McIlroy gagnrýnir Trump og vill ekki spila aftur við hann Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 07:00 Rory McIlroy sló væntanlega í gegn hjá öllum með ummælum sínum um Donald Trump. VÍSIR/GETTY Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist ekki hafa áhuga á því að spila aftur golf við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og efast reyndar um að hann fái aftur slíkt boð eftir að hafa sett út á það hvernig Trump hefur tekist á við kórónuveirufaraldurinn. McIlroy var boðið að spila golf við Trump í febrúar árið 2017 og kveðst hafa gert það af virðingu fyrir forsetaembættinu. „Ég hef kosið að gera það ekki aftur síðan þá,“ sagði McIlroy í hlaðvarpsþætti McKellar tímaritsins. Hann segist hafa notið dagsins með Trump og að forsetinn hafi verið mjög almennilegur við alla. „Það þýðir hins vegar ekki að ég sé sammála öllu sem hann segir, eða í raun nokkru sem hann segir,“ sagði McIlroy sem vill meina að Trump hafi viljað nota faraldurinn í pólitískum tilgangi. „Eins og að þetta sé einhver keppni. Sumt af þessu er alveg hræðilegt. Svona á leiðtogi ekki að haga sér. Menn þurfa að geta verið diplómatískir, og mér finnst hann ekki hafa sýnt það, sérstaklega á þessum tímum,“ sagði McIlroy sem var svo spurður hvort hann gæti hugsað sér að spila aftur við forsetann: „Ég veit ekki hvort að hann myndi vilja það eftir það sem ég hef sagt. Ég veit að það hljómar eins og að með því að segja nei væri ég að reyna að forðast að setja mig í erfiða stöðu eða verða fyrir gagnrýni, en nei, ég myndi ekki gera það.“ Eftir langt hlé frá keppni vegna faraldursins mun McIlroy keppa að nýju á morgun þegar hann spilar með Dustin Johnson gegn Rickie Fowler og Matthew Wolff í keppni þar sem safna á 4 milljónum Bandaríkjadala til góðgerðamála vegna faraldursins. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Golf Donald Trump Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segist ekki hafa áhuga á því að spila aftur golf við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og efast reyndar um að hann fái aftur slíkt boð eftir að hafa sett út á það hvernig Trump hefur tekist á við kórónuveirufaraldurinn. McIlroy var boðið að spila golf við Trump í febrúar árið 2017 og kveðst hafa gert það af virðingu fyrir forsetaembættinu. „Ég hef kosið að gera það ekki aftur síðan þá,“ sagði McIlroy í hlaðvarpsþætti McKellar tímaritsins. Hann segist hafa notið dagsins með Trump og að forsetinn hafi verið mjög almennilegur við alla. „Það þýðir hins vegar ekki að ég sé sammála öllu sem hann segir, eða í raun nokkru sem hann segir,“ sagði McIlroy sem vill meina að Trump hafi viljað nota faraldurinn í pólitískum tilgangi. „Eins og að þetta sé einhver keppni. Sumt af þessu er alveg hræðilegt. Svona á leiðtogi ekki að haga sér. Menn þurfa að geta verið diplómatískir, og mér finnst hann ekki hafa sýnt það, sérstaklega á þessum tímum,“ sagði McIlroy sem var svo spurður hvort hann gæti hugsað sér að spila aftur við forsetann: „Ég veit ekki hvort að hann myndi vilja það eftir það sem ég hef sagt. Ég veit að það hljómar eins og að með því að segja nei væri ég að reyna að forðast að setja mig í erfiða stöðu eða verða fyrir gagnrýni, en nei, ég myndi ekki gera það.“ Eftir langt hlé frá keppni vegna faraldursins mun McIlroy keppa að nýju á morgun þegar hann spilar með Dustin Johnson gegn Rickie Fowler og Matthew Wolff í keppni þar sem safna á 4 milljónum Bandaríkjadala til góðgerðamála vegna faraldursins. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf.
Golf Donald Trump Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira