25 dagar í Pepsi Max: Bjarni Ben var lykilmaður í liði sem fór sömu leið og Grótta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 12:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands, sést hér hitta blaðamenn í Ráðherrabústaðnum. Hann var öflugur miðvörður í fótbolta á sínum yngri árum. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 25 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nýliðarnir af Seltjarnarnesi munu í sumar spila í efstu deild í fyrsta sinna. Grótta hefur oft átt handboltalið í efstu deild karla en fótboltastrákar félagsins náðu sögulegu takmarki síðasta haust. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar Grótta er sjötta liðið sem nær því að komast upp í efstu deild með því að fara upp úr C-deildinni og upp í A-deildina á aðeins tveimur árum. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar en þetta gerðu einnig Leiftur frá Ólafsfirði og Fylkir úr Árbænum þegar þau komust upp í fyrsta sinn á níunda áratugnum. Það er þó eitt lið sem stendur upp úr þessum hópi og það eru Stjörnumenn. Stjörnuliðið frá 1990 er eina liðið sem hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og svo haldið sæti sínu í efstu deild. Náðu fimmta sæti sem nýliðar í Hörpudeildinni Þessu náðu Stjörnumenn á árunum 1988 til 1990 en Garðabæjarliðið endaði í fimmta sæti sem nýliði í Hörpudeildinni sumarið 1990. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og fyrrum forsætisráðherra var lykilmaður í þessu spútnikliði Stjörnunnar. Hann var tvítugur þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Bjarni spilaði alla 17 leikina og skoraði 3 mörk þegar Stjarnan vann C-deildina (þá 3. deild) sumarið 1988. Sumarið eftir spilaði Bjarni alla 18 leikina og skoraði í þeim eitt mark þegar Stjarnan vann B-deildina (þá 2. deild). Þetta þýddi að Stjarnan átti lið í efstu deild í fyrsta sinn. Stjörnuliðið hafði unnið 29 af 35 leikjum sínum á þessum tveimur tímabilum og skoraði í þeim 111 mörk eða 3,17 mörk að meðaltali í leik. Bjarni Benediktsson lék alla leikina á þessum þremur tímabilum Skagamennirnir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson skoruðu saman 43 deildar mörk á þessum tveimur tímabilum, 1988 og 1989, Árni 27 og Sveinbjörn 16. Þá var hinn ungi Valdimar Kristófersson með 21 deildarmark fyrir Stjörnuna frá 1988-89. Bjarni lék líka alla 18 leikina á þessu fyrsta tímabili Stjörnunnar í efstu deild og hinir þrír voru allir í stórum hlutverkum áfram. Árni skoraði fimm mörk, Sveinbjörn fjögur mörk og Valdimar var með tvö. Bjarni Benediktsson var ásamt Birgi Sigfússon eini leikmaður Garðabæjarliðsins sem náði að spila alls 53 leikina á þessum þremur sögulegu tímabilum. Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ??? Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 25 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nýliðarnir af Seltjarnarnesi munu í sumar spila í efstu deild í fyrsta sinna. Grótta hefur oft átt handboltalið í efstu deild karla en fótboltastrákar félagsins náðu sögulegu takmarki síðasta haust. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar Grótta er sjötta liðið sem nær því að komast upp í efstu deild með því að fara upp úr C-deildinni og upp í A-deildina á aðeins tveimur árum. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar en þetta gerðu einnig Leiftur frá Ólafsfirði og Fylkir úr Árbænum þegar þau komust upp í fyrsta sinn á níunda áratugnum. Það er þó eitt lið sem stendur upp úr þessum hópi og það eru Stjörnumenn. Stjörnuliðið frá 1990 er eina liðið sem hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og svo haldið sæti sínu í efstu deild. Náðu fimmta sæti sem nýliðar í Hörpudeildinni Þessu náðu Stjörnumenn á árunum 1988 til 1990 en Garðabæjarliðið endaði í fimmta sæti sem nýliði í Hörpudeildinni sumarið 1990. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og fyrrum forsætisráðherra var lykilmaður í þessu spútnikliði Stjörnunnar. Hann var tvítugur þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Bjarni spilaði alla 17 leikina og skoraði 3 mörk þegar Stjarnan vann C-deildina (þá 3. deild) sumarið 1988. Sumarið eftir spilaði Bjarni alla 18 leikina og skoraði í þeim eitt mark þegar Stjarnan vann B-deildina (þá 2. deild). Þetta þýddi að Stjarnan átti lið í efstu deild í fyrsta sinn. Stjörnuliðið hafði unnið 29 af 35 leikjum sínum á þessum tveimur tímabilum og skoraði í þeim 111 mörk eða 3,17 mörk að meðaltali í leik. Bjarni Benediktsson lék alla leikina á þessum þremur tímabilum Skagamennirnir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson skoruðu saman 43 deildar mörk á þessum tveimur tímabilum, 1988 og 1989, Árni 27 og Sveinbjörn 16. Þá var hinn ungi Valdimar Kristófersson með 21 deildarmark fyrir Stjörnuna frá 1988-89. Bjarni lék líka alla 18 leikina á þessu fyrsta tímabili Stjörnunnar í efstu deild og hinir þrír voru allir í stórum hlutverkum áfram. Árni skoraði fimm mörk, Sveinbjörn fjögur mörk og Valdimar var með tvö. Bjarni Benediktsson var ásamt Birgi Sigfússon eini leikmaður Garðabæjarliðsins sem náði að spila alls 53 leikina á þessum þremur sögulegu tímabilum. Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ???
Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ???
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira