Þakklát og spennt yfir því að geta keppt í golfi: „Hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 20:00 Valdís Þóra Jónsdóttir ætti að vera að keppa á Spáni en verður þess í stað ein níu kvenna sem keppa í blíðviðrinu í Mosfellsbæ um helgina. Haraldur Franklín Magnús ætlaði að flytja til Spánar en verður einn þrjátíu karla á mótinu í Mosó. SAMSETT MYND/STÖÐ 2 SPORT Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við kylfingana í Sportpakkanum í dag, þar á meðal Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem enn gætu verið að freista þess að komast á Ólympíuleika í sumar ef íþróttalíf hefði ekki verið stöðvað og leikunum frestað um eitt ár. „Ég spilaði hérna í gær og völlurinn er í flottu standi, og það er gaman að sjá að það eru allar með. Þetta verður skemmtileg helgi,“ segir Valdís Þóra, sem hefði átt að vera á Spáni núna og í Frakklandi í síðustu viku, og ætlaði sér að vera erlendis fram í júní. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að koma til Íslands að keppa aftur eftir að hafa verið svona lengi í burtu. Ég er ekki búin að keppa á Íslandi síðan árið 2016 á Íslandsmótinu,“ segir Ólafía sem ætlaði sér að vera að berjast um keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni um þetta leyti. „Ég er bara spenntur að fara aftur að keppa í golfi og pínu þakklátur fyrir að það sé að fara í gang hér á Íslandi því það er ekki að gerast úti í heimi. Ég hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir svo að við sjáum hvernig þetta fer,“ sagði Haraldur Franklín Magnús, og Axel Bóasson tók undir það. „Ég er búinn að vera að vinna og ekki búinn að ná að æfa nægilega mikið, en búinn að taka tvo hringi og hlakka til að mæta á morgun og taka 36 holur með þessum krökkum,“ sagði Axel. Klippa: Bestu kylfingar landsins mætast á golfmóti í Mosfellsbæ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportpakkinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bestu kylfingar Íslands eru þakklátir og spenntir yfir því að geta byrjað að keppa í golfi að nýju á morgun þegar ÍSAM-mótið hefst í Mosfellsbæ. Flestir væru þeir að spila á mótum erlendis þessa dagana ef að kórónuveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við kylfingana í Sportpakkanum í dag, þar á meðal Valdísi Þóru Jónsdóttur og Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem enn gætu verið að freista þess að komast á Ólympíuleika í sumar ef íþróttalíf hefði ekki verið stöðvað og leikunum frestað um eitt ár. „Ég spilaði hérna í gær og völlurinn er í flottu standi, og það er gaman að sjá að það eru allar með. Þetta verður skemmtileg helgi,“ segir Valdís Þóra, sem hefði átt að vera á Spáni núna og í Frakklandi í síðustu viku, og ætlaði sér að vera erlendis fram í júní. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að koma til Íslands að keppa aftur eftir að hafa verið svona lengi í burtu. Ég er ekki búin að keppa á Íslandi síðan árið 2016 á Íslandsmótinu,“ segir Ólafía sem ætlaði sér að vera að berjast um keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni um þetta leyti. „Ég er bara spenntur að fara aftur að keppa í golfi og pínu þakklátur fyrir að það sé að fara í gang hér á Íslandi því það er ekki að gerast úti í heimi. Ég hugsa að allir séu svolítið ryðgaðir svo að við sjáum hvernig þetta fer,“ sagði Haraldur Franklín Magnús, og Axel Bóasson tók undir það. „Ég er búinn að vera að vinna og ekki búinn að ná að æfa nægilega mikið, en búinn að taka tvo hringi og hlakka til að mæta á morgun og taka 36 holur með þessum krökkum,“ sagði Axel. Klippa: Bestu kylfingar landsins mætast á golfmóti í Mosfellsbæ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportpakkinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira