25 dagar í Pepsi Max: Bjarni Ben var lykilmaður í liði sem fór sömu leið og Grótta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 12:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands, sést hér hitta blaðamenn í Ráðherrabústaðnum. Hann var öflugur miðvörður í fótbolta á sínum yngri árum. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 25 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nýliðarnir af Seltjarnarnesi munu í sumar spila í efstu deild í fyrsta sinna. Grótta hefur oft átt handboltalið í efstu deild karla en fótboltastrákar félagsins náðu sögulegu takmarki síðasta haust. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar Grótta er sjötta liðið sem nær því að komast upp í efstu deild með því að fara upp úr C-deildinni og upp í A-deildina á aðeins tveimur árum. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar en þetta gerðu einnig Leiftur frá Ólafsfirði og Fylkir úr Árbænum þegar þau komust upp í fyrsta sinn á níunda áratugnum. Það er þó eitt lið sem stendur upp úr þessum hópi og það eru Stjörnumenn. Stjörnuliðið frá 1990 er eina liðið sem hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og svo haldið sæti sínu í efstu deild. Náðu fimmta sæti sem nýliðar í Hörpudeildinni Þessu náðu Stjörnumenn á árunum 1988 til 1990 en Garðabæjarliðið endaði í fimmta sæti sem nýliði í Hörpudeildinni sumarið 1990. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og fyrrum forsætisráðherra var lykilmaður í þessu spútnikliði Stjörnunnar. Hann var tvítugur þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Bjarni spilaði alla 17 leikina og skoraði 3 mörk þegar Stjarnan vann C-deildina (þá 3. deild) sumarið 1988. Sumarið eftir spilaði Bjarni alla 18 leikina og skoraði í þeim eitt mark þegar Stjarnan vann B-deildina (þá 2. deild). Þetta þýddi að Stjarnan átti lið í efstu deild í fyrsta sinn. Stjörnuliðið hafði unnið 29 af 35 leikjum sínum á þessum tveimur tímabilum og skoraði í þeim 111 mörk eða 3,17 mörk að meðaltali í leik. Bjarni Benediktsson lék alla leikina á þessum þremur tímabilum Skagamennirnir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson skoruðu saman 43 deildar mörk á þessum tveimur tímabilum, 1988 og 1989, Árni 27 og Sveinbjörn 16. Þá var hinn ungi Valdimar Kristófersson með 21 deildarmark fyrir Stjörnuna frá 1988-89. Bjarni lék líka alla 18 leikina á þessu fyrsta tímabili Stjörnunnar í efstu deild og hinir þrír voru allir í stórum hlutverkum áfram. Árni skoraði fimm mörk, Sveinbjörn fjögur mörk og Valdimar var með tvö. Bjarni Benediktsson var ásamt Birgi Sigfússon eini leikmaður Garðabæjarliðsins sem náði að spila alls 53 leikina á þessum þremur sögulegu tímabilum. Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ??? Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 25 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nýliðarnir af Seltjarnarnesi munu í sumar spila í efstu deild í fyrsta sinna. Grótta hefur oft átt handboltalið í efstu deild karla en fótboltastrákar félagsins náðu sögulegu takmarki síðasta haust. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar Grótta er sjötta liðið sem nær því að komast upp í efstu deild með því að fara upp úr C-deildinni og upp í A-deildina á aðeins tveimur árum. Þórsarar frá Akureyri hafa náð þessu tvisvar en þetta gerðu einnig Leiftur frá Ólafsfirði og Fylkir úr Árbænum þegar þau komust upp í fyrsta sinn á níunda áratugnum. Það er þó eitt lið sem stendur upp úr þessum hópi og það eru Stjörnumenn. Stjörnuliðið frá 1990 er eina liðið sem hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum og svo haldið sæti sínu í efstu deild. Náðu fimmta sæti sem nýliðar í Hörpudeildinni Þessu náðu Stjörnumenn á árunum 1988 til 1990 en Garðabæjarliðið endaði í fimmta sæti sem nýliði í Hörpudeildinni sumarið 1990. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands og fyrrum forsætisráðherra var lykilmaður í þessu spútnikliði Stjörnunnar. Hann var tvítugur þegar hann spilaði sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Bjarni spilaði alla 17 leikina og skoraði 3 mörk þegar Stjarnan vann C-deildina (þá 3. deild) sumarið 1988. Sumarið eftir spilaði Bjarni alla 18 leikina og skoraði í þeim eitt mark þegar Stjarnan vann B-deildina (þá 2. deild). Þetta þýddi að Stjarnan átti lið í efstu deild í fyrsta sinn. Stjörnuliðið hafði unnið 29 af 35 leikjum sínum á þessum tveimur tímabilum og skoraði í þeim 111 mörk eða 3,17 mörk að meðaltali í leik. Bjarni Benediktsson lék alla leikina á þessum þremur tímabilum Skagamennirnir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson skoruðu saman 43 deildar mörk á þessum tveimur tímabilum, 1988 og 1989, Árni 27 og Sveinbjörn 16. Þá var hinn ungi Valdimar Kristófersson með 21 deildarmark fyrir Stjörnuna frá 1988-89. Bjarni lék líka alla 18 leikina á þessu fyrsta tímabili Stjörnunnar í efstu deild og hinir þrír voru allir í stórum hlutverkum áfram. Árni skoraði fimm mörk, Sveinbjörn fjögur mörk og Valdimar var með tvö. Bjarni Benediktsson var ásamt Birgi Sigfússon eini leikmaður Garðabæjarliðsins sem náði að spila alls 53 leikina á þessum þremur sögulegu tímabilum. Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ???
Lið sem hafa farið úr C- í A-deild á tveimur tímabilum: Þór Akureyri (1975-1977) - 10. sæti og fall Leiftur (1986-1988) - 9. sæti og fall Fylkir (1987-1989) - 9. sæti og fall Stjarnan (1988-1990) - 5. sæti (féllu 1991) Þór Akureyri (2000-2002) - 10. sæti og fall Grótta (2018-2020) - ???
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira