Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 22:54 Trump hefur verið duglegur við að ferðast til eigin eigna, sérstaklega á Flórída og í New Jersey. Með honum í för þurfa alltaf að vera lífverðir en oft fylgja honum ráðgjafar og aðrir embættismenn. Fyrirtæki hans sendir alríkisstjórninni, sem Trump stýrir, svo reikninginn fyrir gistingunni. Vísir/Getty Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. Gögn sem Washington Post hefur fengið aðgang að benda til þess að alríkisstjórnin hafi að lágmarki greitt fyrirtæki forsetans 970.000 dollara frá því í janúar árið 2017, jafnvirði um 142 milljóna íslenskra króna. Ekki sé vitað til þess að ríkið hafi greitt fyrir gistingu Trump sjálfs eða fjölskyldu hans þegar þau gista í eigin eignum en að það greiði fyrir aðstoðarmenn þeirra og leyniþjónustuna sem gætir öryggi þeirra. Viðskiptasamband Trump við alríkisstjórnina sem hann stýrir er sagt fordæmalaust. Alls hefur verið greitt fyrir að minnsta kosti 1.600 gistinætur á hótelum og klúbbum Trump. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við fyrirtæki sitt. Hann nýtur ennþá fjárhagslegra ávaxta rekstursins en forsetinn segir að tveir eldri synir hans stýri fyrirtækinu. Eric Trump, annar sona Trump sem rekur fyrirtækið, hefur haldið því fram að það rukki alríkisstjórnina aðeins um kostnaðarverð fyrir gistinguna, „eitthvað eins og fimmtíu dollar“. Fyrri umfjöllun Washington Post hefur þó leitt í ljós að sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast heldur hefur Trump-fyrirtækið rukkað mun meira fyrir gistinóttina. Mest virðist alríkisstjórnina hafa greitt 650 dollara, jafnvirði um 95.500 króna, á nóttina fyrir herbergi í klúbbi Trump á Flórída sem hann hefur ítrekað heimsótt sem forseti. Blaðið bað Trump-fyrirtækið um að benda á dæmi þar sem alríkisstjórnin hefði verið rukkuð um sambærilega upphæð og Eric Trump hefur haldið fram. Fyrirtækið svaraði ekki spurningu blaðsins. Hundruð heimsókna en láta ekkert uppi um kostnaðinn Alls hefur Trump heimsótt eigin eignir 250 sinnum frá því að hann varð forseti. Hvorki fyrirtæki hans né alríkisstjórnin hefur viljað upplýsa hversu mikið skattfé hefur verið greitt fyrirtækinu frá því að hann tók við embætti. Þá hefur Trump staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt fyrri forsetum. Því liggur ekki fyrir hversu mikið hann hagnast á viðskiptum alríkisstjórnarinnar við fyrirtæki hans. Eini forseti eða varaforseti sem hefur rukkað leyniþjónustuna vegna gistingar í seinni tíð var Joe Biden þegar hann var varaforseti. Þá leigði hann leyniþjónustunni kofa á landareign sinni í Delaware. Leyniþjónustan greiddi honum alls 171.600 dollara á sex árum, jafnvirði um 25,2 milljóna íslenskra króna. Upplýsingar um leigugreiðslurnar voru gefnar upp í opinberum gögnum á þeim tíma. Greiðslurnar til fyrirtækis Trump fóru fram úr því sem Biden fékk á sex árum þegar um miðjan mars árið 2017 þegar Trump hafði verið forseti í innan við tvo mánuði. Sem forseti er Trump undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra sem bannar öðrum alríkisembættismönnum að beina viðskiptum til eigin fyrirtækja. Stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar að forseti taki við öðrum greiðslum frá alríkisstjórninni en launagreiðslum. Lögfræðingar Trump hafa haldið því fram að því ákvæði hafi ekki verið ætlað að stöðva viðskipti. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. Gögn sem Washington Post hefur fengið aðgang að benda til þess að alríkisstjórnin hafi að lágmarki greitt fyrirtæki forsetans 970.000 dollara frá því í janúar árið 2017, jafnvirði um 142 milljóna íslenskra króna. Ekki sé vitað til þess að ríkið hafi greitt fyrir gistingu Trump sjálfs eða fjölskyldu hans þegar þau gista í eigin eignum en að það greiði fyrir aðstoðarmenn þeirra og leyniþjónustuna sem gætir öryggi þeirra. Viðskiptasamband Trump við alríkisstjórnina sem hann stýrir er sagt fordæmalaust. Alls hefur verið greitt fyrir að minnsta kosti 1.600 gistinætur á hótelum og klúbbum Trump. Ólíkt fyrri forsetum neitaði Trump að rjúfa tengsl sín við fyrirtæki sitt. Hann nýtur ennþá fjárhagslegra ávaxta rekstursins en forsetinn segir að tveir eldri synir hans stýri fyrirtækinu. Eric Trump, annar sona Trump sem rekur fyrirtækið, hefur haldið því fram að það rukki alríkisstjórnina aðeins um kostnaðarverð fyrir gistinguna, „eitthvað eins og fimmtíu dollar“. Fyrri umfjöllun Washington Post hefur þó leitt í ljós að sú fullyrðing á ekki við rök að styðjast heldur hefur Trump-fyrirtækið rukkað mun meira fyrir gistinóttina. Mest virðist alríkisstjórnina hafa greitt 650 dollara, jafnvirði um 95.500 króna, á nóttina fyrir herbergi í klúbbi Trump á Flórída sem hann hefur ítrekað heimsótt sem forseti. Blaðið bað Trump-fyrirtækið um að benda á dæmi þar sem alríkisstjórnin hefði verið rukkuð um sambærilega upphæð og Eric Trump hefur haldið fram. Fyrirtækið svaraði ekki spurningu blaðsins. Hundruð heimsókna en láta ekkert uppi um kostnaðinn Alls hefur Trump heimsótt eigin eignir 250 sinnum frá því að hann varð forseti. Hvorki fyrirtæki hans né alríkisstjórnin hefur viljað upplýsa hversu mikið skattfé hefur verið greitt fyrirtækinu frá því að hann tók við embætti. Þá hefur Trump staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar, ólíkt fyrri forsetum. Því liggur ekki fyrir hversu mikið hann hagnast á viðskiptum alríkisstjórnarinnar við fyrirtæki hans. Eini forseti eða varaforseti sem hefur rukkað leyniþjónustuna vegna gistingar í seinni tíð var Joe Biden þegar hann var varaforseti. Þá leigði hann leyniþjónustunni kofa á landareign sinni í Delaware. Leyniþjónustan greiddi honum alls 171.600 dollara á sex árum, jafnvirði um 25,2 milljóna íslenskra króna. Upplýsingar um leigugreiðslurnar voru gefnar upp í opinberum gögnum á þeim tíma. Greiðslurnar til fyrirtækis Trump fóru fram úr því sem Biden fékk á sex árum þegar um miðjan mars árið 2017 þegar Trump hafði verið forseti í innan við tvo mánuði. Sem forseti er Trump undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra sem bannar öðrum alríkisembættismönnum að beina viðskiptum til eigin fyrirtækja. Stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar að forseti taki við öðrum greiðslum frá alríkisstjórninni en launagreiðslum. Lögfræðingar Trump hafa haldið því fram að því ákvæði hafi ekki verið ætlað að stöðva viðskipti.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31
Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00