Viðurkennir mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2020 17:00 Ósáttir leikmenn Atlético Madrid hópast að Mark Clattenburg í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir fjórum árum. getty/Clive Rose Enski dómarinn Mark Clattenburg viðurkennir að hafa gert mistök í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2016 þar sem Madrídar-liðin Real og Atlético mættust. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Real Madrid vann í vítaspyrnukeppni, 5-3. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, kom sínum mönnum yfir í fyrri hálfleik. Clattenburg segir að markið hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu. „Real Madrid var 1-0 yfir í hálfleik vegna marks sem var tæp rangstaða. Við áttuðum okkur á því í hálfleik. Þetta var erfið ákvörðun og aðstoðarmaður minn missti af þessu,“ sagði Clattenburg. „Snemma í seinni hálfleik gaf ég Atlético vítaspyrnu. Pepe [leikmaður Real Madrid] var æfur og sagði við mig að þetta væri ekki víti. Þá sagði ég við hann að fyrsta markið hefði ekki átt að standa. Þá þagnaði hann. Þetta hljómar kannski skringilega því tvær rangar ákvarðanir samsvara ekki einni réttri. Dómarar hugsa ekki þannig en leikmenn gera það. Ég vissi að ef ég myndi segja þetta við Pepe myndi hann róast.“ Antoine Griezmann skaut í slá úr vítaspyrnunni en varamaðurinn Yannick Carrasco jafnaði fyrir Atlético ellefu mínútum fyrir leikslok. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni eins og áður sagði. Leikmenn Real Madrid skoruðu þar úr öllum sínum spyrnum og fögnuðu Evrópumeistaratitlinum. Clattenburg dæmdi ekki bara úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 heldur einnig úrslit Evrópumótsins þar sem Portúgal vann Frakkland, 1-0. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Enski dómarinn Mark Clattenburg viðurkennir að hafa gert mistök í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2016 þar sem Madrídar-liðin Real og Atlético mættust. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Real Madrid vann í vítaspyrnukeppni, 5-3. Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, kom sínum mönnum yfir í fyrri hálfleik. Clattenburg segir að markið hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu. „Real Madrid var 1-0 yfir í hálfleik vegna marks sem var tæp rangstaða. Við áttuðum okkur á því í hálfleik. Þetta var erfið ákvörðun og aðstoðarmaður minn missti af þessu,“ sagði Clattenburg. „Snemma í seinni hálfleik gaf ég Atlético vítaspyrnu. Pepe [leikmaður Real Madrid] var æfur og sagði við mig að þetta væri ekki víti. Þá sagði ég við hann að fyrsta markið hefði ekki átt að standa. Þá þagnaði hann. Þetta hljómar kannski skringilega því tvær rangar ákvarðanir samsvara ekki einni réttri. Dómarar hugsa ekki þannig en leikmenn gera það. Ég vissi að ef ég myndi segja þetta við Pepe myndi hann róast.“ Antoine Griezmann skaut í slá úr vítaspyrnunni en varamaðurinn Yannick Carrasco jafnaði fyrir Atlético ellefu mínútum fyrir leikslok. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni eins og áður sagði. Leikmenn Real Madrid skoruðu þar úr öllum sínum spyrnum og fögnuðu Evrópumeistaratitlinum. Clattenburg dæmdi ekki bara úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 heldur einnig úrslit Evrópumótsins þar sem Portúgal vann Frakkland, 1-0.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira