Hjartnæm kveðja Óla Stef til Guðjóns Vals: „Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 07:30 Ólafur Stefánsson sendi fyrrum kollega sínum úr landsliðinu góðar kveðjur. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar eftir ansi sigursælan feril. Guðjón Valur fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu og fékk margar góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af Seinni bylgjunni. Þar á meðal var ein frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur og Guðjón Valur léku lengi vel saman með landsliðinu og gerðu það einnig hjá AG í Kaupmannahöfn en Ólafur hrósaði Guðjóni mikið í innslaginu. Hann skaut einnig á sinn gamla félaga og sagði að hann yrði örugglega byrjaður aftur eftir ár. Guðjón Valur hafði þetta að segja eftir kveðjuna: „Þetta er það sem gerir okkur Íslendinga sérstaka er að það tala allir saman og allir eru viljugir til að gefa af sér. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera herbergisfélaga Óla í mörg ár og að fylgjast með honum og hafa lært af honum. Ótrúlegur,“ sagði Guðjón. „Ótrúlegt hvað hann hefur hjálpað manni og hann og Aron eru bestu leikmennirnir sem maður hefur spilað með í landsliðsbúningi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið hann veit um handbolta og hvernig hann skilur hann og sér hann. Það er eitthvað sem var nýtt fyrir mér sem hornamann.“ Guðjón Valur segir að Ólafur hafi komið til sín fyrir eitt mótið og sagt við hann að liðið mætti aldrei sjá þá tvo rífast. Guðjón Valur sagði að það hafi verið ákveðin skilaboð til sín. „Eins og hann sagði þá erum við eins og senterarar. Við eigum að hlaupa og sjá um hraðaupphlaupið en ég lærði mikið af því að tala við handbolta og uppsetningu á liði og hvernig maður á að haga sér. Hann kom til mín fyrir eitthvað mótið og sagði: Liðið sér okkur aldrei rífast. Sama hvað þú segir og sama hvað ég segi. Hinn segir já og við dílum við þetta upp á herbergi.“ „Við vorum ekkert að öskra og vera með eitthvað vitleysu en það var mikilvægt fyrir hann og heiður fyrir mig að hann tók mig. Ég vissi að ég væri vara fyrirliði og þegar hann var ekki á svæðinu tók ég við en þegar hann sagði þetta þá sagði ég: Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum. Ef hann biður mig um eitthvað þá geri ég það. Ég sagði bara já. Hann hafði rétt fyrir sér og þá var aldrei neitt vesen.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Óla Stef Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar eftir ansi sigursælan feril. Guðjón Valur fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu og fékk margar góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af Seinni bylgjunni. Þar á meðal var ein frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur og Guðjón Valur léku lengi vel saman með landsliðinu og gerðu það einnig hjá AG í Kaupmannahöfn en Ólafur hrósaði Guðjóni mikið í innslaginu. Hann skaut einnig á sinn gamla félaga og sagði að hann yrði örugglega byrjaður aftur eftir ár. Guðjón Valur hafði þetta að segja eftir kveðjuna: „Þetta er það sem gerir okkur Íslendinga sérstaka er að það tala allir saman og allir eru viljugir til að gefa af sér. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera herbergisfélaga Óla í mörg ár og að fylgjast með honum og hafa lært af honum. Ótrúlegur,“ sagði Guðjón. „Ótrúlegt hvað hann hefur hjálpað manni og hann og Aron eru bestu leikmennirnir sem maður hefur spilað með í landsliðsbúningi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið hann veit um handbolta og hvernig hann skilur hann og sér hann. Það er eitthvað sem var nýtt fyrir mér sem hornamann.“ Guðjón Valur segir að Ólafur hafi komið til sín fyrir eitt mótið og sagt við hann að liðið mætti aldrei sjá þá tvo rífast. Guðjón Valur sagði að það hafi verið ákveðin skilaboð til sín. „Eins og hann sagði þá erum við eins og senterarar. Við eigum að hlaupa og sjá um hraðaupphlaupið en ég lærði mikið af því að tala við handbolta og uppsetningu á liði og hvernig maður á að haga sér. Hann kom til mín fyrir eitthvað mótið og sagði: Liðið sér okkur aldrei rífast. Sama hvað þú segir og sama hvað ég segi. Hinn segir já og við dílum við þetta upp á herbergi.“ „Við vorum ekkert að öskra og vera með eitthvað vitleysu en það var mikilvægt fyrir hann og heiður fyrir mig að hann tók mig. Ég vissi að ég væri vara fyrirliði og þegar hann var ekki á svæðinu tók ég við en þegar hann sagði þetta þá sagði ég: Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum. Ef hann biður mig um eitthvað þá geri ég það. Ég sagði bara já. Hann hafði rétt fyrir sér og þá var aldrei neitt vesen.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Óla Stef Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira