Handbolti

Handboltafólk og þjálfarar í HK afþakka laun

Anton Ingi Leifsson skrifar
HK var í 4. sæti Olís deildar kvenna er deildin var blásin af.
HK var í 4. sæti Olís deildar kvenna er deildin var blásin af. Vísir/Bára

Meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta hjá HK sem og þjálfarar liðanna hafa ákveðið að þiggja ekki laun það sem eftir lifir tímabilsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu HK nú undir kvöld en handboltatímabilið var blásið af á dögunum. Þrátt fyirr það gilda flestir samningar fram á sumar og hafa meistaraflokkarnir tekið sig saman og afþakkað laun.

„Það er ljóst að svona niðurstaða verður ekki til nema með skilning, samkennd og samvinnu. Handknattleiksdeild HK er gríðarlega stolt af sínum þjálfurum og leikmönnum fyrir að fara þessa leið og er ég sem formaður hrærður yfir þessari samvinnu og jákvæðni sem allir hafa sýnt félaginu,“ skrifaði Brynjar Valsteinsson í tilkynninguna.

HK féll úr Olís-deild karla en kvennalið félagsins endaði í 4. sæti Olís-deildar kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×