Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2020 14:40 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan „Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs þegar hann svaraði spurningu um hvað honum fyndist um slíka gagnrýni. Þannig gagnrýndi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. „Það er algjörlega ljóst að það eru margir ekki sáttir og nákvæmlega eins og margir voru ekki sáttir hvernig við stóðum að því að eiga við þennan faraldur í upphafi, jafnt læknar sem aðrir. Þannig að ég held að það lýsi bara því að fólk hefur áhyggjur af þessum faraldri og hvernig hann muni verða,“ sagði Þórólfur sem bætti við að læknum sem og öðrum væri frjálst að vera ósáttir áður en hann fór yfir því hvaða rök lægu að baki því að opna landamærin aftur. „Menn hafa fullan rétt á því að hafa skoðanir á þessu en ég held að læknar og aðrir þurfi líka að taka tillit til þess að það þarf á einhverjum tímapunkti að opna þetta land og eins og ég hef svo sem lýst áður, hvort sem það verður núna, eftir sex mánuði eða eitt ár, þá stöndum við frammi fyrir þessari spurningu hvernig ætlum við að gera þetta,“ sagði Þórólfur. Betra væri að nýta tækifæri nú á meðan eftirspurn eftir því að koma til Íslands væri lítil. „Ég held að það sé betra að gera þetta núna á meðan það er lítil ásókn í því að komast hingað inn þannig að við fáum þjálfun og reynslu í því hvernig eigi að eiga við þetta þannig að ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta með mál,“ sagði Þórólfur. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var vísað í viðtal við Má Kristjánsson og sagt að það hafi verið í Morgunútvarpi Rásar 2, hið rétta er að það var á Morgunvaktinni á Rás 1, það hefur nú verið lagað. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
„Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs þegar hann svaraði spurningu um hvað honum fyndist um slíka gagnrýni. Þannig gagnrýndi Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum að búið væri að taka ákvörðun um að opna landamærin frá og með 15. júní án þess að til væri raunhæf áætlun um hvernig ætti að gera það. Þá sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ákvörðunin væri umdeild og að sumir læknar væru jafn vel reiðir yfir því að opna ætti landið á nýju. „Það er algjörlega ljóst að það eru margir ekki sáttir og nákvæmlega eins og margir voru ekki sáttir hvernig við stóðum að því að eiga við þennan faraldur í upphafi, jafnt læknar sem aðrir. Þannig að ég held að það lýsi bara því að fólk hefur áhyggjur af þessum faraldri og hvernig hann muni verða,“ sagði Þórólfur sem bætti við að læknum sem og öðrum væri frjálst að vera ósáttir áður en hann fór yfir því hvaða rök lægu að baki því að opna landamærin aftur. „Menn hafa fullan rétt á því að hafa skoðanir á þessu en ég held að læknar og aðrir þurfi líka að taka tillit til þess að það þarf á einhverjum tímapunkti að opna þetta land og eins og ég hef svo sem lýst áður, hvort sem það verður núna, eftir sex mánuði eða eitt ár, þá stöndum við frammi fyrir þessari spurningu hvernig ætlum við að gera þetta,“ sagði Þórólfur. Betra væri að nýta tækifæri nú á meðan eftirspurn eftir því að koma til Íslands væri lítil. „Ég held að það sé betra að gera þetta núna á meðan það er lítil ásókn í því að komast hingað inn þannig að við fáum þjálfun og reynslu í því hvernig eigi að eiga við þetta þannig að ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína og við fáum niðurstöðu í þetta með mál,“ sagði Þórólfur. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var vísað í viðtal við Má Kristjánsson og sagt að það hafi verið í Morgunútvarpi Rásar 2, hið rétta er að það var á Morgunvaktinni á Rás 1, það hefur nú verið lagað.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira