Bjóða fólki að læra nýsköpun á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 17:44 Háskólinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Háskólinn í Reykjavík hefur sett allt námsefni námskeiðsins Nýsköpun og stofnun fyrirtækja á netið og bjóða forsvarsmenn skólans landsmönnum að læra nýsköpun á netinu. Námskeiðið fjallar um þróun á hugmynd að nýrri vöru eða þjónustu, hvernig gera á fjárhagsáætlun, fara í gegnum hönnunarsprett, prófa vöruna og fjármagna hana. Samkvæmt vef HR er þetta stærsta námskeiðið sem kennt er við skólann. Efnið má nálgast hér á vef HR. Námskeiðið tekur þrjár vikur og lauk því á síðasta föstudag. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins var Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu eftir störf í Kísildalnum í Kaliforníu til dæmis hjá Apple og Google. Með honum voru Hrefna S. Briem, sem hefur yfirumsjón með námskeiðinu og aðrir reynslumiklir leiðbeinendur. Á því þróuðu 112 hópar nemenda úr öllum deildum skólans nýsköpunarhugmyndir. Healie-hópurinn bar sigur úr býtum. Healie-hópurinn. Andri Snær Sævarsson (efst til vinstri), Ásgeir Ingi Valtýsson (efst til hægri), Arnar Ólafsson (neðst til vinstri), Anný Hermannsdóttir ( neðst til hægri), Ragnheiður Lilja Guðmundsdóttir (litla myndin neðst í hægra horninu). Í lok námskeiðsins voru fjórar bestu hugmyndirnar valdar en þær þurfa að hafa verið útfærðar með góðri viðskiptaáætlun og notendaprófunum. Hópurinn í fyrsta sæti hlýtur að verðlaunum kr. 300.000.- sem nýta má til að þróa hugmyndina áfram, auk þess að hljóta Guðfinnuverðlaunin svokölluðu og verða fulltrúi HR í alþjóðlegri frumkvöðlakeppni háskólanema. 1. Sæti: App fyrir læknismeðferð Í fyrsta sæti árið 2020 var nemendahópurinn á bak við Healie, hugbúnað sem tekur saman mikilvæga þætti í sjúkdómsmeðferð og heldur t.d. utan um lyf, einkenni, mataræði, svefn, hreyfingu og lífsmörk. Hægt er að tengja hugbúnaðinn við snjalltæki eins og heilsuúr og fá þannig enn betri raungögn. 2. sæti: Styttri skjátíma barna Í öðru sæti var forritið Geisli fyrir snjalltæki og leikjatölvur þar sem foreldrar geta sett fram verkefni fyrir börnin sín hvort sem það eru heimilisstörf, heimaverkefni eða önnur verkefni. Geisli takmarkar virkni tækja þar til að barnið klárar verkefni dagsins og að launum fær það ákveðið magn af skjátíma til afþreyingar. 3. sæti: Betri endurvinnsluílát fyrir heimilin Í þriðja sæti var hópurinn á bak við Gaia sem settu fram nýja lausn fyrir flokkun á heimilum. Hjá Gaia pantar viðskiptavinurinn fyrsta flokks endurvinnslutunnur eftir sínum þörfum sem passar fyrir heimilið, neyslu þess og rými til afnota. Hægt er að stækka „endurvinnsluhornið” í gegnum vef fyrirtækisins og bæta endurvinnslueiningum við þá tunnu sem er til fyrir. 4. sæti: Iðnvottuð NFC pilla á vinnuvélar sem má lesa með farsíma eða spjaldtölvu Hópurinn í fjórða sæti þróaði hugmynd að UteamUP Horizon, forriti sem sameinar mikilvæga verkferla til að halda vélbúnaði í hámarks nýtingu, lágmarka bilanatíma og stuðla að fyrirbyggjandi viðhaldi. Það sem UteamUp bætir við önnur viðhaldsforrit er m.a. iðnvottuð NFC pilla sem er fest á vélina og lesin af IOS eða Android með síma eða spjaldtölvu. Viðhaldsaðilar hafa þannig auðvelt aðgengi að margskonar upplýsingum um viðkomandi tæki, svo sem rafmagns- og varahlutateikningar, fyrirliggjandi viðhaldsbeiðnir, áætlað viðhald og lagerstöðu fyrir viðkomandi varahluti Skóla - og menntamál Nýsköpun Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík hefur sett allt námsefni námskeiðsins Nýsköpun og stofnun fyrirtækja á netið og bjóða forsvarsmenn skólans landsmönnum að læra nýsköpun á netinu. Námskeiðið fjallar um þróun á hugmynd að nýrri vöru eða þjónustu, hvernig gera á fjárhagsáætlun, fara í gegnum hönnunarsprett, prófa vöruna og fjármagna hana. Samkvæmt vef HR er þetta stærsta námskeiðið sem kennt er við skólann. Efnið má nálgast hér á vef HR. Námskeiðið tekur þrjár vikur og lauk því á síðasta föstudag. Aðalleiðbeinandi námskeiðsins var Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi. Hann býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu eftir störf í Kísildalnum í Kaliforníu til dæmis hjá Apple og Google. Með honum voru Hrefna S. Briem, sem hefur yfirumsjón með námskeiðinu og aðrir reynslumiklir leiðbeinendur. Á því þróuðu 112 hópar nemenda úr öllum deildum skólans nýsköpunarhugmyndir. Healie-hópurinn bar sigur úr býtum. Healie-hópurinn. Andri Snær Sævarsson (efst til vinstri), Ásgeir Ingi Valtýsson (efst til hægri), Arnar Ólafsson (neðst til vinstri), Anný Hermannsdóttir ( neðst til hægri), Ragnheiður Lilja Guðmundsdóttir (litla myndin neðst í hægra horninu). Í lok námskeiðsins voru fjórar bestu hugmyndirnar valdar en þær þurfa að hafa verið útfærðar með góðri viðskiptaáætlun og notendaprófunum. Hópurinn í fyrsta sæti hlýtur að verðlaunum kr. 300.000.- sem nýta má til að þróa hugmyndina áfram, auk þess að hljóta Guðfinnuverðlaunin svokölluðu og verða fulltrúi HR í alþjóðlegri frumkvöðlakeppni háskólanema. 1. Sæti: App fyrir læknismeðferð Í fyrsta sæti árið 2020 var nemendahópurinn á bak við Healie, hugbúnað sem tekur saman mikilvæga þætti í sjúkdómsmeðferð og heldur t.d. utan um lyf, einkenni, mataræði, svefn, hreyfingu og lífsmörk. Hægt er að tengja hugbúnaðinn við snjalltæki eins og heilsuúr og fá þannig enn betri raungögn. 2. sæti: Styttri skjátíma barna Í öðru sæti var forritið Geisli fyrir snjalltæki og leikjatölvur þar sem foreldrar geta sett fram verkefni fyrir börnin sín hvort sem það eru heimilisstörf, heimaverkefni eða önnur verkefni. Geisli takmarkar virkni tækja þar til að barnið klárar verkefni dagsins og að launum fær það ákveðið magn af skjátíma til afþreyingar. 3. sæti: Betri endurvinnsluílát fyrir heimilin Í þriðja sæti var hópurinn á bak við Gaia sem settu fram nýja lausn fyrir flokkun á heimilum. Hjá Gaia pantar viðskiptavinurinn fyrsta flokks endurvinnslutunnur eftir sínum þörfum sem passar fyrir heimilið, neyslu þess og rými til afnota. Hægt er að stækka „endurvinnsluhornið” í gegnum vef fyrirtækisins og bæta endurvinnslueiningum við þá tunnu sem er til fyrir. 4. sæti: Iðnvottuð NFC pilla á vinnuvélar sem má lesa með farsíma eða spjaldtölvu Hópurinn í fjórða sæti þróaði hugmynd að UteamUP Horizon, forriti sem sameinar mikilvæga verkferla til að halda vélbúnaði í hámarks nýtingu, lágmarka bilanatíma og stuðla að fyrirbyggjandi viðhaldi. Það sem UteamUp bætir við önnur viðhaldsforrit er m.a. iðnvottuð NFC pilla sem er fest á vélina og lesin af IOS eða Android með síma eða spjaldtölvu. Viðhaldsaðilar hafa þannig auðvelt aðgengi að margskonar upplýsingum um viðkomandi tæki, svo sem rafmagns- og varahlutateikningar, fyrirliggjandi viðhaldsbeiðnir, áætlað viðhald og lagerstöðu fyrir viðkomandi varahluti
Skóla - og menntamál Nýsköpun Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira