla er hægt að hugsa sér erfiðari aðstæður en nú til að hefja þá þjónustu og þörfin fyrir hana kannski aldrei verið meiri. Sigurður Örn ræðir þessi mál í seinni hluta Víglínunnar í dag. Sigurður Örn Hektorsson hefur nýtekið við stöðu yfirlæknis geðheilbrigðisteymis fanga og segir mikla þörf á þeirri þjónustu ekki hvað síst þegar fangar komi aftur út í samfélagið.Stöð 2/Arnar Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og þátturinn birtist á Vísi fljótlega að lokinni útsendingu.
Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Víglínan Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira