Að komast í rútínu á ný eftir páskafrí Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2020 07:00 Fyrsta vinnuvikan er oft erfið eftir góð frí. Að komast aftur í rútínu eftir frí er oft hægara sagt en gert. Svefninn er í algjöru rugli. Garnirnar gaula sem aldrei fyrr. Einbeitingin er erfið og þú veist ekki á hverju þú átt að byrja eða hvað þú ætlar að gera næst. Já, þótt flestir hafi ferðast innanhús þessa páskana er líklegt að páskarnir þetta árið eigi eitt sameiginlegt við hefðbundin páskafrí: Það er erfitt að komast í rútínuna á ný. Hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað til. 1. Verum þakklát Það fyrsta er að vera þakklát fyrir það að hafa vinnu. Því miður eru ekki allir svo heppnir. Þessi hugsun ein og sér, ætti að hjálpa mörgum að komast í réttan gír fyrir komandi vinnuviku. Hér eru góð ráð til að ná tökum á fjarvinnu. 2. Verkefnalistinn Forgangsraðaðu verkefnunum þínum þannig að þú gleymir þér í verkefnum. Með því að vinna í einhverju sem þér finnst skemmtilegt er líklegra að þú haldir einbeitingunni og tíminn líður hratt. Hér eru góð ráð til að búa til verkefnalista. 3. Haltu þér vel vakandi Að fara snemma að sofa í kvöld er eitt stærsta markmið dagsins. Mundu eftir vatninu og að borða ekki þungan mat sem gerir þig syfjaðan. Hér eru góð ráð til að halda okkur betur vakandi yfir vinnudaginn. 4. Vertu virkur í samskiptum við samstarfsfélaga Það getur keyrt okkur betur í gang að vera virkur í samskiptum við samstarfsfélaga. Fólk í fjarvinnu ætti að vera komið upp á lagið með einhvers konar samskipti, Teams, Zoom, Messenger, Facebook-hópsíður. Taktu þátt! Hér eru algeng mistök á fjarfundum. 5. Ákveddu strax að gera eitthvað skemmtilegt Þetta er ágætis ráð og þarf ekki að vera flókið. Sumir gætu tengt þetta við góða hreyfingu eða útivist. Aðrir að elda góðan hollusturétt í kvöld eða að gúggla einhverja nýja uppskrift. Að gera eitthvað skemmtilegt getur spannað frá fimm mínútum og uppúr. Notaðu hugmyndarflugið! Hér er hugmynd að virkni-bingó sem fjölskyldan getur gert saman. 6. Komdu skikki á heimilið Það eru fleiri en þú sem þurfa að koma sér í rútínu. Sum börn byrja í skóla strax í dag, önnur í fyrramálið. Öll dagskrá heimilisins þarf að komast í réttar skorður, þar með talið hefðbundnir matmálstímar, að hreinsa uppúr þvottakörfunni, kaupa nesti og sjá til þess að eitthvað fleira en leifar af páskaeggjum sé til í ísskápnum. Hverjir ætla að gera hvað? Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem eru heima í fjarvinnu með börnin heima líka. 7. Nýttu þér letina til góðs Viðurkenndu fyrir sjálfum þér að hugurinn er ekki alveg komin á fulla ferð og nýttu þér letitilfinninguna. Til dæmis gæti verið ágætt að gera sér markmiðalista fyrir komandi daga og vikur því jú, það blasa svo sannarlega við nýjar áskoranir í vinnunni. Hér er ágætis lesning um hvernig leti getur nýst vel í vinnu. 8. Farðu snemma að sofa Að koma svefninum í rútínu er eitt mikilvægasta verkefni vikunnar. Að ákveða hvenær maður ætlar að fara að sofa, er mjög gott ráð en virkar þó aðeins ef við það er staðið. Fyrir andlega- og líkamlega heilsu er svefn lykilatriði en svefn er líka mikilvægur fyrir atvinnulífið, sjá Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði. Góðu ráðin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Að komast aftur í rútínu eftir frí er oft hægara sagt en gert. Svefninn er í algjöru rugli. Garnirnar gaula sem aldrei fyrr. Einbeitingin er erfið og þú veist ekki á hverju þú átt að byrja eða hvað þú ætlar að gera næst. Já, þótt flestir hafi ferðast innanhús þessa páskana er líklegt að páskarnir þetta árið eigi eitt sameiginlegt við hefðbundin páskafrí: Það er erfitt að komast í rútínuna á ný. Hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað til. 1. Verum þakklát Það fyrsta er að vera þakklát fyrir það að hafa vinnu. Því miður eru ekki allir svo heppnir. Þessi hugsun ein og sér, ætti að hjálpa mörgum að komast í réttan gír fyrir komandi vinnuviku. Hér eru góð ráð til að ná tökum á fjarvinnu. 2. Verkefnalistinn Forgangsraðaðu verkefnunum þínum þannig að þú gleymir þér í verkefnum. Með því að vinna í einhverju sem þér finnst skemmtilegt er líklegra að þú haldir einbeitingunni og tíminn líður hratt. Hér eru góð ráð til að búa til verkefnalista. 3. Haltu þér vel vakandi Að fara snemma að sofa í kvöld er eitt stærsta markmið dagsins. Mundu eftir vatninu og að borða ekki þungan mat sem gerir þig syfjaðan. Hér eru góð ráð til að halda okkur betur vakandi yfir vinnudaginn. 4. Vertu virkur í samskiptum við samstarfsfélaga Það getur keyrt okkur betur í gang að vera virkur í samskiptum við samstarfsfélaga. Fólk í fjarvinnu ætti að vera komið upp á lagið með einhvers konar samskipti, Teams, Zoom, Messenger, Facebook-hópsíður. Taktu þátt! Hér eru algeng mistök á fjarfundum. 5. Ákveddu strax að gera eitthvað skemmtilegt Þetta er ágætis ráð og þarf ekki að vera flókið. Sumir gætu tengt þetta við góða hreyfingu eða útivist. Aðrir að elda góðan hollusturétt í kvöld eða að gúggla einhverja nýja uppskrift. Að gera eitthvað skemmtilegt getur spannað frá fimm mínútum og uppúr. Notaðu hugmyndarflugið! Hér er hugmynd að virkni-bingó sem fjölskyldan getur gert saman. 6. Komdu skikki á heimilið Það eru fleiri en þú sem þurfa að koma sér í rútínu. Sum börn byrja í skóla strax í dag, önnur í fyrramálið. Öll dagskrá heimilisins þarf að komast í réttar skorður, þar með talið hefðbundnir matmálstímar, að hreinsa uppúr þvottakörfunni, kaupa nesti og sjá til þess að eitthvað fleira en leifar af páskaeggjum sé til í ísskápnum. Hverjir ætla að gera hvað? Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem eru heima í fjarvinnu með börnin heima líka. 7. Nýttu þér letina til góðs Viðurkenndu fyrir sjálfum þér að hugurinn er ekki alveg komin á fulla ferð og nýttu þér letitilfinninguna. Til dæmis gæti verið ágætt að gera sér markmiðalista fyrir komandi daga og vikur því jú, það blasa svo sannarlega við nýjar áskoranir í vinnunni. Hér er ágætis lesning um hvernig leti getur nýst vel í vinnu. 8. Farðu snemma að sofa Að koma svefninum í rútínu er eitt mikilvægasta verkefni vikunnar. Að ákveða hvenær maður ætlar að fara að sofa, er mjög gott ráð en virkar þó aðeins ef við það er staðið. Fyrir andlega- og líkamlega heilsu er svefn lykilatriði en svefn er líka mikilvægur fyrir atvinnulífið, sjá Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði.
Góðu ráðin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira