Ketilbjalla fyrir þrautseigjuvöðvann Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:30 Þegar sumarmyndir berast manni frá grænu grasi í skandinavíu og svo ekki sé talað um myndir á samfélagsmiðlum af ofur hressu ofurfólki að svitna kolvetnalausu páskaeggjunum sínum í allt of mörgum armbeygjum er mikilvægt að muna að þetta gengur allt saman yfir. Brátt munu moskítóflugurnar byrja að bíta Skandinavanna og sá sem gerir margar armbeygjur er ekki fullkominn þó hann hafi verið duglegur í þær 4 sekúndur sem þú gægðist inní lífi hans. Þetta mun líka ganga yfir er ein af uppáhalds möntrunum mínum og ein af þeim gjöfum sem hugleiðsla hefur fært mér. Þetta er ketilbjallan mín þegar ég þarf að æfa þrautseigjuvöðvann minn. Æfingaprógramið er ekki svona WOD og það þarf ekki að skipta um föt til þess að hefja æfingu. Það eina sem þú þarft að gera er að draga andann djúpt og endurtaka þessi orð: Þetta mun líka ganga yfir. Það hefur reynt mikið á þennan vöðva hjá mörgum undanfarnar vikur. Það er erfitt að upplifa veikindi, missa jafnvel vinnuna, reka heimaskóla samhliða fullri vinnu eða sjá hagkerfið kólna eins og hraunmola úr eldgosi sem hættir hægt og rólega að vera rauðglóandi og verður kolbikarsvartur. Fréttir síðustu viku rifjuðu upp fyrir okkur myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Þrautseigjuvöðvinn minn hneigir sig fyrir öllu því duglega fólki sem þá mokaði öskunni í burtu til þess að hægt væri að hefja daglegt líf aftur þar sem allt fór á kaf. Það fólk fékk nýjan stað í tilverunni til að miða við. Aðrir hlutir urðu einfaldari í samanburði við það verkefni. Þau komust í gegnum þetta og eru sterkari fyrir vikið. Það er verið að búa til nýjan viðmiðun fyrir okkur þessar vikurnar. Á þrautseigjunni komumst við í gegnum þetta og horfum síðar til baka og segjum: Sjáðu tindinn þarna fór ég! Byrjaðu að flexa þrautseigjuvöðvann strax í dag, því það hjálpar. Ekki bara þegar erfiðleikarnir eru við það að draga þig ofan í rauðglóandi hraunflæðið heldur líka þegar þetta allt saman er búið. Þeir sem hafa æft upp ofurstælta þrautseigjuvöðva með þessum hætti eru nefnilega ánægðir með að vera komnir í gegnum erfiðleikana því þeir viðurkenna að þetta hafi verið erfitt, gleðjast yfir því að vera komnir í gegnum erfiðleikana og þakka sínum sínum andlega styrk. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar sumarmyndir berast manni frá grænu grasi í skandinavíu og svo ekki sé talað um myndir á samfélagsmiðlum af ofur hressu ofurfólki að svitna kolvetnalausu páskaeggjunum sínum í allt of mörgum armbeygjum er mikilvægt að muna að þetta gengur allt saman yfir. Brátt munu moskítóflugurnar byrja að bíta Skandinavanna og sá sem gerir margar armbeygjur er ekki fullkominn þó hann hafi verið duglegur í þær 4 sekúndur sem þú gægðist inní lífi hans. Þetta mun líka ganga yfir er ein af uppáhalds möntrunum mínum og ein af þeim gjöfum sem hugleiðsla hefur fært mér. Þetta er ketilbjallan mín þegar ég þarf að æfa þrautseigjuvöðvann minn. Æfingaprógramið er ekki svona WOD og það þarf ekki að skipta um föt til þess að hefja æfingu. Það eina sem þú þarft að gera er að draga andann djúpt og endurtaka þessi orð: Þetta mun líka ganga yfir. Það hefur reynt mikið á þennan vöðva hjá mörgum undanfarnar vikur. Það er erfitt að upplifa veikindi, missa jafnvel vinnuna, reka heimaskóla samhliða fullri vinnu eða sjá hagkerfið kólna eins og hraunmola úr eldgosi sem hættir hægt og rólega að vera rauðglóandi og verður kolbikarsvartur. Fréttir síðustu viku rifjuðu upp fyrir okkur myndir af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Þrautseigjuvöðvinn minn hneigir sig fyrir öllu því duglega fólki sem þá mokaði öskunni í burtu til þess að hægt væri að hefja daglegt líf aftur þar sem allt fór á kaf. Það fólk fékk nýjan stað í tilverunni til að miða við. Aðrir hlutir urðu einfaldari í samanburði við það verkefni. Þau komust í gegnum þetta og eru sterkari fyrir vikið. Það er verið að búa til nýjan viðmiðun fyrir okkur þessar vikurnar. Á þrautseigjunni komumst við í gegnum þetta og horfum síðar til baka og segjum: Sjáðu tindinn þarna fór ég! Byrjaðu að flexa þrautseigjuvöðvann strax í dag, því það hjálpar. Ekki bara þegar erfiðleikarnir eru við það að draga þig ofan í rauðglóandi hraunflæðið heldur líka þegar þetta allt saman er búið. Þeir sem hafa æft upp ofurstælta þrautseigjuvöðva með þessum hætti eru nefnilega ánægðir með að vera komnir í gegnum erfiðleikana því þeir viðurkenna að þetta hafi verið erfitt, gleðjast yfir því að vera komnir í gegnum erfiðleikana og þakka sínum sínum andlega styrk. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar