Willum Þór er viss: Gummi Ben hefði spilað með stærstu liðum í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 09:00 Willum Þór Þórsson og Guðmundur Benediktsson með Íslandsbikarinn sem þeir unnu saman með Val sumarið 2007. Skjámynd/S2 Sport Willum Þór Þórsson vann marga sína stærstu sigra sem knattspyrnuþjálfari með Guðmund Benediktsson sér við hlið. Það það þarf því ekki að koma á óvart að hann hafi miklar mætur á Gumma Ben. Willum Þór Þórsson valdi að sjálfsögðu Guðmund Benediktsson í úrvalsliðið sitt þegar hann mætti til Ríkharðs Guðnasonar í þáttinn Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport. Willum Þór og Guðmundur Benediktsson urðu Íslandsmeistarar saman hjá bæði KR og Val sem og að vinna bikarinn saman með Val þegar Hlíðarendaliðið var nýliði í deildinni. Guðmundur Benediktsson skoraði 57 mörk og gaf 87 stoðsendingar í 237 leikjum í efstu deild á Íslandi en eins og fleiri þá velti Willum Þór því fyrir sér hversu langt Guðmundur hefði náði ef hann meiðslin hefðu ekki elt hann. Guðmundur var þannig kominn út í atvinnumennsku hjá Germinal Ekeren í Belgíu þegar hann fór ítrekað að slíta krossbandið í hnénu. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þennan meistara. Maður hefur séð hann gera hluti á æfingum sem maður sér ekki öllu jafna,“ sagði Willum Þór Þórsson „Ég veit að það eru fleiri sem hafa sagt það en ég að ef að þessi meiðsli hefðu ekki komið upp þá hefði hann spilað með þeim stærstu,“ sagði Willum Þór. Erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. „Við sem fengum að hafa hann hérna heima erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. Ég er sannfærður um það að hann hefði annars spilað með stærstu liðum í heimi,“ sagði Willum Þór. Það er frægt þegar Guðmundur Benediktsson fékk endurnýjum lífdaga hjá Val á Hlíðarenda eftir að KR-ingar höfðu afskrifað hann. Willum hætti sem þjálfari KR og KR-ingar leyfðu Guðmundi síðan að fara. Willum fékk hann yfir í Val. „Það nýttist mér ágætlega að hafa ekki staðið mig betur með KR árið 2004. Það voru einhverjir leikmenn sem KR taldi ekki ástæðu til að halda í. Fyrsta verkefnið var að ná í Gumma Ben,“ sagði Willum Þór en hann ræddi hann í þættinum. Klippa: Willum Þór um Gumma Ben „Það þarf nú ekki mikla vísindamenn til að átta sig á því hvað hann er fær í knattspyrnunni. Hann er líka einkar laginn í hóp, hnyttinn og er líka leiðtogi en fer vel með það. Hann gerir það ekki með neinum æsingi,“ sagði Willum Þór. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma „Ég hafði gert hann að aðstoðarþjálfara þegar ég var hjá KR og hann var í þessum mestu meiðslum. Hann kann þessa línu, gagnvart þjálfara og gagnvart leikmannahóp. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma,“ sagði Willum Þór. Guðmundur Benediktsson spilaði í fjögur tímabil með Val og var með 10 mörk og 35 stoðsendingar í 70 leikjum með Hlíðarendaliðinu. Besta tímabilið var sumarið 2007 þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn og Guðmundur var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Willum Þór Þórsson vann marga sína stærstu sigra sem knattspyrnuþjálfari með Guðmund Benediktsson sér við hlið. Það það þarf því ekki að koma á óvart að hann hafi miklar mætur á Gumma Ben. Willum Þór Þórsson valdi að sjálfsögðu Guðmund Benediktsson í úrvalsliðið sitt þegar hann mætti til Ríkharðs Guðnasonar í þáttinn Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport. Willum Þór og Guðmundur Benediktsson urðu Íslandsmeistarar saman hjá bæði KR og Val sem og að vinna bikarinn saman með Val þegar Hlíðarendaliðið var nýliði í deildinni. Guðmundur Benediktsson skoraði 57 mörk og gaf 87 stoðsendingar í 237 leikjum í efstu deild á Íslandi en eins og fleiri þá velti Willum Þór því fyrir sér hversu langt Guðmundur hefði náði ef hann meiðslin hefðu ekki elt hann. Guðmundur var þannig kominn út í atvinnumennsku hjá Germinal Ekeren í Belgíu þegar hann fór ítrekað að slíta krossbandið í hnénu. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja um þennan meistara. Maður hefur séð hann gera hluti á æfingum sem maður sér ekki öllu jafna,“ sagði Willum Þór Þórsson „Ég veit að það eru fleiri sem hafa sagt það en ég að ef að þessi meiðsli hefðu ekki komið upp þá hefði hann spilað með þeim stærstu,“ sagði Willum Þór. Erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. „Við sem fengum að hafa hann hérna heima erum bara heppin að hann spilaði á Íslandi. Ég er sannfærður um það að hann hefði annars spilað með stærstu liðum í heimi,“ sagði Willum Þór. Það er frægt þegar Guðmundur Benediktsson fékk endurnýjum lífdaga hjá Val á Hlíðarenda eftir að KR-ingar höfðu afskrifað hann. Willum hætti sem þjálfari KR og KR-ingar leyfðu Guðmundi síðan að fara. Willum fékk hann yfir í Val. „Það nýttist mér ágætlega að hafa ekki staðið mig betur með KR árið 2004. Það voru einhverjir leikmenn sem KR taldi ekki ástæðu til að halda í. Fyrsta verkefnið var að ná í Gumma Ben,“ sagði Willum Þór en hann ræddi hann í þættinum. Klippa: Willum Þór um Gumma Ben „Það þarf nú ekki mikla vísindamenn til að átta sig á því hvað hann er fær í knattspyrnunni. Hann er líka einkar laginn í hóp, hnyttinn og er líka leiðtogi en fer vel með það. Hann gerir það ekki með neinum æsingi,“ sagði Willum Þór. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma „Ég hafði gert hann að aðstoðarþjálfara þegar ég var hjá KR og hann var í þessum mestu meiðslum. Hann kann þessa línu, gagnvart þjálfara og gagnvart leikmannahóp. Blessunarlega tókst það að ná í Gumma,“ sagði Willum Þór. Guðmundur Benediktsson spilaði í fjögur tímabil með Val og var með 10 mörk og 35 stoðsendingar í 70 leikjum með Hlíðarendaliðinu. Besta tímabilið var sumarið 2007 þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn og Guðmundur var með 5 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira