Sjúkraliðar gegna lykilstörfum Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2020 16:02 Í síðustu viku kom framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala fram á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19. Þar var meðal annars rætt um breytingar á starfsemi spítalans, lykilstöður hjúkrunarfræðinga og þjálfun þeirra, mönnun á hjúkrunardeildum og bakvarðarsveit. Það er vissulega brýnt að deila með þjóðinni erfiðri stöðu spítalans og framkvæmd hjúkrunar á þessum tímum. Hjúkrunarfræðingar eru vel að því komnir að mikilvægi starfa þeirra sé rætt. En furðu vekur hvernig ósýnileika sjúkraliða er haldið á lofti. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Um 600 - 700 sjúkraliðar starfa að jafnaði við Landspítala. Auk þeirra hafa 57 sjúkraliðar verið ráðnir til starfa við spítalann úr bakvarðarsveit. Sjúkraliðar standa vaktina og eru í framlínu, klæddir grænu í baráttunni gegn COVID-19. Þeirstofna lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnunni sinni, sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir fara heim dauðþreyttir á líkama og sál. Þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. Því aðstæðurnar krefjast þess. Fram hefur komið að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fá áfram viðbótargreiðslur vegna vaktaálags. Röksemdir sem gefnar voru fyrir að viðhalda þessum greiðslum eru sérstakar aðstæður sem nú eru uppi. Í mínum huga á að vera óþarft að benda á það augljósa. Að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er það sem þarf þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það eru einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga og standa hjúkrunarvaktina saman á þessum fordæmalausu tímum. En hvað gera stjórnendur Landspítala fyrir sjúkraliða? Á Landspítala er starfandi Hjúkrunarráð. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt fram beiðni um aðild að ráðinu. Hjúkrunarráð hefur ítrekað hafnað aðkomu sjúkraliða. Það er í raun óskiljanlegt því með samvinnu og samstarfi þessara stétta á þeim vettvangi er gagnkvæmur ávinningur er augljós. Vanþekking hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á faglegri hæfni sjúkraliða er vel þekkt. Þegar samstarfsfólk skortir innsæi á þekkingu og færni nánustu samstarfsélaga myndast álag, sem síðar getur haft alvarlegar afleiðingnar. Það er alþekkt að mönnun starfsmanna sem vinna við hjúkrun á Íslandi hefur lengi verið ábótavant. Brottfall sjúkraliða sem hafa gild starfsleyfi útgefin af Embætti landlæknis er yfir 50%. Vissulega hefur einhver hópur farið í frekara nám á heilbrigðisvísindasviði eða í aðrar námsgreinar, sem er jákvætt. Aðrir hafa farið annað. Margar ástæður geta legið á baki þess að sjúkraliðar hverfi til annarra starfa. En eitt er víst að síendurtekin ósýnileiki á vinnuframlagi sjúkraliða sem dregin er fram af hálfu stjórnenda Landspítalans og Hjúkrunaráði er ekki rétti hvatinn til að halda þeim í starfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala fram á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19. Þar var meðal annars rætt um breytingar á starfsemi spítalans, lykilstöður hjúkrunarfræðinga og þjálfun þeirra, mönnun á hjúkrunardeildum og bakvarðarsveit. Það er vissulega brýnt að deila með þjóðinni erfiðri stöðu spítalans og framkvæmd hjúkrunar á þessum tímum. Hjúkrunarfræðingar eru vel að því komnir að mikilvægi starfa þeirra sé rætt. En furðu vekur hvernig ósýnileika sjúkraliða er haldið á lofti. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Um 600 - 700 sjúkraliðar starfa að jafnaði við Landspítala. Auk þeirra hafa 57 sjúkraliðar verið ráðnir til starfa við spítalann úr bakvarðarsveit. Sjúkraliðar standa vaktina og eru í framlínu, klæddir grænu í baráttunni gegn COVID-19. Þeirstofna lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnunni sinni, sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir fara heim dauðþreyttir á líkama og sál. Þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. Því aðstæðurnar krefjast þess. Fram hefur komið að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fá áfram viðbótargreiðslur vegna vaktaálags. Röksemdir sem gefnar voru fyrir að viðhalda þessum greiðslum eru sérstakar aðstæður sem nú eru uppi. Í mínum huga á að vera óþarft að benda á það augljósa. Að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er það sem þarf þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það eru einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga og standa hjúkrunarvaktina saman á þessum fordæmalausu tímum. En hvað gera stjórnendur Landspítala fyrir sjúkraliða? Á Landspítala er starfandi Hjúkrunarráð. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt fram beiðni um aðild að ráðinu. Hjúkrunarráð hefur ítrekað hafnað aðkomu sjúkraliða. Það er í raun óskiljanlegt því með samvinnu og samstarfi þessara stétta á þeim vettvangi er gagnkvæmur ávinningur er augljós. Vanþekking hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á faglegri hæfni sjúkraliða er vel þekkt. Þegar samstarfsfólk skortir innsæi á þekkingu og færni nánustu samstarfsélaga myndast álag, sem síðar getur haft alvarlegar afleiðingnar. Það er alþekkt að mönnun starfsmanna sem vinna við hjúkrun á Íslandi hefur lengi verið ábótavant. Brottfall sjúkraliða sem hafa gild starfsleyfi útgefin af Embætti landlæknis er yfir 50%. Vissulega hefur einhver hópur farið í frekara nám á heilbrigðisvísindasviði eða í aðrar námsgreinar, sem er jákvætt. Aðrir hafa farið annað. Margar ástæður geta legið á baki þess að sjúkraliðar hverfi til annarra starfa. En eitt er víst að síendurtekin ósýnileiki á vinnuframlagi sjúkraliða sem dregin er fram af hálfu stjórnenda Landspítalans og Hjúkrunaráði er ekki rétti hvatinn til að halda þeim í starfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun