Bestu innkomur þjálfara í sögu efstu deildar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2020 10:00 Vísir fer yfir bestu innkomur þjálfara í efstu deild karla í fótbolta í gegnum tíðina. Þar er átt við þjálfara sem tóku við liði þegar tímabilið var hafið og sneru gengi þess við. Hér fyrir neðan má lesa um tíu bestu þjálfarainnkomur í sögu efstu deildar. Íslandsmeistarar ÍA 1960.úrklippa úr morgunblaðinu Guðjón Finnbogason (ÍA), 1960 Eftir því sem næst verður komist hefur það aðeins einu sinni gerst að þjálfari sem tekur við á miðju tímabili hafi gert lið að Íslandsmeisturum. Það afrekaði Guðjón Finnbogason með ÍA fyrir 60 árum. Eftir fimm umferðir tímabilið 1960 hætti Ríkharður Jónsson sem þjálfari ÍA vegna ágreinings um agareglur. Þá voru Skagamenn með sex stig. Við tók Guðjón sem lék lengi með ÍA og varð fimm sinnum meistari með liðinu. Skagamenn unnu fyrstu þrjá leikina undir hans stjórn með markatölunni 16-3 og gerðu svo jafntefli við Valsmenn. Í lokaumferðinni mætti ÍA KR í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Laugardalsvelli. Skagamenn unnu 1-0 sigur og urðu þar með Íslandsmeistarar í sjötta sinn. Guðjón þjálfaði ÍA einnig tímabilin 1964 og 1965 þegar liðið endaði í 2. sæti. Hann hellti sér síðan út í dómgæslu og varð alþjóðlegur dómari. Guðjón lést 2017. Willum Þór er í dag þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar.vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson (KR), 2016 Willum hafði ekki þjálfað meistaraflokk í þrjú ár þegar kallið frá KR kom á miðju sumri 2016. Eins og Willum sagði í viðtali skömmu eftir að hann var ráðinn hafði KR nokkrum sinnum sagt nei við hann en hann aldrei sagt nei við KR. Þegar Willum tók við af Bjarna Guðjónssyni var KR í 10. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir níu leiki. Willum var fljótur að berja í brestina og KR-ingar fóru á mikið flug. Í 13 deildarleikjum undir stjórn Willums fékk KR 29 stig, eða 2,2 stig að meðaltali í leik, og fékk aðeins níu mörk á sig. KR-ingar unnu síðustu fimm leikina sína og tryggðu sér Evrópusæti með 3-0 sigri á Fylkismönnum í lokaumferðinni. Ótrúlegur viðsnúningur sem sýndi glögglega að Willum hafði engu gleymt. Hann stýrði KR 2017 en settist svo aftur á þing. Kristinn Björnsson sneri gengi Vals eftirminnilega við tímabilið 1995.úrklippa úr helgarpóstinum Kristinn Björnsson (Valur), 1995 Skíðamaðurinn Kristinn Björnsson vann sitt mesta íþróttafrek 1997. Tveimur árum fyrr vann nafni hans sitt mesta þjálfaraafrek þegar hann sneri gengi Vals eftirminnilega við. Kristinn þjálfaði Val 1993 og 1994 en Hörður Hilmarsson tók við fyrir tímabilið 1995. Það byrjaði hörmulega, með 8-1 tapi fyrir ÍBV, og eftir ellefu umferðir var Hörður látinn fara. Valsmenn leituðu ekki langt yfir skammt og réðu Kristin á ný. Hans beið erfitt verkefni enda var Valur á botni deildarinnar með einungis sjö stig og markatöluna 10-25. Valsmenn gerðu jafntefli við Keflvíkinga í fyrsta leiknum undir stjórn Kristins og unnu svo næstu fjóra leiki. Þegar uppi var staðið enduðu Valsmenn í 7. sæti og björguðu sér örugglega frá falli. Þeir unnu fimm af sjö deildarleikjum undir stjórn Kristins, gerðu eitt jafntefli og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslandsmeisturunum Skagamanna. Rúnar Kristinsson hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikartitla sem þjálfari KR.vísir/daníel Rúnar Kristinsson (KR), 2010 Eftir að hafa unnið allt og alla á undirbúningstímabilinu fékk KR aðeins eitt stig í tveimur fyrstu leikjunum í Pepsi-deildinni 2010 sem voru gegn nýliðum Hauka og Selfoss á heimavelli. KR-ingar voru lengi að jafna sig á þessari martraðarbyrjun og eftir 3-3 jafntefli við Hauka um miðjan júlí var Logi Ólafsson látinn fara. Við tók einn dáðasti sonur KR, Rúnar Kristinsson. KR vann fyrstu sex deildarleikina undir hans stjórn og komst í bikarúrslit. KR-ingar töpuðu 4-0 fyrir FH-ingum í úrslitaleiknum og gáfu eftir á lokasprettinum í deildinni. En grunnurinn var lagður og ári seinna vann KR tvöfalt. Liðið vann alls fimm stóra titla áður en Rúnar fór til Lilleström eftir tímabilið 2014. Hann tók aftur við KR 2017 og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrra. ÍA þótti spila afar aðlaðandi fótbolta undir stjórn tvíburanna sumarið 2006.úrklippur úr fréttablaðinu Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir (ÍA), 2006 Þótt stundum sé talað um Arnar Gunnlaugsson sem nýliða í þjálfun var hans fyrsta þjálfaragigg í efstu deild fyrir 14 árum. Þrátt fyrir að hafa á afar góðu liði að skipa gekk hvorki né rak hjá Skagamönnum í upphafi tímabils 2006 og eftir níu umferðir hætti Ólafur Þórðarson sem þjálfari liðsins. Arnar og Bjarki tóku við sem spilandi þjálfarar en þeir voru þá nýgræðingar í þjálfun. Og verkefnið sem þeir fengu í hendurnar var krefjandi. Skagamenn voru á botni deildarinnar með sex stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Undir stjórn tvíburanna spilaði ÍA mjög skemmtilegan en jafnframt árangursríkan fótbolta. Skagamenn unnu fyrstu tvo leikina undir stjórn Arnars og Bjarka og töpuðu aðeins einum leik undir stjórn þeirra. ÍA komst loks upp úr fallsæti í næstsíðustu umferðinni og endaði í 6. sæti. Í níu deildarleikjum undir stjórn Arnars og Bjarka náðu Skagamenn í 16 stig. Þeir fengu ekki að halda áfram með liðið en tóku aftur við því í álíka erfiðri stöðu 2008. Þá tókst ekki að bjarga liðinu frá falli og þeir hættu um mitt sumar 2009. Pétur Pétursson lék með Gunnari Oddssyni hjá KR og þjálfaði hann svo í Keflavík.úrklippa úr víkurfréttum Pétur Pétursson (Keflavík), 1994 Bíddu, ha? Já, Pétur Pétursson var einu sinni þjálfari Keflavíkur. Eftir að hafa þjálfað á Sauðárkróki fékk hann sitt fyrsta tækifæri sem þjálfari í efstu deild hjá Keflavík sumarið 1994. Gamli þjálfarinn hans Péturs hjá KR, Ian Ross, hætti skyndilega hjá liðinu í júlíbyrjun og þá leituðu Keflvíkingar til Skagamannsins. Og það var kannski vel við hæfi að fyrsti leikurinn hans við stjórnvölinn væri gegn ÍA á Akranesi. Keflvíkingar gerðu sér þá lítið fyrir og urðu fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistarana síðan Framarar afrekuðu það í 4. umferð árið á undan. Pétur náði góðum árangri með Keflavík og skilaði liðinu í 3. sæti Trópí-deildarinnar. Liðið fékk 28 stig í ellefu leikjum undir stjórn Péturs og vann báða leikina gegn Íslandsmeisturum ÍA. Keflvíkingar skoruðu einnig flest mörk allra liða í deildinni (36). Þrátt fyrir þetta var Pétur ekki enduráðinn þjálfari Keflavíkur. Ríkharður hefur ekki starfað við þjálfun síðan hann hætti hjá Fram eftir tímabilið 2013.vísir/vilhelm Ríkharður Daðason (Fram), 2013 Eftir að hafa stýrt Fram í fimm ár hætti Þorvaldur Örlygsson þegar fimm umferðir voru búnar af tímabilinu 2013. Við starfi hans tók Ríkharður Daðason sem hafði aldrei þjálfað meistaraflokk áður. Hann stýrði Fram í 17 deildarleikjum og árangurinn var satt að segja ekkert spes. Framarar náðu aðeins í 17 stig undir stjórn Ríkharðs og enduðu í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. En það er stórt en. Fram varð bikarmeistari á ævintýralegan hátt eftir sigur á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni. Framarar lentu tvisvar sinnum tveimur mörkum undir í leiknum en komu til baka og í vítaspyrnukeppninni reyndist Ögmundur Kristinsson örlagavaldurinn. Hann lyfti svo bikarnum í leikslok. Þetta var fyrsti titill Fram síðan 1990, eða í 23 ár. Þá var Ríkharður leikmaður Fram. Hann hélt ekki áfram að þjálfa liðið eftir tímabilið 2013. Fram féll árið eftir og síðustu ár hafa verið hálfgerð sorgarsaga hjá þessu gamla stórveldi. Hvað Ríkharð varðar hefur hann ekki þjálfað síðan hann hætti hjá Fram. Enginn hefur stýrt Breiðabliki lengur en Ólafur Kristjánsson. Í dag er hann þjálfari FH.vísir/bára Ólafur Kristjánsson (Breiðablik), 2006 Þjálfaraferill Ólafs Kristjánssonar á Íslandi byrjaði ekki með neinum látum. Undir hans stjórn hélt Fram sér naumlega uppi 2004 en féll ári seinna. Þrátt fyrir það hóaði Breiðablik í Ólaf þegar Bjarni Jóhannsson hætti um mitt tímabil 2006. Það reyndist frábær ákvörðun. Ólafur byrjaði á að skrúfa fyrir lekann í vörninni og Breiðablik fékk aðeins eitt mark á sig í fyrstu þremur leikjunum undir hans stjórn. Blikar voru taplausir í síðustu fjórum leikjum tímabilsins og enduðu í 5. sæti sem var besti árangur þeirra síðan 1999. Þetta var samt bara byrjunin. Ólafur stýrði Breiðabliki til 2014 og undir hans stjórn vann liðið tvo stóra titla og skipaði sér í hóp stóru strákanna í íslenskum fótbolta. Sigurður Dagsson stýrði Valsskútunni í höfn sumarið 1983.úrklippa úr dv Sigurður Dagsson (Valur), 1983 Til ársins 1999 gat Valur státað af því að hafa aldrei fallið úr efstu deild karla. Það stóð þó nokkrum sinnum tæpt, eins og tímabilið 1983. Valsmenn unnu fyrstu tvo leiki sína en í næstu níu umferðum vannst aðeins einn sigur. Þá var þolinmæði stjórnarmanna Vals á þrotum og Þjóðverjinn Claus Peter var rekinn. Hann skildi við Val í 8. sæti deildarinnar með tíu stig. Við starfi Peters tók Sigurður Dagsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og hetjan frá leik Vals og Benfica 1968. Valsmenn unnu 3-0 sigur á Eyjamönnum í fyrsta leiknum undir stjórn Sigurðar en næstu þrír leikir töpuðust og þegar þrjár umferðir var Valur í fallsæti. Valsmenn unnu hins vegar síðustu þrjá leiki sína og björguðu sér frá falli með 3-0 sigri á Eyjamönnum í lokaumferðinni. Valur endaði í 5. sæti og var aðeins tveimur stigum frá 2. sætinu á þessu síðasta tímabili með tveggja stiga reglunni. Sigurður var endurráðinn þjálfari Vals en hætti í ársbyrjun 1984. Logi hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli.vísir/bára Logi Ólafsson (ÍA), 1997 Fyrir tímabilið 1997 réði ÍA hinn skrautlega Ivan Golac. Því hefðu Skagamenn betur sleppt. Hann var látinn fara eftir tap fyrir Leiftri á Ólafsfirði um miðjan júlí og Skagamenn hóuðu þá í Loga Ólafsson. Hann þekkti vel til hjá ÍA enda hafði hann gert liðið að Íslandsmeisturum 1995. Þegar hann tók við var ÍA í 3. sæti með 19 stig eftir ellefu leiki, fimm stigum frá toppliði ÍBV, og það sem verra var, þá voru Skagamenn ekki í formi eftir slakt undirbúningstímabil. Logi þurfti því bæði að koma liðinu í stand og ná í úrslit. Og hann gerði hvort tveggja. ÍA vann fyrstu fjóra leikina undir stjórn Loga og þjarmaði að ÍBV. En tap fyrir Val í 16. umferð gerði út um titilvonir ÍA. Skagamenn enduðu í 2. sæti deildarinnar og fengu 16 stig í sjö leikjum undir stjórn Loga. Eftir stendur spurningin hvort ÍA hefði unnið sjötta titilinn í röð ef Logi hefði tekið fyrr við? Líkurnar hefðu allavega verið meiri en með Golac á hliðarlínunni. Svo mikið er víst. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Íslenski boltinn ÍA KR Valur Keflavík ÍF Fram Breiðablik Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Vísir fer yfir bestu innkomur þjálfara í efstu deild karla í fótbolta í gegnum tíðina. Þar er átt við þjálfara sem tóku við liði þegar tímabilið var hafið og sneru gengi þess við. Hér fyrir neðan má lesa um tíu bestu þjálfarainnkomur í sögu efstu deildar. Íslandsmeistarar ÍA 1960.úrklippa úr morgunblaðinu Guðjón Finnbogason (ÍA), 1960 Eftir því sem næst verður komist hefur það aðeins einu sinni gerst að þjálfari sem tekur við á miðju tímabili hafi gert lið að Íslandsmeisturum. Það afrekaði Guðjón Finnbogason með ÍA fyrir 60 árum. Eftir fimm umferðir tímabilið 1960 hætti Ríkharður Jónsson sem þjálfari ÍA vegna ágreinings um agareglur. Þá voru Skagamenn með sex stig. Við tók Guðjón sem lék lengi með ÍA og varð fimm sinnum meistari með liðinu. Skagamenn unnu fyrstu þrjá leikina undir hans stjórn með markatölunni 16-3 og gerðu svo jafntefli við Valsmenn. Í lokaumferðinni mætti ÍA KR í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Laugardalsvelli. Skagamenn unnu 1-0 sigur og urðu þar með Íslandsmeistarar í sjötta sinn. Guðjón þjálfaði ÍA einnig tímabilin 1964 og 1965 þegar liðið endaði í 2. sæti. Hann hellti sér síðan út í dómgæslu og varð alþjóðlegur dómari. Guðjón lést 2017. Willum Þór er í dag þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar.vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson (KR), 2016 Willum hafði ekki þjálfað meistaraflokk í þrjú ár þegar kallið frá KR kom á miðju sumri 2016. Eins og Willum sagði í viðtali skömmu eftir að hann var ráðinn hafði KR nokkrum sinnum sagt nei við hann en hann aldrei sagt nei við KR. Þegar Willum tók við af Bjarna Guðjónssyni var KR í 10. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir níu leiki. Willum var fljótur að berja í brestina og KR-ingar fóru á mikið flug. Í 13 deildarleikjum undir stjórn Willums fékk KR 29 stig, eða 2,2 stig að meðaltali í leik, og fékk aðeins níu mörk á sig. KR-ingar unnu síðustu fimm leikina sína og tryggðu sér Evrópusæti með 3-0 sigri á Fylkismönnum í lokaumferðinni. Ótrúlegur viðsnúningur sem sýndi glögglega að Willum hafði engu gleymt. Hann stýrði KR 2017 en settist svo aftur á þing. Kristinn Björnsson sneri gengi Vals eftirminnilega við tímabilið 1995.úrklippa úr helgarpóstinum Kristinn Björnsson (Valur), 1995 Skíðamaðurinn Kristinn Björnsson vann sitt mesta íþróttafrek 1997. Tveimur árum fyrr vann nafni hans sitt mesta þjálfaraafrek þegar hann sneri gengi Vals eftirminnilega við. Kristinn þjálfaði Val 1993 og 1994 en Hörður Hilmarsson tók við fyrir tímabilið 1995. Það byrjaði hörmulega, með 8-1 tapi fyrir ÍBV, og eftir ellefu umferðir var Hörður látinn fara. Valsmenn leituðu ekki langt yfir skammt og réðu Kristin á ný. Hans beið erfitt verkefni enda var Valur á botni deildarinnar með einungis sjö stig og markatöluna 10-25. Valsmenn gerðu jafntefli við Keflvíkinga í fyrsta leiknum undir stjórn Kristins og unnu svo næstu fjóra leiki. Þegar uppi var staðið enduðu Valsmenn í 7. sæti og björguðu sér örugglega frá falli. Þeir unnu fimm af sjö deildarleikjum undir stjórn Kristins, gerðu eitt jafntefli og töpuðu aðeins einum leik, fyrir Íslandsmeisturunum Skagamanna. Rúnar Kristinsson hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikartitla sem þjálfari KR.vísir/daníel Rúnar Kristinsson (KR), 2010 Eftir að hafa unnið allt og alla á undirbúningstímabilinu fékk KR aðeins eitt stig í tveimur fyrstu leikjunum í Pepsi-deildinni 2010 sem voru gegn nýliðum Hauka og Selfoss á heimavelli. KR-ingar voru lengi að jafna sig á þessari martraðarbyrjun og eftir 3-3 jafntefli við Hauka um miðjan júlí var Logi Ólafsson látinn fara. Við tók einn dáðasti sonur KR, Rúnar Kristinsson. KR vann fyrstu sex deildarleikina undir hans stjórn og komst í bikarúrslit. KR-ingar töpuðu 4-0 fyrir FH-ingum í úrslitaleiknum og gáfu eftir á lokasprettinum í deildinni. En grunnurinn var lagður og ári seinna vann KR tvöfalt. Liðið vann alls fimm stóra titla áður en Rúnar fór til Lilleström eftir tímabilið 2014. Hann tók aftur við KR 2017 og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrra. ÍA þótti spila afar aðlaðandi fótbolta undir stjórn tvíburanna sumarið 2006.úrklippur úr fréttablaðinu Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir (ÍA), 2006 Þótt stundum sé talað um Arnar Gunnlaugsson sem nýliða í þjálfun var hans fyrsta þjálfaragigg í efstu deild fyrir 14 árum. Þrátt fyrir að hafa á afar góðu liði að skipa gekk hvorki né rak hjá Skagamönnum í upphafi tímabils 2006 og eftir níu umferðir hætti Ólafur Þórðarson sem þjálfari liðsins. Arnar og Bjarki tóku við sem spilandi þjálfarar en þeir voru þá nýgræðingar í þjálfun. Og verkefnið sem þeir fengu í hendurnar var krefjandi. Skagamenn voru á botni deildarinnar með sex stig, fimm stigum frá öruggu sæti. Undir stjórn tvíburanna spilaði ÍA mjög skemmtilegan en jafnframt árangursríkan fótbolta. Skagamenn unnu fyrstu tvo leikina undir stjórn Arnars og Bjarka og töpuðu aðeins einum leik undir stjórn þeirra. ÍA komst loks upp úr fallsæti í næstsíðustu umferðinni og endaði í 6. sæti. Í níu deildarleikjum undir stjórn Arnars og Bjarka náðu Skagamenn í 16 stig. Þeir fengu ekki að halda áfram með liðið en tóku aftur við því í álíka erfiðri stöðu 2008. Þá tókst ekki að bjarga liðinu frá falli og þeir hættu um mitt sumar 2009. Pétur Pétursson lék með Gunnari Oddssyni hjá KR og þjálfaði hann svo í Keflavík.úrklippa úr víkurfréttum Pétur Pétursson (Keflavík), 1994 Bíddu, ha? Já, Pétur Pétursson var einu sinni þjálfari Keflavíkur. Eftir að hafa þjálfað á Sauðárkróki fékk hann sitt fyrsta tækifæri sem þjálfari í efstu deild hjá Keflavík sumarið 1994. Gamli þjálfarinn hans Péturs hjá KR, Ian Ross, hætti skyndilega hjá liðinu í júlíbyrjun og þá leituðu Keflvíkingar til Skagamannsins. Og það var kannski vel við hæfi að fyrsti leikurinn hans við stjórnvölinn væri gegn ÍA á Akranesi. Keflvíkingar gerðu sér þá lítið fyrir og urðu fyrsta liðið til að vinna Íslandsmeistarana síðan Framarar afrekuðu það í 4. umferð árið á undan. Pétur náði góðum árangri með Keflavík og skilaði liðinu í 3. sæti Trópí-deildarinnar. Liðið fékk 28 stig í ellefu leikjum undir stjórn Péturs og vann báða leikina gegn Íslandsmeisturum ÍA. Keflvíkingar skoruðu einnig flest mörk allra liða í deildinni (36). Þrátt fyrir þetta var Pétur ekki enduráðinn þjálfari Keflavíkur. Ríkharður hefur ekki starfað við þjálfun síðan hann hætti hjá Fram eftir tímabilið 2013.vísir/vilhelm Ríkharður Daðason (Fram), 2013 Eftir að hafa stýrt Fram í fimm ár hætti Þorvaldur Örlygsson þegar fimm umferðir voru búnar af tímabilinu 2013. Við starfi hans tók Ríkharður Daðason sem hafði aldrei þjálfað meistaraflokk áður. Hann stýrði Fram í 17 deildarleikjum og árangurinn var satt að segja ekkert spes. Framarar náðu aðeins í 17 stig undir stjórn Ríkharðs og enduðu í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. En það er stórt en. Fram varð bikarmeistari á ævintýralegan hátt eftir sigur á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni. Framarar lentu tvisvar sinnum tveimur mörkum undir í leiknum en komu til baka og í vítaspyrnukeppninni reyndist Ögmundur Kristinsson örlagavaldurinn. Hann lyfti svo bikarnum í leikslok. Þetta var fyrsti titill Fram síðan 1990, eða í 23 ár. Þá var Ríkharður leikmaður Fram. Hann hélt ekki áfram að þjálfa liðið eftir tímabilið 2013. Fram féll árið eftir og síðustu ár hafa verið hálfgerð sorgarsaga hjá þessu gamla stórveldi. Hvað Ríkharð varðar hefur hann ekki þjálfað síðan hann hætti hjá Fram. Enginn hefur stýrt Breiðabliki lengur en Ólafur Kristjánsson. Í dag er hann þjálfari FH.vísir/bára Ólafur Kristjánsson (Breiðablik), 2006 Þjálfaraferill Ólafs Kristjánssonar á Íslandi byrjaði ekki með neinum látum. Undir hans stjórn hélt Fram sér naumlega uppi 2004 en féll ári seinna. Þrátt fyrir það hóaði Breiðablik í Ólaf þegar Bjarni Jóhannsson hætti um mitt tímabil 2006. Það reyndist frábær ákvörðun. Ólafur byrjaði á að skrúfa fyrir lekann í vörninni og Breiðablik fékk aðeins eitt mark á sig í fyrstu þremur leikjunum undir hans stjórn. Blikar voru taplausir í síðustu fjórum leikjum tímabilsins og enduðu í 5. sæti sem var besti árangur þeirra síðan 1999. Þetta var samt bara byrjunin. Ólafur stýrði Breiðabliki til 2014 og undir hans stjórn vann liðið tvo stóra titla og skipaði sér í hóp stóru strákanna í íslenskum fótbolta. Sigurður Dagsson stýrði Valsskútunni í höfn sumarið 1983.úrklippa úr dv Sigurður Dagsson (Valur), 1983 Til ársins 1999 gat Valur státað af því að hafa aldrei fallið úr efstu deild karla. Það stóð þó nokkrum sinnum tæpt, eins og tímabilið 1983. Valsmenn unnu fyrstu tvo leiki sína en í næstu níu umferðum vannst aðeins einn sigur. Þá var þolinmæði stjórnarmanna Vals á þrotum og Þjóðverjinn Claus Peter var rekinn. Hann skildi við Val í 8. sæti deildarinnar með tíu stig. Við starfi Peters tók Sigurður Dagsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og hetjan frá leik Vals og Benfica 1968. Valsmenn unnu 3-0 sigur á Eyjamönnum í fyrsta leiknum undir stjórn Sigurðar en næstu þrír leikir töpuðust og þegar þrjár umferðir var Valur í fallsæti. Valsmenn unnu hins vegar síðustu þrjá leiki sína og björguðu sér frá falli með 3-0 sigri á Eyjamönnum í lokaumferðinni. Valur endaði í 5. sæti og var aðeins tveimur stigum frá 2. sætinu á þessu síðasta tímabili með tveggja stiga reglunni. Sigurður var endurráðinn þjálfari Vals en hætti í ársbyrjun 1984. Logi hefur komið víða við á löngum þjálfaraferli.vísir/bára Logi Ólafsson (ÍA), 1997 Fyrir tímabilið 1997 réði ÍA hinn skrautlega Ivan Golac. Því hefðu Skagamenn betur sleppt. Hann var látinn fara eftir tap fyrir Leiftri á Ólafsfirði um miðjan júlí og Skagamenn hóuðu þá í Loga Ólafsson. Hann þekkti vel til hjá ÍA enda hafði hann gert liðið að Íslandsmeisturum 1995. Þegar hann tók við var ÍA í 3. sæti með 19 stig eftir ellefu leiki, fimm stigum frá toppliði ÍBV, og það sem verra var, þá voru Skagamenn ekki í formi eftir slakt undirbúningstímabil. Logi þurfti því bæði að koma liðinu í stand og ná í úrslit. Og hann gerði hvort tveggja. ÍA vann fyrstu fjóra leikina undir stjórn Loga og þjarmaði að ÍBV. En tap fyrir Val í 16. umferð gerði út um titilvonir ÍA. Skagamenn enduðu í 2. sæti deildarinnar og fengu 16 stig í sjö leikjum undir stjórn Loga. Eftir stendur spurningin hvort ÍA hefði unnið sjötta titilinn í röð ef Logi hefði tekið fyrr við? Líkurnar hefðu allavega verið meiri en með Golac á hliðarlínunni. Svo mikið er víst.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Íslenski boltinn ÍA KR Valur Keflavík ÍF Fram Breiðablik Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira