Fyrsta skrefið er að taka RÚV af auglýsingamarkaði Jón Kaldal skrifar 15. apríl 2020 09:30 Hér er tillaga til fólksins á Alþingi: setjum í salt hugmyndir um að veita fé úr ríkissjóði til einkarekinna fjölmiðla. Mun árangursríkari leið til að styrkja íslenska fjölmiðlun er að taka Ríkisútvarpið (RÚV) af auglýsingamarkaði. Auglýsingafjármagnið sem myndi þá leita annað yrði öflug vítamínsprauta fyrir einkareknu miðlana. Ef frumvarp menntamálaráðherra (lagt fram á Alþingi í desember) verður að lögum munu um 400 milljón krónur fara í endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar til einkarekinna fjölmiðla. Til samanburðar sótti RÚV rúmlega 2,3 milljarða króna á auglýsingamarkað í fyrra, eða um sex sinnum hærri upphæð. Súrefnið minnkar Síðastliðinn áratug hafa aðstæður íslenskra fjölmiðla til að fjármagna starfsemi sína gjörbreyst. Áður kepptu þeir nánast eingöngu sín á milli í tekjuöflun með sölu á auglýsingum og áskriftum, en nú hafa alþjóðleg stórfyrirtæki, Facebook, Google, Spotify, Netflix og fleiri blandað sér í slaginn og mun hlutur þeirra aðeins fara vaxandi á næstu árum. Þessi þróun veldur því óhjákvæmilega að minna fjármagn verður til að standa undir innlendri efnisframleiðslu og samkeppnin um fjármagnið harðnar. Í þessu rekstrarumhverfi þar sem súrefnið hefur farið minnkandi þrengja mikil umsvif RÚV á auglýsingamarkaði enn meira en áður að einkareknum fjölmiðlum. Sterk staða útvarps- og sjónvarpsrása RÚV í áhorfi og hlustun meðal þjóðarinnar og ágeng sölumennska tryggir ríkisfjölmiðlinum stóran hluta af andrými allra í samkeppninni um birtingafé fyrir auglýsingar. Meira íslenskt efni Vissulega er ekk hægt að gera ráð fyrir að allar auglýsingatekjur RÚV færist sjálfkrafa til einkamiðlanna. En þótt það væri ekki nema helmingur væri upphæðin um þrisvar sinnum hærri en gert er ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þannig væri hægt að efla rekstrarumhverfi miðlanna verulega og skapa pláss fyrir fleiri til að freisti gæfunnar í fjölmiðlarekstri og framleiðslu á innlendu efni. Staðreyndin er sú að til að styrkja stöðu sína í samkeppni um lestur/áhorf/hlustun gagnvart erlendum efnsveitum - og ekki síður sín á milli - verða innlend fjölmiðlafyrirtæki að bjóða upp á íslenskt efni. Það hefur sýnt sig í öllum löndum að fólk velur efni frá heimalandi sínu fram yfir erlent. Að bjóða upp á áhugavert íslenskt efni er því einfaldlega spurning um líf eða dauða fyrir fjölmiðla. Núverandi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði stendur í raun í vegi fyrir samkeppni og stuðlar að fábreyttari fjölmiðlun. Mikilvægt er að hafa í huga að RÚV mun eftir sem áður þurfa að sinna lögbundnu menningarhlutverki sínu, sem er fyrst og fremst framleiðsla á innlendu efni. Sjálfsagt væri að skoða hvort ekki mætti fella lestur dánarfregna og jarðarfaratilkynninga þar undir og hafa sem gjaldfrjálsa þjónustu fyrir þjóðina. Þetta er séríslenskt útvarpsefni sem á sér sérstakan stað í þjóðarsálinni. Bjór og getraunir Til að auka tekjumöguleika einkarekinna fjölmiðla og jafna aðstöðumun milli þeirra og erlendra miðla sem eru aðgengilegir á netinu og víðar, hefur Alþingi í hendi sér að ganga lengra en að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta yrði gert með því að endurskoða hvaða vörur og þjónustu er leyfilegt að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Þannig væri til dæmis hægt að heimila auglýsingar á áfengum drykkjum með að lágmarki sömu skilyrðum og koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Sömuleiðis mætti heimila fjölmiðlum að birta auglýsingar og kynningar frá happdrættis- og getraunafyrirtækjum burtséð frá þjóðerni þeirra, einnig að lágmarki með þeim skilyrðum sem koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þeim efnum. Einkaréttur innlendra happdrættis- og getraunafyrirtækja á að auglýsa starfsemi sína er tímaskekkja í netvæddum heimi. Þessi breyting ein og sér myndi skjóta styrkum stoðum undir íþróttafréttasíður, sem eru nú þegar fullar af vörumerkjum bjór- og getraunafyrirtækja sem auglýsa grimmt á búningum keppnisliða um allan heim. Ef ekkert ef þessu dugar má mögulega taka aftur fram frumvarp um beingreiðslur úr ríkissjóði til einkarekinni miðla að uppfylltum skilyrðum. Það væri þó afturför fyrir sjálfstæði frjálsrar fjölmiðlunar í landinu að vera upp á fjármagn frá ríkinu komið. Höfundur hefur starfað við einkarekna fjölmiðla í 27 ár, sem blaðamaður, ritstjóri og eigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Auglýsingamarkaður Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er tillaga til fólksins á Alþingi: setjum í salt hugmyndir um að veita fé úr ríkissjóði til einkarekinna fjölmiðla. Mun árangursríkari leið til að styrkja íslenska fjölmiðlun er að taka Ríkisútvarpið (RÚV) af auglýsingamarkaði. Auglýsingafjármagnið sem myndi þá leita annað yrði öflug vítamínsprauta fyrir einkareknu miðlana. Ef frumvarp menntamálaráðherra (lagt fram á Alþingi í desember) verður að lögum munu um 400 milljón krónur fara í endurgreiðslur ritstjórnarkostnaðar til einkarekinna fjölmiðla. Til samanburðar sótti RÚV rúmlega 2,3 milljarða króna á auglýsingamarkað í fyrra, eða um sex sinnum hærri upphæð. Súrefnið minnkar Síðastliðinn áratug hafa aðstæður íslenskra fjölmiðla til að fjármagna starfsemi sína gjörbreyst. Áður kepptu þeir nánast eingöngu sín á milli í tekjuöflun með sölu á auglýsingum og áskriftum, en nú hafa alþjóðleg stórfyrirtæki, Facebook, Google, Spotify, Netflix og fleiri blandað sér í slaginn og mun hlutur þeirra aðeins fara vaxandi á næstu árum. Þessi þróun veldur því óhjákvæmilega að minna fjármagn verður til að standa undir innlendri efnisframleiðslu og samkeppnin um fjármagnið harðnar. Í þessu rekstrarumhverfi þar sem súrefnið hefur farið minnkandi þrengja mikil umsvif RÚV á auglýsingamarkaði enn meira en áður að einkareknum fjölmiðlum. Sterk staða útvarps- og sjónvarpsrása RÚV í áhorfi og hlustun meðal þjóðarinnar og ágeng sölumennska tryggir ríkisfjölmiðlinum stóran hluta af andrými allra í samkeppninni um birtingafé fyrir auglýsingar. Meira íslenskt efni Vissulega er ekk hægt að gera ráð fyrir að allar auglýsingatekjur RÚV færist sjálfkrafa til einkamiðlanna. En þótt það væri ekki nema helmingur væri upphæðin um þrisvar sinnum hærri en gert er ráð fyrir í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þannig væri hægt að efla rekstrarumhverfi miðlanna verulega og skapa pláss fyrir fleiri til að freisti gæfunnar í fjölmiðlarekstri og framleiðslu á innlendu efni. Staðreyndin er sú að til að styrkja stöðu sína í samkeppni um lestur/áhorf/hlustun gagnvart erlendum efnsveitum - og ekki síður sín á milli - verða innlend fjölmiðlafyrirtæki að bjóða upp á íslenskt efni. Það hefur sýnt sig í öllum löndum að fólk velur efni frá heimalandi sínu fram yfir erlent. Að bjóða upp á áhugavert íslenskt efni er því einfaldlega spurning um líf eða dauða fyrir fjölmiðla. Núverandi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði stendur í raun í vegi fyrir samkeppni og stuðlar að fábreyttari fjölmiðlun. Mikilvægt er að hafa í huga að RÚV mun eftir sem áður þurfa að sinna lögbundnu menningarhlutverki sínu, sem er fyrst og fremst framleiðsla á innlendu efni. Sjálfsagt væri að skoða hvort ekki mætti fella lestur dánarfregna og jarðarfaratilkynninga þar undir og hafa sem gjaldfrjálsa þjónustu fyrir þjóðina. Þetta er séríslenskt útvarpsefni sem á sér sérstakan stað í þjóðarsálinni. Bjór og getraunir Til að auka tekjumöguleika einkarekinna fjölmiðla og jafna aðstöðumun milli þeirra og erlendra miðla sem eru aðgengilegir á netinu og víðar, hefur Alþingi í hendi sér að ganga lengra en að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þetta yrði gert með því að endurskoða hvaða vörur og þjónustu er leyfilegt að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum. Þannig væri til dæmis hægt að heimila auglýsingar á áfengum drykkjum með að lágmarki sömu skilyrðum og koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þessum málaflokki. Sömuleiðis mætti heimila fjölmiðlum að birta auglýsingar og kynningar frá happdrættis- og getraunafyrirtækjum burtséð frá þjóðerni þeirra, einnig að lágmarki með þeim skilyrðum sem koma fram í tilskipun Evrópusambandsins í þeim efnum. Einkaréttur innlendra happdrættis- og getraunafyrirtækja á að auglýsa starfsemi sína er tímaskekkja í netvæddum heimi. Þessi breyting ein og sér myndi skjóta styrkum stoðum undir íþróttafréttasíður, sem eru nú þegar fullar af vörumerkjum bjór- og getraunafyrirtækja sem auglýsa grimmt á búningum keppnisliða um allan heim. Ef ekkert ef þessu dugar má mögulega taka aftur fram frumvarp um beingreiðslur úr ríkissjóði til einkarekinni miðla að uppfylltum skilyrðum. Það væri þó afturför fyrir sjálfstæði frjálsrar fjölmiðlunar í landinu að vera upp á fjármagn frá ríkinu komið. Höfundur hefur starfað við einkarekna fjölmiðla í 27 ár, sem blaðamaður, ritstjóri og eigandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun