Flugu tilraunaþotu til Kína til að sækja andlitsgrímur Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2020 17:00 A350-1000 tilraunaþota Airbus affermd í Toulouse í dag eftir komuna frá Kína. Farmurinn var fjórar milljónir af andlitsgrímum. Mynd/Airbus. Þota frá evrópsku Airbus-flugvélasamsteypunni lenti í Toulouse í Frakklandi í dag með fjórar milljónir andlitsgríma til að nota í baráttunni gegn Covid 19-faraldrinum. Þeim verður síðan dreift áfram til Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Spánar. Flugið er liður í því verkefni Airbus að kaupa hjálparvörur í Kína og gefa þær svo áfram til stjórnvalda í heimalöndum Airbus í Evrópu. Þetta er þriðja flug fyrirtækisins í þessu skyni frá því í mars. Þotan lagði upp frá Frakklandi á föstudag og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær þar sem andlitsgrímurnar voru settur um borð. Tilraunaþotan á flugvellinum í Tianjin í Kína þar sem verið er að setja farminn um borð.Mynd/Airbus. Það sem er óvenjulegt við þessa síðustu ferð er að tilraunaflugmenn Airbus flugu tilraunaþotu af gerðinni Airbus A350-1000 til að sækja farminn til Kína, eintak sem til þessa hefur eingöngu verið notað í reynsluflugi. A350-1000 er ein nýjasta breiðþota Airbus og var fyrst tekin í notkun fyrir tveimur árum. Airbus hefur einnig brugðist við faraldrinum með því nýta tækniþekkingu sína og starfsfólk í ný verkefni tengd heimsfaraldrinum, svo sem við hönnun og framleiðslu á öndunarvélum og með því að þrívíddarprenta sérstaka andlitshjálma, sem eru mikilvægir fyrir starfsfólk sjúkrahúsa. Starfsmenn Airbus eru farnir að framleiða andlitshjálma fyrir starfsfólk sjúkrahúsa til að verjast smiti.Mynd/Airbus. Til að flytja vörurnar innan Evrópu hefur Airbus notað eigin flugmenn og flugvélar, þar á meðal eina af hinum stórfurðulegu Beluga-vélum, sem fyrirtækið smíðaði sérstaklega til að flytja vængi og skrokkhluta vegna eigin flugvélasmíði. Beluga-vél, sem venjulega flytur flugvélaskrokka innan Evrópu, er farin að ferja hjálpartæki gegn heimsfaraldrinum.Mynd/Airbus. Ennfremur herflutningavél af gerðinni A400M, en hermenn og herbílar hafa svo flutt vörurnar síðasta áfangann til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva, eins og sjá má hér á þessu myndbandi frá Airbus: Fréttir af flugi Airbus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Kína Spánn Tengdar fréttir Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum lenti á Spáni snemma í morgun. 28. mars 2020 11:57 Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Þota frá evrópsku Airbus-flugvélasamsteypunni lenti í Toulouse í Frakklandi í dag með fjórar milljónir andlitsgríma til að nota í baráttunni gegn Covid 19-faraldrinum. Þeim verður síðan dreift áfram til Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Spánar. Flugið er liður í því verkefni Airbus að kaupa hjálparvörur í Kína og gefa þær svo áfram til stjórnvalda í heimalöndum Airbus í Evrópu. Þetta er þriðja flug fyrirtækisins í þessu skyni frá því í mars. Þotan lagði upp frá Frakklandi á föstudag og lenti í borginni Tianjin í Kína í gær þar sem andlitsgrímurnar voru settur um borð. Tilraunaþotan á flugvellinum í Tianjin í Kína þar sem verið er að setja farminn um borð.Mynd/Airbus. Það sem er óvenjulegt við þessa síðustu ferð er að tilraunaflugmenn Airbus flugu tilraunaþotu af gerðinni Airbus A350-1000 til að sækja farminn til Kína, eintak sem til þessa hefur eingöngu verið notað í reynsluflugi. A350-1000 er ein nýjasta breiðþota Airbus og var fyrst tekin í notkun fyrir tveimur árum. Airbus hefur einnig brugðist við faraldrinum með því nýta tækniþekkingu sína og starfsfólk í ný verkefni tengd heimsfaraldrinum, svo sem við hönnun og framleiðslu á öndunarvélum og með því að þrívíddarprenta sérstaka andlitshjálma, sem eru mikilvægir fyrir starfsfólk sjúkrahúsa. Starfsmenn Airbus eru farnir að framleiða andlitshjálma fyrir starfsfólk sjúkrahúsa til að verjast smiti.Mynd/Airbus. Til að flytja vörurnar innan Evrópu hefur Airbus notað eigin flugmenn og flugvélar, þar á meðal eina af hinum stórfurðulegu Beluga-vélum, sem fyrirtækið smíðaði sérstaklega til að flytja vængi og skrokkhluta vegna eigin flugvélasmíði. Beluga-vél, sem venjulega flytur flugvélaskrokka innan Evrópu, er farin að ferja hjálpartæki gegn heimsfaraldrinum.Mynd/Airbus. Ennfremur herflutningavél af gerðinni A400M, en hermenn og herbílar hafa svo flutt vörurnar síðasta áfangann til sjúkrastofnana og stjórnsýslumiðstöðva, eins og sjá má hér á þessu myndbandi frá Airbus:
Fréttir af flugi Airbus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Kína Spánn Tengdar fréttir Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum lenti á Spáni snemma í morgun. 28. mars 2020 11:57 Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Loftbrú frá Kína til Evrópu með milljónir andlitsgríma Breiðþota með yfir fjórar milljónir andlitsgríma frá Kína í baráttunni gegn kórónu-faraldrinum lenti á Spáni snemma í morgun. 28. mars 2020 11:57
Kórónu-flugið sem lendir í Keflavík sex sinnum í viku Ein óvenjulegasta flugleið sem haldið er uppi þessa dagana er loftbrúin sem grænlensk stjórnvöld hafa sett upp til að flytja covid-19 sýni frá Grænlandi til greiningar í Danmörku. 30. mars 2020 12:28