Brynjar leggur fram fyrirspurn um fyrirspurnir Björns Levís Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2020 15:51 Ljóst er að Björn Leví er ekki í uppáhaldi hjá Brynjari Níelssyni né öðrum Sjálfstæðismönnum ef því er að skipta. Þeir hafa nú mætt hans fjölmörgu fyrirspurnum með fyrirspurn og heitir það sennilega krókur á móti bragði. visir/vilhelm Brynjar Níelsson hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra sem heita má nokkuð sérstök. Því fyrirspurnin er fyrirspurn um fyrirspurnir. Brynjar vill sem sagt fá að vita hversu margar vinnustundir hafa farið í það hjá ráðuneytinu að svara fyrirspurnum frá þingflokki Pírata. Köldu hefur andað milli Pírata og Sjálfstæðismanna og sér í lagi hafa Sjálfstæðismenn látið fyrirspurnir frá Birni Leví Gunnarssyni fara í taugarnar á sér, en hann hefur ekki verið spar á spurningarnar. Brynjar ætlar nú að svara í sömu mynt. Með fyrirspurn. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar birtir mynd af fyrirspurn Brynjars og fylgir henni úr hlaði með orðunum: Tíðindi úr sandkassanum. Af þeim orðum Hönnu Katrínar má ráða að henni þyki þetta heldur barnalegt af Brynjari. Tíðindi úr samdkassanum: pic.twitter.com/ZA5hImtJSr— Hanna-Katrín (@HannaKataF) May 18, 2020 En fyrirspurn Brynjars til heilbrigðisráðherra um kostnað ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum er svohljóðandi: Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár? Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins við skrifleg svör frá þingflokki Pírata á yfirstandandi löggjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa farið í að svara þeim Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra Skriflegt svar óskast. (Uppfært 16:18.) Samkvæmt þingskjalaskrá Alþingis liggur fyrir að Brynjar hefur sent sambærilega fyrirspurn á alla ráðherra og/eða ráðuneyti. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira
Brynjar Níelsson hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra sem heita má nokkuð sérstök. Því fyrirspurnin er fyrirspurn um fyrirspurnir. Brynjar vill sem sagt fá að vita hversu margar vinnustundir hafa farið í það hjá ráðuneytinu að svara fyrirspurnum frá þingflokki Pírata. Köldu hefur andað milli Pírata og Sjálfstæðismanna og sér í lagi hafa Sjálfstæðismenn látið fyrirspurnir frá Birni Leví Gunnarssyni fara í taugarnar á sér, en hann hefur ekki verið spar á spurningarnar. Brynjar ætlar nú að svara í sömu mynt. Með fyrirspurn. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar birtir mynd af fyrirspurn Brynjars og fylgir henni úr hlaði með orðunum: Tíðindi úr sandkassanum. Af þeim orðum Hönnu Katrínar má ráða að henni þyki þetta heldur barnalegt af Brynjari. Tíðindi úr samdkassanum: pic.twitter.com/ZA5hImtJSr— Hanna-Katrín (@HannaKataF) May 18, 2020 En fyrirspurn Brynjars til heilbrigðisráðherra um kostnað ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum er svohljóðandi: Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár? Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins við skrifleg svör frá þingflokki Pírata á yfirstandandi löggjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa farið í að svara þeim Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra Skriflegt svar óskast. (Uppfært 16:18.) Samkvæmt þingskjalaskrá Alþingis liggur fyrir að Brynjar hefur sent sambærilega fyrirspurn á alla ráðherra og/eða ráðuneyti.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira