Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2020 21:44 Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undirskriftin fór fram undir berum himni í porti Vegagerðarinnar en vegamálastjóri og forstjóri Íslenskra aðalverktaka innsigluðu svo samninginn með því að láta olnbogana snertast. Fimm milljarða króna verksamningur innsiglaður í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Forstjóri Íslenskra aðalverktaka og vegamálastjóri létu olnbogana snertast.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta er stór dagur. Þetta er ein stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út, fyrir utan bara jarðgangaframkvæmdir. Þannig að við erum mjög kát að koma þessu verki út,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Verksamningurin við lægstbjóðanda hljóðar upp á 5.069 milljónir króna og felst í því að klára þá sjö kílómetra sem enn eru eftir í breikkun hringvegarins milli tveggja stærstu bæja Suðurlands. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta hefur verið einn hættulegasti vegarkafli landsins. Þannig að það er mikið þjóðþrifamál fyrir okkur Íslendinga alla að fá vegaúrbætur á þessum kafla,“ sagði Sigurður Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það ert mjög brýn þörf á úrbótum á Suðurlandsveginum. Það vita allir sem um hann hafa farið. Hann hefur gefið eftir og umferðaraukningin náttúrlega verið gríðarleg á undanförnum árum,“ sagði vegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar unnu einnig fyrsta áfangann, austan Hveragerðis, sem lauk í fyrra, og eru klárir að hefjast handa á ný. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þannig að við byrjum bara strax eftir páska. Við byrjum undir Ingólfsfjalli, byrjum þar að keyra út fergingarlag á vegarkaflann. Þannig að þetta fer allt í fullan gang strax eftir páska,“ sagði forstjóri ÍAV. Verkið mun vinnast frá austri til vesturs og áætlað að næsti áfangi verði opnaður á næsta ári en verkinu á svo öllu að vera lokið haustið 2023. Verkinu var lýst nánar í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar: Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Hveragerði Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Undirskriftin fór fram undir berum himni í porti Vegagerðarinnar en vegamálastjóri og forstjóri Íslenskra aðalverktaka innsigluðu svo samninginn með því að láta olnbogana snertast. Fimm milljarða króna verksamningur innsiglaður í porti Vegagerðarinnar í Borgartúni í dag. Forstjóri Íslenskra aðalverktaka og vegamálastjóri létu olnbogana snertast.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta er stór dagur. Þetta er ein stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út, fyrir utan bara jarðgangaframkvæmdir. Þannig að við erum mjög kát að koma þessu verki út,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Verksamningurin við lægstbjóðanda hljóðar upp á 5.069 milljónir króna og felst í því að klára þá sjö kílómetra sem enn eru eftir í breikkun hringvegarins milli tveggja stærstu bæja Suðurlands. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þetta hefur verið einn hættulegasti vegarkafli landsins. Þannig að það er mikið þjóðþrifamál fyrir okkur Íslendinga alla að fá vegaúrbætur á þessum kafla,“ sagði Sigurður Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka. „Það ert mjög brýn þörf á úrbótum á Suðurlandsveginum. Það vita allir sem um hann hafa farið. Hann hefur gefið eftir og umferðaraukningin náttúrlega verið gríðarleg á undanförnum árum,“ sagði vegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar unnu einnig fyrsta áfangann, austan Hveragerðis, sem lauk í fyrra, og eru klárir að hefjast handa á ný. Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Stöð 2/Bjarni Einarsson. „Þannig að við byrjum bara strax eftir páska. Við byrjum undir Ingólfsfjalli, byrjum þar að keyra út fergingarlag á vegarkaflann. Þannig að þetta fer allt í fullan gang strax eftir páska,“ sagði forstjóri ÍAV. Verkið mun vinnast frá austri til vesturs og áætlað að næsti áfangi verði opnaður á næsta ári en verkinu á svo öllu að vera lokið haustið 2023. Verkinu var lýst nánar í þessari frétt Stöðvar 2 í janúar:
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Árborg Hveragerði Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar Sjá meira