Sitthvað hafast þeir að Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 18. maí 2020 10:30 Nú um mánaðamótin fengu þingmenn hækkun launa sinna, reiknaða út frá launaþróun ársins 2018. Hækkunin var 6,3%. Um hækkun launa þingmanna fer eftir 15. gr. laga um þingfararkaup, nr 88/1995, með síðari breytingum. Þar er útlistað hvernig fara skuli með hækkanir launa þingmanna, eftir að kjararáð, áður kjaradómur, var lagt niður. Nú er Hagstofunni falið að reikna og birta fyrir 1. júní ár hvert, hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Til að einfalda, Hagstofan skal reikna út hvað meðal ríkisstarfsmaðurinn hækkaði í launum í fyrra. Fjársýsla ríkisins skal svo uppfæra krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar. Hér hafa þingmenn komið á þægilega sjálfvirku kerfi. Til samanburðar er fróðlegt að skoða 69. gr. laga um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um hvernig m.a. örorkulífeyrir skuli breytast. Þar segir: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Virðist einfalt, en hvernig hefur framkvæmdin verið? Í áraraðir hefur fjármálaráðuneytið, í undirbúningi fjárlaga, ákveðið þá prósentuhækkun sem áætlað er að vísitala neysluverðs, eða launaþróun verði á árinu. Fjárhæðir örorkulífeyris hækka svo í samræmi við það. En það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Yfirleitt ganga þessar spár fjármálaráðuneytisins ekki eftir. Í umræddri grein segir skýrt að fjárhæðir almannatrygginga skulu taka mið af launaþróun, ekki spá um launaþróun. Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sem sagt, taka mið af launaþróun, eða vísitölu neysluverðs, ef hún er hærri. Ef laun þingmanna breyttust samkvæmt sama viðmiði hefði hækkun þeirra orðið nú 3,4%. Það er sú hækkun sem fjármálaráðuneytið spáði að yrði á launaþróun þessa árs. En nei. Þó hugsun að baki þessum tveimur lagagreinum sé nánast sú sama, taka skal mið af launaþróun, er munurinn helstur að þingmenn sætta sig ekki við neina spá. Og af því að spáin raungerist sjaldnast, dregst örorkulífeyrir aftur úr öllu, svo mikið að nú munar um 80 þúsund krónum á mánuði á örorkulífeyri og lægstu launum. Og seint verður sá ofalinn sem þarf að lifa á lægstu launum. Lengi hefur verið deilt um túlkun 69 gr. Almannatryggingalaga, en nú virðast þingmenn hafa fundið fína lausn, alla vega fyrir sig. Mikið væri nú gott ef það sama yrði látið gilda um aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin fengu þingmenn hækkun launa sinna, reiknaða út frá launaþróun ársins 2018. Hækkunin var 6,3%. Um hækkun launa þingmanna fer eftir 15. gr. laga um þingfararkaup, nr 88/1995, með síðari breytingum. Þar er útlistað hvernig fara skuli með hækkanir launa þingmanna, eftir að kjararáð, áður kjaradómur, var lagt niður. Nú er Hagstofunni falið að reikna og birta fyrir 1. júní ár hvert, hlutfallslega breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár. Til að einfalda, Hagstofan skal reikna út hvað meðal ríkisstarfsmaðurinn hækkaði í launum í fyrra. Fjársýsla ríkisins skal svo uppfæra krónutölufjárhæð til samræmis við tölur Hagstofunnar. Hér hafa þingmenn komið á þægilega sjálfvirku kerfi. Til samanburðar er fróðlegt að skoða 69. gr. laga um almannatryggingar, þar sem kveðið er á um hvernig m.a. örorkulífeyrir skuli breytast. Þar segir: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Virðist einfalt, en hvernig hefur framkvæmdin verið? Í áraraðir hefur fjármálaráðuneytið, í undirbúningi fjárlaga, ákveðið þá prósentuhækkun sem áætlað er að vísitala neysluverðs, eða launaþróun verði á árinu. Fjárhæðir örorkulífeyris hækka svo í samræmi við það. En það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Yfirleitt ganga þessar spár fjármálaráðuneytisins ekki eftir. Í umræddri grein segir skýrt að fjárhæðir almannatrygginga skulu taka mið af launaþróun, ekki spá um launaþróun. Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sem sagt, taka mið af launaþróun, eða vísitölu neysluverðs, ef hún er hærri. Ef laun þingmanna breyttust samkvæmt sama viðmiði hefði hækkun þeirra orðið nú 3,4%. Það er sú hækkun sem fjármálaráðuneytið spáði að yrði á launaþróun þessa árs. En nei. Þó hugsun að baki þessum tveimur lagagreinum sé nánast sú sama, taka skal mið af launaþróun, er munurinn helstur að þingmenn sætta sig ekki við neina spá. Og af því að spáin raungerist sjaldnast, dregst örorkulífeyrir aftur úr öllu, svo mikið að nú munar um 80 þúsund krónum á mánuði á örorkulífeyri og lægstu launum. Og seint verður sá ofalinn sem þarf að lifa á lægstu launum. Lengi hefur verið deilt um túlkun 69 gr. Almannatryggingalaga, en nú virðast þingmenn hafa fundið fína lausn, alla vega fyrir sig. Mikið væri nú gott ef það sama yrði látið gilda um aðra. Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar