Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2020 12:00 Kórónuveirusmit greindist hjá stafsmanni apóteksins á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Hann hefur verið settur í einangrun og tveir samstarfsmenn settir í sóttkví. Ekki er talið að smit hafi borist til heimilismanna. Vísir/Vilhelm Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Næstu dagar segja til um hvort toppi kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi sé náð. Yfirlögregluþjónn segir fleiri hafa veikst alvarlega síðasta sólarhringinn og að fleiri hafi verið lagðir inn á gjörgæslu. Smitið uppgötvaðist hjá starfsmanni apóteksins á dvalarheimilinu og hefur hann verið settur í einangrun. Tveir aðrir samstarfsmenn hafa verið settir í sóttkví. Þetta staðfestir Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í samtali við fréttastofu en áréttar að ekkert smit hafi komið upp meðal heimilismanna. Þá segir hann að samneyti starfsmanna apóteksins og heimilismanna sé afar takmarkað og að vel fylgst verði með þróun mála á dvalarheimilinu. Ástandið stöðugt í Bolungarvík Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er ástandið stöðugt að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Engin fleiri smit hafa komið upp en fjórir heimilismenn eru með staðfest Covid-19 smit. Tveir aðrir voru, á síðustu dögum, fluttir á sjúkrahús vegna veirunnar. Færri smit í gær þýðir ekki að toppnum sé náð Eins og fram kom í fréttum í gær greindust óvenju fáir með kórónuveiruna sólarhringinn þar á undan. Á síðunni Covid.is kemur fram að þrjátíu og níu liggi á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og af þeim séu þrettán á gjörgæslu. Þá eru staðfest smit tæplega sextán hundruð. Uppfærðar tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm „Næstu dagar krítískir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til þess að vera heima um páskana. Hann segir næstu daga krítíska í faraldrinum. „Við erum svona að nálgast það að komast á toppinn í þessum faraldri og erum kannski að fara í gegnum viðkvæmasta tímann núna. Eins og þið sjáið í fréttunum núna hvað eru margir á gjörgæslu. Hvað er mikið af veiku fólki út um allt land sem þarf að flytja með sjúkraflugi til Akureyrar og til Reykjavíkur og við erum bara á rosalegaum krítískum tíma núna. Heilbrigðiskerfið þarf á öllu sínu að halda til að berjast við Covid núna,“ segir Víðir. Fleiri alvarlega veikir og fleiri á gjörgæslu „Þið sjáið bara fréttirnar í morgun og þið sjáið hvernig þetta var í gærkvöldi og þetta er að versna í dag. Það eru að koma slæmar fréttir í dag líka. Það eru fleiri að leggjast á gjörgæslu og það eru fleiri að veikjast alvarlega þannig að við þurfum að halda áfram. Þetta er ekkert búið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51 Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Næstu dagar segja til um hvort toppi kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi sé náð. Yfirlögregluþjónn segir fleiri hafa veikst alvarlega síðasta sólarhringinn og að fleiri hafi verið lagðir inn á gjörgæslu. Smitið uppgötvaðist hjá starfsmanni apóteksins á dvalarheimilinu og hefur hann verið settur í einangrun. Tveir aðrir samstarfsmenn hafa verið settir í sóttkví. Þetta staðfestir Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar í samtali við fréttastofu en áréttar að ekkert smit hafi komið upp meðal heimilismanna. Þá segir hann að samneyti starfsmanna apóteksins og heimilismanna sé afar takmarkað og að vel fylgst verði með þróun mála á dvalarheimilinu. Ástandið stöðugt í Bolungarvík Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er ástandið stöðugt að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Engin fleiri smit hafa komið upp en fjórir heimilismenn eru með staðfest Covid-19 smit. Tveir aðrir voru, á síðustu dögum, fluttir á sjúkrahús vegna veirunnar. Færri smit í gær þýðir ekki að toppnum sé náð Eins og fram kom í fréttum í gær greindust óvenju fáir með kórónuveiruna sólarhringinn þar á undan. Á síðunni Covid.is kemur fram að þrjátíu og níu liggi á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunnar og af þeim séu þrettán á gjörgæslu. Þá eru staðfest smit tæplega sextán hundruð. Uppfærðar tölur verða birtar klukkan eitt í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm „Næstu dagar krítískir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til þess að vera heima um páskana. Hann segir næstu daga krítíska í faraldrinum. „Við erum svona að nálgast það að komast á toppinn í þessum faraldri og erum kannski að fara í gegnum viðkvæmasta tímann núna. Eins og þið sjáið í fréttunum núna hvað eru margir á gjörgæslu. Hvað er mikið af veiku fólki út um allt land sem þarf að flytja með sjúkraflugi til Akureyrar og til Reykjavíkur og við erum bara á rosalegaum krítískum tíma núna. Heilbrigðiskerfið þarf á öllu sínu að halda til að berjast við Covid núna,“ segir Víðir. Fleiri alvarlega veikir og fleiri á gjörgæslu „Þið sjáið bara fréttirnar í morgun og þið sjáið hvernig þetta var í gærkvöldi og þetta er að versna í dag. Það eru að koma slæmar fréttir í dag líka. Það eru fleiri að leggjast á gjörgæslu og það eru fleiri að veikjast alvarlega þannig að við þurfum að halda áfram. Þetta er ekkert búið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51 Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30
Tuttugu og fjögur smit bætast við á milli daga Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.586 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 24 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 7. apríl 2020 12:51
Birtir til á Bergi eftir að liðsauki barst að sunnan Fjórir heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík eru með staðfest Covid-19 smit. 7. apríl 2020 12:36