Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 18:53 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. Þetta kom fram í viðtali við Boga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Því að það eru mikil tækifæri til þess að gera breytingar á þessum samningum sem hafa eins og komið hefur fram langa sögu og eru flóknir. Það er hægt að breyta þeim og auka vinnuframlag og framleiðni, en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur fólks. Ég er bjartsýnn á að við setjumst niður aftur og finnum lausn á þessu máli,“ segir Bogi. Bogi segir það verða að koma í ljós hvort af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair verði eftir átta daga, hafi samningar við flugfreyjur ekki náðst. Bogi hefur áður sagt að fjárfestar geri kröfu um að langtímasamningar milli Icelandair og starfsmanna félagsins náist. „Eins og hefur komið fram erum við að fara í þetta útboð á þessum miklu óvissutímum og það er krefjandi að selja nýtt hlutafé í þessari stöðu, þannig að við þurfum að sýna fram á að framtíðin sé björt og ákveðinn fyrirsjáanleika hvað varðar þennan kostnaðarlið hjá okkur, því við eigum að geta haft, í rauninni, stjórn á honum,“ segir Bogi. Vongóður um að samningar við flugmenn náist Samninganefndir flugmanna og Icelandair hafa fundað í dag, og gera enn þegar þetta er skrifað. Góður gangur er sagður í viðræðunum. „Menn sitja og ræða málin núna, þannig að þetta er allavega í gangi, sem er gott. Það er verið að fara yfir hlutina og við erum að reyna að ná saman,“ segir Bogi. Aðspurður segist hann ekki viss hvort samningar náist í kvöld. Hann sé þó vongóður um að aðilar nái saman að endingu. „Ég er vongóður um að samningar takist, spurning hvort það gerist í kvöld.“ Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. Þetta kom fram í viðtali við Boga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Því að það eru mikil tækifæri til þess að gera breytingar á þessum samningum sem hafa eins og komið hefur fram langa sögu og eru flóknir. Það er hægt að breyta þeim og auka vinnuframlag og framleiðni, en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur fólks. Ég er bjartsýnn á að við setjumst niður aftur og finnum lausn á þessu máli,“ segir Bogi. Bogi segir það verða að koma í ljós hvort af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair verði eftir átta daga, hafi samningar við flugfreyjur ekki náðst. Bogi hefur áður sagt að fjárfestar geri kröfu um að langtímasamningar milli Icelandair og starfsmanna félagsins náist. „Eins og hefur komið fram erum við að fara í þetta útboð á þessum miklu óvissutímum og það er krefjandi að selja nýtt hlutafé í þessari stöðu, þannig að við þurfum að sýna fram á að framtíðin sé björt og ákveðinn fyrirsjáanleika hvað varðar þennan kostnaðarlið hjá okkur, því við eigum að geta haft, í rauninni, stjórn á honum,“ segir Bogi. Vongóður um að samningar við flugmenn náist Samninganefndir flugmanna og Icelandair hafa fundað í dag, og gera enn þegar þetta er skrifað. Góður gangur er sagður í viðræðunum. „Menn sitja og ræða málin núna, þannig að þetta er allavega í gangi, sem er gott. Það er verið að fara yfir hlutina og við erum að reyna að ná saman,“ segir Bogi. Aðspurður segist hann ekki viss hvort samningar náist í kvöld. Hann sé þó vongóður um að aðilar nái saman að endingu. „Ég er vongóður um að samningar takist, spurning hvort það gerist í kvöld.“
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
„Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37
Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18
Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21