Fer ekki saman að segja fólki upp og nýta hlutabótaúrræði á sama tíma segir forstjóri Vinnumálastofnunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 21:00 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir alls ekki fara saman að segja upp starfsfólki og nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda á uppsagnartímanum. Fyrirtæki sem hugsanlega hafi miskilið þetta eru hvött til að draga uppsagnir til baka. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. „Við höfum komist að niðurstöðu hérna hjá stofnuninni. Við höfum bara verið að kasta á milli okkar skoðunum, aðilar vinnumarkaðarins og við og niðurstaðan okkar er sú að þetta fari alls ekki saman,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Sjá einnig: Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Félags- og barnamálaráðherra tekur undir túlkun stofnunarinnar. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin með öðrum hætti. Unnur hvetur þau fyrirtæki sem hugsanlega hafi brugðið á þetta ráð til að endurskoða. „Annað hvort að draga uppsagnirnar til baka ef að þau geta og vilja hafa fólk á minnkuðu starfshlutfalli. Eða þá að því miður verða þau kannski að taka skrefið til fulls og segja upp sem er náttúrlega afar leitt en tilgangur þessa ákvæðis, sem er til bráðabyrgða í tvo og hálfan mánuð var að auka möguleika fólks, atvinnurekenda og starfsfólksins til þess að viðhalda sínu ráðningarsambandi, ekki til þess að láta uppsagnarfrestinn líða. Því miður það var bara ekki tilgangurinn,“ segir Unnur. Hafi einhver fyrirtæki misskilið reglurnar eða meðvitað brugðið á þetta ráð muni stofnunin alltaf komast að því þegar fram líða stundir. „Okkar túlkun er þessi og ef að fólk er ósátt við hana þá verður bara að kæra slíka niðurstöðu þegar fyrir liggur stjórnsýsluákvörðun. Ef við þurfum að synja fólki um greiðslur í minnkuðu starfshlutfalli vegna þess að það er einnig á uppsagnarfresti þá er hægt að kæra þá ákvörðun og svo verður bara að sjá til þegar það liggur fyrir.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir alls ekki fara saman að segja upp starfsfólki og nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda á uppsagnartímanum. Fyrirtæki sem hugsanlega hafi miskilið þetta eru hvött til að draga uppsagnir til baka. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. „Við höfum komist að niðurstöðu hérna hjá stofnuninni. Við höfum bara verið að kasta á milli okkar skoðunum, aðilar vinnumarkaðarins og við og niðurstaðan okkar er sú að þetta fari alls ekki saman,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Sjá einnig: Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Félags- og barnamálaráðherra tekur undir túlkun stofnunarinnar. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin með öðrum hætti. Unnur hvetur þau fyrirtæki sem hugsanlega hafi brugðið á þetta ráð til að endurskoða. „Annað hvort að draga uppsagnirnar til baka ef að þau geta og vilja hafa fólk á minnkuðu starfshlutfalli. Eða þá að því miður verða þau kannski að taka skrefið til fulls og segja upp sem er náttúrlega afar leitt en tilgangur þessa ákvæðis, sem er til bráðabyrgða í tvo og hálfan mánuð var að auka möguleika fólks, atvinnurekenda og starfsfólksins til þess að viðhalda sínu ráðningarsambandi, ekki til þess að láta uppsagnarfrestinn líða. Því miður það var bara ekki tilgangurinn,“ segir Unnur. Hafi einhver fyrirtæki misskilið reglurnar eða meðvitað brugðið á þetta ráð muni stofnunin alltaf komast að því þegar fram líða stundir. „Okkar túlkun er þessi og ef að fólk er ósátt við hana þá verður bara að kæra slíka niðurstöðu þegar fyrir liggur stjórnsýsluákvörðun. Ef við þurfum að synja fólki um greiðslur í minnkuðu starfshlutfalli vegna þess að það er einnig á uppsagnarfresti þá er hægt að kæra þá ákvörðun og svo verður bara að sjá til þegar það liggur fyrir.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira