Hamslausar skerðingar Ólafur Ísleifsson skrifar 7. apríl 2020 18:36 Félagsmálaráðherra hefur nýlega svarað fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra er til vitnis um nánast ómannúðlegar skerðingar. Þannig mega um 39 þúsund af 44 þúsund eldri borgurum sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Gagnvart þessu fólki birtast iðgjöld sem greidd hafa verið af launum árum saman eins og þetta hafi verið viðbótarskattgreiðslur en ekki áunninn réttur til lífeyris. Skerðingar eldri borgara námu 39 milljörðum króna árið 2018 Þessar skerðingar gera fólki nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti eðlislægrar sjálfsbjargarviðleitni. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almannatrygginga vegna atvinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna getur numið yfir 80%. Fólk í þessari aðstöðu býr í þessu tilliti við skattprósentu sem þætti há væri hún lögð á ofurlaun. Hirt er af fólki af slíku hamsleysi að tekjur þess sem eftir standa hrökkva naumast fyrir kostnaði við að afla teknanna. Allar bjargir bannaðar Ítrekaðar tilraunir greinarhöfundar og fleiri þingmanna til að fá ríkisstjórnina til að ganga hóflegar fram í þessu efni hafa mætt andspyrnu stjórnvalda. Undir lok ársins 2017 tókst þó fyrir mikla baráttu í samfélaginu að fá viðmiðunarfjárhæð vegna atvinnutekna hækkaða úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur, sem hefur staðið óbreytt síðan. Ekki hefur takist að rýmka þessa skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, jafnvel þó að fyrir liggi úttekt, sem ekki hafa verið bornar brigður á, að það kosti ríkissjóð sama og ekki neitt, enda komi auknar skatttekjur þar á móti. Svar ráðherra gefur til kynna að aldraðir veigri sér við að sækja vinnu í ljósi þess að fólk heldur ekki nema nálægt 20% eftir af tekjum sínum, þegar greiddur hefur verið tekjuskattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%. Aðeins 1.442 eldri borgarar af um 39 þúsundum sem njóta greiðslna úr Tryggingastofnun öfluðu tekna með vinnu 2018. Þannig er sýnt að fjöldi fólks telji ekki mögulegt að bæta hag sinn með atvinnu þegar við blasir svo hamslaus skattlagning sem raun ber vitni. Þessar skerðingar vegna atvinnutekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu, þar sem aukin lífsgæði fylgja virkri þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerðingum, sem þeir búa við. Lagði flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður. Hverfa ber frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnutekna. Draga ber einnig úr skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Engar hækkanir eða viðbótarbætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygginga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síður er minnst á þessa hópa í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna eins og sjálfsagt ætti að vera en hefur ekki verið gert. Miðflokkurinn hefur mótaðar tillögur í þessum efnum. Hann mun ekki þola framhald á hóflausum skerðingum til að ryksuga fé upp úr vösum lífeyrisfólks í því skyni að fegra stöðu ríkissjóðs um milljarðatugi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Alþingi Félagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur nýlega svarað fyrirspurn frá höfundi um skerðingar sem eldra fólki er gert að þola á greiðslum almannatrygginga. Svar ráðherra er til vitnis um nánast ómannúðlegar skerðingar. Þannig mega um 39 þúsund af 44 þúsund eldri borgurum sem njóta greiðslna frá Tryggingastofnun þola skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Gagnvart þessu fólki birtast iðgjöld sem greidd hafa verið af launum árum saman eins og þetta hafi verið viðbótarskattgreiðslur en ekki áunninn réttur til lífeyris. Skerðingar eldri borgara námu 39 milljörðum króna árið 2018 Þessar skerðingar gera fólki nánast ókleift að bæta hag sinn með aukinni vinnu í krafti eðlislægrar sjálfsbjargarviðleitni. Dæmin eru skýr. Skerðingar bóta almannatrygginga vegna atvinnutekna hefjast við 100 þúsund krónur á mánuði. Samanlögð skerðing og skattlagning tekna á tekjubilinu 25 þús. til 570 þús. króna getur numið yfir 80%. Fólk í þessari aðstöðu býr í þessu tilliti við skattprósentu sem þætti há væri hún lögð á ofurlaun. Hirt er af fólki af slíku hamsleysi að tekjur þess sem eftir standa hrökkva naumast fyrir kostnaði við að afla teknanna. Allar bjargir bannaðar Ítrekaðar tilraunir greinarhöfundar og fleiri þingmanna til að fá ríkisstjórnina til að ganga hóflegar fram í þessu efni hafa mætt andspyrnu stjórnvalda. Undir lok ársins 2017 tókst þó fyrir mikla baráttu í samfélaginu að fá viðmiðunarfjárhæð vegna atvinnutekna hækkaða úr 25 þúsund krónum í 100 þúsund krónur, sem hefur staðið óbreytt síðan. Ekki hefur takist að rýmka þessa skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, jafnvel þó að fyrir liggi úttekt, sem ekki hafa verið bornar brigður á, að það kosti ríkissjóð sama og ekki neitt, enda komi auknar skatttekjur þar á móti. Svar ráðherra gefur til kynna að aldraðir veigri sér við að sækja vinnu í ljósi þess að fólk heldur ekki nema nálægt 20% eftir af tekjum sínum, þegar greiddur hefur verið tekjuskattur og útsvar og búið er að skerða greiðslur almannatrygginga um 45%. Aðeins 1.442 eldri borgarar af um 39 þúsundum sem njóta greiðslna úr Tryggingastofnun öfluðu tekna með vinnu 2018. Þannig er sýnt að fjöldi fólks telji ekki mögulegt að bæta hag sinn með atvinnu þegar við blasir svo hamslaus skattlagning sem raun ber vitni. Þessar skerðingar vegna atvinnutekna ganga gegn sjónarmiðum um lýðheilsu, þar sem aukin lífsgæði fylgja virkri þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Raunhæfar tillögur til úrbóta Miðflokkurinn vill bæta hag lífeyrisfólks og hverfa frá hinum hóflausu skerðingum, sem þeir búa við. Lagði flokkurinn fram raunhæfar og fullfjármagnaðar tillögur í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga. Þær hefði þess vegna mátt framkvæma þegar í stað og rétt væri að hafa þær með í aðgerðum ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður. Hverfa ber frá skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna atvinnutekna. Draga ber einnig úr skerðingum greiðslna almannatrygginga vegna lífeyris- og fjármagnstekna. Engar hækkanir eða viðbótarbætur eru boðaðar á greiðslum almannatrygginga á þessu ári umfram 3,5% hækkun frá 1. janúar 2020. Því síður er minnst á þessa hópa í björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem virðist hafa gleymt þessu fólki. Ákveða ber að greiðslur almannatrygginga fylgi ákvæðum lífskjarasamninganna eins og sjálfsagt ætti að vera en hefur ekki verið gert. Miðflokkurinn hefur mótaðar tillögur í þessum efnum. Hann mun ekki þola framhald á hóflausum skerðingum til að ryksuga fé upp úr vösum lífeyrisfólks í því skyni að fegra stöðu ríkissjóðs um milljarðatugi. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun