Eiður einn sá besti sem Svíar misstu af – „Óskiljanlegt að þeir tækju ekki við honum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 17:00 Eiður Smári Guðjohnsen varð meðal annars Englandsmeistari með Chelsea og Spánar- og Evrópumeistari með Barcelona eftir að Örebro ákvað að veðja ekki á hann. VÍSIR/EPA Eiður Smári Guðjohnsen, Hristov Stoichkov og Neymar eru á meðal bestu knattspyrnumanna sem sænsk knattspyrnufélög hafa „misst af“ í gegnum tíðina. Sænska blaðið Aftonbladet hefur tekið saman lista yfir stjörnuleikmenn sem segja má að hefðu getað spilað í Svíþjóð. Eiður er þar á blaði vegna þess, segir Aftonbladet, að hann hefði getað gengið til liðs við Örebro eftir dvöl sína hjá PSV Eindhoven. PSV var með Eið og hinn brasilíska Ronaldo í sínum röðum tímabilið 1995-96 en eftir að Eiður fótbrotnaði í U21-landsleik um vorið 1996 tók við löng endurhæfing og samningur hans við hollenska félagið rann út. Eiður þurfti að hefja ferilinn upp á nýtt og samkvæmt Aftonbladet bauðst Örebro að taka við honum, en Arnór faðir Eiðs var þar sannkölluð goðsögn og að spila sitt síðasta tímabil með liðinu. „En forráðamönnum Örebro fannst hann liggja of mikið niðri og að hann væri bara ekki nógu góður,“ hefur Aftonbladet eftir þjálfaranum Alexander Axén, sem á þessum tíma þjálfaði hjá smáliði Hovsta í nágrenni Örebro en tók síðar til starfa hjá félaginu. „Fyrir mér var þetta dauðafæri. Það er óskiljanlegt að þeir hafi ekki tekið við honum, þó ekki væri nema vegna alls þess sem Arnór gerði fyrir félagið,“ sagði Axén. Hamrén leist vel á Kallon Af öðrum stjörnum sem Svíar misstu af má nefna búlgarska markahrókinn Hristov Stoichkov sem hefði getað endað hjá Brage þegar hann var 19 ára, eftir að leikmenn úr röðum Levski og CSKA Sofia voru settir í árs bann í Búlgaríu vegna hópslagsmála í bikarúrslitaleik árið 1985. Forráðamenn Brage fengu tvo búlgarska leikmenn til sín en kveiktu ekki á hinum unga Stoichkov og vissu ekkert um hans hæfileika. Kaká og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan.Nordic Photos / AFP Sami Hyypiä var í sigti IFK Gautaborgar árið 1990 en þótti of hægur þegar hann var skoðaður í U21-landsleik með Finnum gegn Rússum. Gautaborgarar skoðuðu það líka að fá brasilískan leikmann, Kaká, til sín á sínum tíma. Þá var Kaká enn táningur en kostaði engu að síður 4-5 sænskar milljónir sem þótti of mikið. AIK skoðaði það að fá Mohamed Kallon árið 1995, þegar hann var 15 ára. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, var aðstoðarþjálfari AIK og sagði leikmanninn hafa mjög goða tækni og vera fljótan með boltann, en hefði mjög margt að læra hvað taktík varðaði. Hann væri þó mjög viljugur til þess. En Kallon fór á endanum til Inter í staðinn. Neymar hefði kostað Häcken drjúgan skilding Möguleikinn á að Neymar færi til Häcken virðist ekki hafa verið mikill en Sonny Karlsson, yfirmaður íþróttamála hjá Häcken, rifjaði upp ferð sína til Santos í Brasilíu árið 2008. Ferðin var farin til að koma á samstarfi á milli félaganna. Sonur Pelés leiddi Karlsson um æfingasvæði Santos og benti á leikmann sem hann sagði góðan, en bætti við að hann kostaði 30 sænskar milljónir. Það var allt of mikið fyrir Häcken, en um var að ræða 16 ára gamlan Neymar sem síðar varð dýrasti leikmaður heims. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, Hristov Stoichkov og Neymar eru á meðal bestu knattspyrnumanna sem sænsk knattspyrnufélög hafa „misst af“ í gegnum tíðina. Sænska blaðið Aftonbladet hefur tekið saman lista yfir stjörnuleikmenn sem segja má að hefðu getað spilað í Svíþjóð. Eiður er þar á blaði vegna þess, segir Aftonbladet, að hann hefði getað gengið til liðs við Örebro eftir dvöl sína hjá PSV Eindhoven. PSV var með Eið og hinn brasilíska Ronaldo í sínum röðum tímabilið 1995-96 en eftir að Eiður fótbrotnaði í U21-landsleik um vorið 1996 tók við löng endurhæfing og samningur hans við hollenska félagið rann út. Eiður þurfti að hefja ferilinn upp á nýtt og samkvæmt Aftonbladet bauðst Örebro að taka við honum, en Arnór faðir Eiðs var þar sannkölluð goðsögn og að spila sitt síðasta tímabil með liðinu. „En forráðamönnum Örebro fannst hann liggja of mikið niðri og að hann væri bara ekki nógu góður,“ hefur Aftonbladet eftir þjálfaranum Alexander Axén, sem á þessum tíma þjálfaði hjá smáliði Hovsta í nágrenni Örebro en tók síðar til starfa hjá félaginu. „Fyrir mér var þetta dauðafæri. Það er óskiljanlegt að þeir hafi ekki tekið við honum, þó ekki væri nema vegna alls þess sem Arnór gerði fyrir félagið,“ sagði Axén. Hamrén leist vel á Kallon Af öðrum stjörnum sem Svíar misstu af má nefna búlgarska markahrókinn Hristov Stoichkov sem hefði getað endað hjá Brage þegar hann var 19 ára, eftir að leikmenn úr röðum Levski og CSKA Sofia voru settir í árs bann í Búlgaríu vegna hópslagsmála í bikarúrslitaleik árið 1985. Forráðamenn Brage fengu tvo búlgarska leikmenn til sín en kveiktu ekki á hinum unga Stoichkov og vissu ekkert um hans hæfileika. Kaká og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan.Nordic Photos / AFP Sami Hyypiä var í sigti IFK Gautaborgar árið 1990 en þótti of hægur þegar hann var skoðaður í U21-landsleik með Finnum gegn Rússum. Gautaborgarar skoðuðu það líka að fá brasilískan leikmann, Kaká, til sín á sínum tíma. Þá var Kaká enn táningur en kostaði engu að síður 4-5 sænskar milljónir sem þótti of mikið. AIK skoðaði það að fá Mohamed Kallon árið 1995, þegar hann var 15 ára. Núverandi landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, var aðstoðarþjálfari AIK og sagði leikmanninn hafa mjög goða tækni og vera fljótan með boltann, en hefði mjög margt að læra hvað taktík varðaði. Hann væri þó mjög viljugur til þess. En Kallon fór á endanum til Inter í staðinn. Neymar hefði kostað Häcken drjúgan skilding Möguleikinn á að Neymar færi til Häcken virðist ekki hafa verið mikill en Sonny Karlsson, yfirmaður íþróttamála hjá Häcken, rifjaði upp ferð sína til Santos í Brasilíu árið 2008. Ferðin var farin til að koma á samstarfi á milli félaganna. Sonur Pelés leiddi Karlsson um æfingasvæði Santos og benti á leikmann sem hann sagði góðan, en bætti við að hann kostaði 30 sænskar milljónir. Það var allt of mikið fyrir Häcken, en um var að ræða 16 ára gamlan Neymar sem síðar varð dýrasti leikmaður heims.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti