Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2020 12:00 Kórónuveirusmit greindist hjá stafsmanni apóteksins á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Hann hefur verið settur í einangrun og tveir samstarfsmenn settir í sóttkví. Ekki er talið að smit hafi borist til heimilismanna. Vísir/Vilhelm Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Næstu dagar segja til um hvort toppi kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi sé náð. Yfirlögregluþjónn segir fleiri hafa veikst alvarlega síðasta sólarhringinn og að fleiri hafi verið lagðir inn á gjörgæslu. Smitið uppgötvaðist hjá starfsmanni apóteksins á dvalarheimilinu og hefur hann verið settur í einangrun. Tveir aðrir samstarfsmenn hafa verið settir í sóttkví. Þetta staðfestir Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í samtali við fréttastofu en áréttar að ekkert smit hafi komið upp meðal heimilismanna. Þá segir hann að samneyti starfsmanna apóteksins og heimilismanna sé afar takmarkað og að vel fylgst verði með þróun mála á dvalarheimilinu. Ástandið stöðugt í Bolungarvík Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er ástandið stöðugt að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Engin fleiri smit hafa komið upp en fjórir heimilismenn eru með staðfest Covid-19 smit. Tveir aðrir voru, á síðustu dögum, fluttir á sjúkrahús vegna veirunnar. Færri smit í gær þýðir ekki að toppnum sé náð Eins og fram kom í fréttum í gær greindust óvenju fáir með kórónuveiruna sólarhringinn þar á undan. Á síðunni Covid.is kemur fram að þrjátíu og níu liggi á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og af þeim séu þrettán á gjörgæslu. Þá eru staðfest smit tæplega sextán hundruð. Uppfærðar tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm „Næstu dagar krítískir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til þess að vera heima um páskana. Hann segir næstu daga krítíska í faraldrinum. „Við erum svona að nálgast það að komast á toppinn í þessum faraldri og erum kannski að fara í gegnum viðkvæmasta tímann núna. Eins og þið sjáið í fréttunum núna hvað eru margir á gjörgæslu. Hvað er mikið af veiku fólki út um allt land sem þarf að flytja með sjúkraflugi til Akureyrar og til Reykjavíkur og við erum bara á rosalegaum krítískum tíma núna. Heilbrigðiskerfið þarf á öllu sínu að halda til að berjast við Covid núna,“ segir Víðir. Fleiri alvarlega veikir og fleiri á gjörgæslu „Þið sjáið bara fréttirnar í morgun og þið sjáið hvernig þetta var í gærkvöldi og þetta er að versna í dag. Það eru að koma slæmar fréttir í dag líka. Það eru fleiri að leggjast á gjörgæslu og það eru fleiri að veikjast alvarlega þannig að við þurfum að halda áfram. Þetta er ekkert búið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51 Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Næstu dagar segja til um hvort toppi kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi sé náð. Yfirlögregluþjónn segir fleiri hafa veikst alvarlega síðasta sólarhringinn og að fleiri hafi verið lagðir inn á gjörgæslu. Smitið uppgötvaðist hjá starfsmanni apóteksins á dvalarheimilinu og hefur hann verið settur í einangrun. Tveir aðrir samstarfsmenn hafa verið settir í sóttkví. Þetta staðfestir Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í samtali við fréttastofu en áréttar að ekkert smit hafi komið upp meðal heimilismanna. Þá segir hann að samneyti starfsmanna apóteksins og heimilismanna sé afar takmarkað og að vel fylgst verði með þróun mála á dvalarheimilinu. Ástandið stöðugt í Bolungarvík Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er ástandið stöðugt að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Engin fleiri smit hafa komið upp en fjórir heimilismenn eru með staðfest Covid-19 smit. Tveir aðrir voru, á síðustu dögum, fluttir á sjúkrahús vegna veirunnar. Færri smit í gær þýðir ekki að toppnum sé náð Eins og fram kom í fréttum í gær greindust óvenju fáir með kórónuveiruna sólarhringinn þar á undan. Á síðunni Covid.is kemur fram að þrjátíu og níu liggi á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og af þeim séu þrettán á gjörgæslu. Þá eru staðfest smit tæplega sextán hundruð. Uppfærðar tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm „Næstu dagar krítískir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til þess að vera heima um páskana. Hann segir næstu daga krítíska í faraldrinum. „Við erum svona að nálgast það að komast á toppinn í þessum faraldri og erum kannski að fara í gegnum viðkvæmasta tímann núna. Eins og þið sjáið í fréttunum núna hvað eru margir á gjörgæslu. Hvað er mikið af veiku fólki út um allt land sem þarf að flytja með sjúkraflugi til Akureyrar og til Reykjavíkur og við erum bara á rosalegaum krítískum tíma núna. Heilbrigðiskerfið þarf á öllu sínu að halda til að berjast við Covid núna,“ segir Víðir. Fleiri alvarlega veikir og fleiri á gjörgæslu „Þið sjáið bara fréttirnar í morgun og þið sjáið hvernig þetta var í gærkvöldi og þetta er að versna í dag. Það eru að koma slæmar fréttir í dag líka. Það eru fleiri að leggjast á gjörgæslu og það eru fleiri að veikjast alvarlega þannig að við þurfum að halda áfram. Þetta er ekkert búið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51 Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30
Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51
Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36