Heldur þann versta en þann næstbesta Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 10. mars 2020 08:30 Við flutning á máli Jóns Höskuldssonar gegn íslenska ríkinu í Landsrétti á fimmtudaginn í síðustu viku var settur ríkislögmaður spurður að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið frjálst að skipa hvern sem er af þeim umsækjendum sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir 15 hæfustu umsækjendurna sem dómara við Landsrétt vorið 2017. Með öðrum orðum var íslenska ríkið spurt að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið heimilt að skipa hvern sem er af umsækjendum nr. 16-33 á lista hæfnisnefndar í stað einhvers af þeim 15 hæfustu sem hæfnisnefndin lagði til að yrðu skipaðir. Íslenska ríkið svaraði því játandi að því gefnu að Alþingi hefði samþykkt skipunina. Svarið er hárrétt með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í Landsréttarmálinu. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ítrekuð lögbrot fyrrverandi dómsmálaráðherra og Alþingis í skipunarferlinu breyttu engu vegna þess Forseti Íslands hefði með undirritun sinni á skipunarbréf dómarans staðfest ótímabundna skipun hans í embætti dómara við Landsrétt. Eins og íslenska ríkið staðfesti með málflutningsyfirlýsingu sinni í Landsrétti í síðustu viku leiðir niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu til þess að dómsmálaráðherra er frjálst að skipa hvaða umsækjanda sem er óháð tillögu hæfnisnefndar sem embættisdómara við íslenska dómstóla (héraðsdóm, Landsrétt og Hæstarétt) svo lengi sem viðkomandi umækjandi uppfyllir almenn hæfisskilyrði og Alþingi samþykkir skipunina. Það samþykki ætti ekki að vera vandkvæðum bundið eins og dæmin sanna. Afleiðingin er sú að skipun dómara á Íslandi er á nýjan leik orðin geðþóttaákvörðun þess einstaklings sem gegnir embætti dómsmálaráðherra hverju sinni. Það er í beinni andstöðu við gildandi lög og reglur sem er ætlað að takmarka vald dómsmálaráðherra og búa svo um hnútana að skipun dómara sé reist á málefnalegum grunni. Niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu felur því í sér beina aðför að sjálfstæði íslenskra dómstóla. Þess vegna var nauðsynlegt að skjóta Landsréttarmálinu til mannréttindadómstóls Evrópu. Málið hefur verið dómtekið í Grand Chamber og bíður dóms. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og flutti mál nr. 10/2018 í Hæstarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Við flutning á máli Jóns Höskuldssonar gegn íslenska ríkinu í Landsrétti á fimmtudaginn í síðustu viku var settur ríkislögmaður spurður að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið frjálst að skipa hvern sem er af þeim umsækjendum sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir 15 hæfustu umsækjendurna sem dómara við Landsrétt vorið 2017. Með öðrum orðum var íslenska ríkið spurt að því hvort að fyrrverandi dómsmálaráðherra hefði verið heimilt að skipa hvern sem er af umsækjendum nr. 16-33 á lista hæfnisnefndar í stað einhvers af þeim 15 hæfustu sem hæfnisnefndin lagði til að yrðu skipaðir. Íslenska ríkið svaraði því játandi að því gefnu að Alþingi hefði samþykkt skipunina. Svarið er hárrétt með hliðsjón af dómi Hæstaréttar í Landsréttarmálinu. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ítrekuð lögbrot fyrrverandi dómsmálaráðherra og Alþingis í skipunarferlinu breyttu engu vegna þess Forseti Íslands hefði með undirritun sinni á skipunarbréf dómarans staðfest ótímabundna skipun hans í embætti dómara við Landsrétt. Eins og íslenska ríkið staðfesti með málflutningsyfirlýsingu sinni í Landsrétti í síðustu viku leiðir niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu til þess að dómsmálaráðherra er frjálst að skipa hvaða umsækjanda sem er óháð tillögu hæfnisnefndar sem embættisdómara við íslenska dómstóla (héraðsdóm, Landsrétt og Hæstarétt) svo lengi sem viðkomandi umækjandi uppfyllir almenn hæfisskilyrði og Alþingi samþykkir skipunina. Það samþykki ætti ekki að vera vandkvæðum bundið eins og dæmin sanna. Afleiðingin er sú að skipun dómara á Íslandi er á nýjan leik orðin geðþóttaákvörðun þess einstaklings sem gegnir embætti dómsmálaráðherra hverju sinni. Það er í beinni andstöðu við gildandi lög og reglur sem er ætlað að takmarka vald dómsmálaráðherra og búa svo um hnútana að skipun dómara sé reist á málefnalegum grunni. Niðurstaða Hæstaréttar í Landsréttarmálinu felur því í sér beina aðför að sjálfstæði íslenskra dómstóla. Þess vegna var nauðsynlegt að skjóta Landsréttarmálinu til mannréttindadómstóls Evrópu. Málið hefur verið dómtekið í Grand Chamber og bíður dóms. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og flutti mál nr. 10/2018 í Hæstarétti.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar