Fótbolti

Stjörnur Liverpool gefa leikmanni sem yfirgaf félagið síðasta sumar góð ráð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Firmino og Mane fagna marki fyrr á leiktíðinni.
Firmino og Mane fagna marki fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Þrátt fyrir að hafa yfirgefið Liverpool síðasta sumar þá heldur Rafael Camacho enn góðu sambandi við nokkra leikmenn liðsins en Camacho leikur nú með Sporting Lissabon í Portúgal.

Camacho spilaði tvo leiki með Liverpool á síðustu leiktíð. Einn í enska bikarnum og annan er hann kom inn á sem varamaður í ensku úrvalsdeildinni í 4-3 sigri á Wolves á Anfield í janúar fyrir rúmu ári.

Camacho vill spila framarlega á vellinum en Jurgen Klopp notaði hann mest megnis í hægri bakverðinum og því ákvað Camacho að róa á önnur mið síðasta sumar. Hann hafði einnig verið í unglingaliðum Man. City en fór aftur heim til Portúgal síðasta sumar.

„Ég hef talað við nokkra af ungu strákunum en einnig við aðra úr aðalliðinu og þá aðallega þá sem tala portúgölsku eins og Fabinho, Firmino og Alisson,“ sagði Camacho í samtali við Tribuna Express en Liverpool Echo greinir frá.

„En ég tala einnig við Sadio Mane. Þeir hafa gefið mér ráð því þeir hafa séð nokkra leiki með mér hjá Sporting.“

Camacho hafði hægt og rólega komið sér inn í byrjunarliðið hjá Sporting en var svo orðinn reglulega í byrjunarliðinu er kórónuveirufaraldurinn skall á. Sporting er í 4. sætinu í Portúgal, átján stigum á eftir toppliði Porto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×