Hjúkrunarfræðingar náðu ekki öllum kröfum sínum í gegn Sylvía Hall og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. apríl 2020 19:00 Nýr kjarasamningur Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður nú síðdegis. Formaður félags hjúkrunarfræðingana segir samninginn fela í sér tækifæri til framtíðar. Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið laus frá því í mars í fyrra. En deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar síðastliðnum. Sjá einnig: Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Það var ekki bjart yfir því að samningar tækjust sem samninganefndirnar hafa setið á löngum fundum síðustu fimm daga sem varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður rétt fyrir klukkan fimm í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, undirritar samninginn.Vísir/Sigurjón Náðuð þið öllum ykkar kröfum í gegn? „Nei, það er nú aldrei þannig í samningum, enda kallast þetta samningur. Þá þurfa báðir aðilar að hafa áhrif á en við allavega skrifuðum undir og við hefðum ekki skrifað undir nema að því við treystum okkur til að kynna hann,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningurinn nær til rúmlega þrjú þúsund hjúkrunarfræðinga og byggir á á Lífskjarasamningnum. Stytting vinnuvikunnar vegur þar þungt og þá verður vaktakerfi dagvinnu- og vaktavinnufólks endurskoðað. Formaður samninganefndar ríkisins segir að fundir síðustu daga hafa skilað góðri niðurstöðu. „Eins og við höfðum orð á þetta er ákveðið upphaf af upprisunni eigum við ekki að horfa á það þannig,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Þurftuð þið að gefa mikið eftir? „Þetta er bara mjög ásættanlegur samningur fyrir báða aðila,“ segir Sverrir. Stefnt er að því að kynna samninginn fyrir félagsmönnum strax eftir páska. Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54 „Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36 Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Nýr kjarasamningur Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður nú síðdegis. Formaður félags hjúkrunarfræðingana segir samninginn fela í sér tækifæri til framtíðar. Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið laus frá því í mars í fyrra. En deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar síðastliðnum. Sjá einnig: Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Það var ekki bjart yfir því að samningar tækjust sem samninganefndirnar hafa setið á löngum fundum síðustu fimm daga sem varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður rétt fyrir klukkan fimm í dag. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, undirritar samninginn.Vísir/Sigurjón Náðuð þið öllum ykkar kröfum í gegn? „Nei, það er nú aldrei þannig í samningum, enda kallast þetta samningur. Þá þurfa báðir aðilar að hafa áhrif á en við allavega skrifuðum undir og við hefðum ekki skrifað undir nema að því við treystum okkur til að kynna hann,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samningurinn nær til rúmlega þrjú þúsund hjúkrunarfræðinga og byggir á á Lífskjarasamningnum. Stytting vinnuvikunnar vegur þar þungt og þá verður vaktakerfi dagvinnu- og vaktavinnufólks endurskoðað. Formaður samninganefndar ríkisins segir að fundir síðustu daga hafa skilað góðri niðurstöðu. „Eins og við höfðum orð á þetta er ákveðið upphaf af upprisunni eigum við ekki að horfa á það þannig,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins. Þurftuð þið að gefa mikið eftir? „Þetta er bara mjög ásættanlegur samningur fyrir báða aðila,“ segir Sverrir. Stefnt er að því að kynna samninginn fyrir félagsmönnum strax eftir páska.
Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54 „Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36 Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Kjarasamningur hjúkrunarfræðinga í höfn Samninganefndir ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa náð samkomulagi. 10. apríl 2020 16:54
„Það finna allir mjög þétt til ábyrgðar“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist vera ánægður með fund dagsins hjá samninganefndum ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 9. apríl 2020 19:36
Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda á skírdag Fundur samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð yfir í sex klukkustundir og lauk um klukkan 19 í kvöld, án niðurstöðu 8. apríl 2020 21:22