Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leita nú að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long á Álftanesi. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu.
Leit var hætt klukkan 17:30 í dag og átti að fresta henni til morguns. Nú rétt fyrir miðnætti hófst leit að nýju og eru þyrlur Landhelgisgæslunnar og bátar notaðir við leitina á svæðinu.
Íbúar á Álftanesi og Seltjarnarnesi hafa orðið varir við aðgerðir leitarmanna nú í kvöld.
Ekki er vitað um ferðir Söndru síðan á skírdag en bíll hennar fannst á Álftanesi.