Ákæra klerk fyrir manndráp vegna fjölmennrar samkomu Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2020 09:38 Starfsmaður borgarinnar spautar sótthreinsiefni á götur Delhi. EPA/STR Yfirvöld Indlands hafa ákært múslímskan klerk fyrir manndráp vegna samkomu sem hann hélt í síðasta mánuði. Fjölmörg smit af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafa verið rakin til samkomunnar. Þúsundir sóttu samkomuna sem haldin var í Delhi. Í fyrstu var klerkurinn Muhamad Saad Kandhalvi, ákærður fyrir brot á reglum um fjöldasamkomur, en seinna meir var hann ákærður fyrir að valda dauða fólks. Hann gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Búið er að loka höfuðstöðvum samtakanna Tablighi Jamaat í Delhi og hafa þúsundir sem sóttu fundi þar verið skipaðir í sóttkví. Samkvæmt frétt Reuters segja embættismenn á svæðinu að í byrjun apríl hafi mátt reka þriðjung þeirra tæpu þrjú þúsund tilfella sem búið var að staðfesta til samkomu Tablighi. Síðan þá hefur bætt verulega í staðfestan fjölda smita. Þau eru nú 12.380 og minnst 414 hafa dáið. Á miðvikudaginn var búið að staðfesta 1.561 smit í Delhi og þar af eru 1.080 rakin til samkoma klerksins. Sjá einnig: Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í vikunni að útgöngubann þar í landi yrði framlengt til 3. maí. Embættismenn segjast ekki vera að beita samfélag múslima órétti og telja sig verða að refsa samtökunum og forsvarsmönnum þeirra því þeir hafi hagað sér með mjög óábyrgum hætti. Tablighi Jamaat eru umfangsmikil samtök með starfsemi í um 80 ríkjum. Samtökin eru einnig talin ábyrg fyrir fjölda smita í Pakistan, þar sem til stóð að halda sambærilega samkomu. Henni var frestað en þó ekki fyrr en þúsundir höfðu þegar komið saman. Svipaða sögu er að segja frá Malasíu og öðrum ríkjum í Suðaustur-Asíu. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Yfirvöld Indlands hafa ákært múslímskan klerk fyrir manndráp vegna samkomu sem hann hélt í síðasta mánuði. Fjölmörg smit af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, hafa verið rakin til samkomunnar. Þúsundir sóttu samkomuna sem haldin var í Delhi. Í fyrstu var klerkurinn Muhamad Saad Kandhalvi, ákærður fyrir brot á reglum um fjöldasamkomur, en seinna meir var hann ákærður fyrir að valda dauða fólks. Hann gæti verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Búið er að loka höfuðstöðvum samtakanna Tablighi Jamaat í Delhi og hafa þúsundir sem sóttu fundi þar verið skipaðir í sóttkví. Samkvæmt frétt Reuters segja embættismenn á svæðinu að í byrjun apríl hafi mátt reka þriðjung þeirra tæpu þrjú þúsund tilfella sem búið var að staðfesta til samkomu Tablighi. Síðan þá hefur bætt verulega í staðfestan fjölda smita. Þau eru nú 12.380 og minnst 414 hafa dáið. Á miðvikudaginn var búið að staðfesta 1.561 smit í Delhi og þar af eru 1.080 rakin til samkoma klerksins. Sjá einnig: Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti í vikunni að útgöngubann þar í landi yrði framlengt til 3. maí. Embættismenn segjast ekki vera að beita samfélag múslima órétti og telja sig verða að refsa samtökunum og forsvarsmönnum þeirra því þeir hafi hagað sér með mjög óábyrgum hætti. Tablighi Jamaat eru umfangsmikil samtök með starfsemi í um 80 ríkjum. Samtökin eru einnig talin ábyrg fyrir fjölda smita í Pakistan, þar sem til stóð að halda sambærilega samkomu. Henni var frestað en þó ekki fyrr en þúsundir höfðu þegar komið saman. Svipaða sögu er að segja frá Malasíu og öðrum ríkjum í Suðaustur-Asíu.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira