Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2020 19:20 Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu í kröfu fyrir bættum kjörum öryrkja. Örorkulífeyrir sé talsvert undir atvinnuleysisbótum og öryrkjar ekki fengið kaupmáttaraukningu í tvö ár. Forseti Alþýðusambandsins og formenn BSRB, Kennarasambandsins og Bandalags háskólamanna skrifuðu í dag undir sameiginlega áskorun með formanni Öryrkjabandalagsins til stjórnvalda um að bæta kjör og stöðu öryrkja. Með þessu vill forystufólk samtaka launafólks undirstrika að það væri hagur allra að bæta kjör öryrkja og svo enginn verði dæmdur til fátæktar þótt starfsgeta láti undan. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir öryrkja ekki hafa fengið neina kaupmáttaraukningu á árunum 2018 og 2019. Laun þeirra séu lægri en atvinnuleysisbætur.Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir mikinn ávinning felast í stuðningi þessara samtaka launafólks. „Þetta er auðvitað okkar draumur; að það verði þannig að samið verði um okkar kaup og kjör um leið og það er verið að semja við aðila á vinnumarkaði. Ég held að það sé gríðarlega nauðsynlegt að það verði,“ segir Þuríður Harpa. Þess er krafist af breiðfylkingu þessarra samtaka að lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð, skerðingar endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði og að störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu. Formenn BSRB, BHM, Öryrkjabandalagsins, forseti ASÍ og formaður Kannarasambands Íslands fagna samkomulaginu í dag.Vísir/Vilhelm „Það auðvitað eykur slagkraft í þeim viðræðum sem við erum í alla daga. En sérstaklega núna þar sem við höfum verið í miklu ákalli á stjórnvöld um að þau skilji okkur ekki eftir. Öryrkjar og fatlað fólk verði ekki skilið eftir núna í þessari kreppu sem er að dynja á okkur,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Kjör öryrkja séu venjulega endurskoðuð um hver áramót en þeir hafi ekki fengið neina kaupmáttaraukningu árið 2018 og í fyrra. „Við höfum verið skilin eftir frá eiginlega síðan árið 2007. Á þeim tíma voru lágmarkslaun og örorkulífeyrir á pari. Það hefur gliðnað mjög mikið á milli og í dag skilja á milli um 80 þúsund krónur. Á milli lágmarkslauna og örorkulífeyris og við erum talsvert mikið undir atvinnuleysisbótum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12 Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36 Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Heildarsamtök launafólks fylkja sér að baki Öryrkjabandalaginu í kröfu fyrir bættum kjörum öryrkja. Örorkulífeyrir sé talsvert undir atvinnuleysisbótum og öryrkjar ekki fengið kaupmáttaraukningu í tvö ár. Forseti Alþýðusambandsins og formenn BSRB, Kennarasambandsins og Bandalags háskólamanna skrifuðu í dag undir sameiginlega áskorun með formanni Öryrkjabandalagsins til stjórnvalda um að bæta kjör og stöðu öryrkja. Með þessu vill forystufólk samtaka launafólks undirstrika að það væri hagur allra að bæta kjör öryrkja og svo enginn verði dæmdur til fátæktar þótt starfsgeta láti undan. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir öryrkja ekki hafa fengið neina kaupmáttaraukningu á árunum 2018 og 2019. Laun þeirra séu lægri en atvinnuleysisbætur.Vísir/Vilhelm Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins segir mikinn ávinning felast í stuðningi þessara samtaka launafólks. „Þetta er auðvitað okkar draumur; að það verði þannig að samið verði um okkar kaup og kjör um leið og það er verið að semja við aðila á vinnumarkaði. Ég held að það sé gríðarlega nauðsynlegt að það verði,“ segir Þuríður Harpa. Þess er krafist af breiðfylkingu þessarra samtaka að lágmarksframfærsla öryrkja verði hækkuð, skerðingar endurskoðaðar þannig að þær standi ekki í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaði og að störf með viðeigandi aðlögun og sveigjanlegum vinnutíma verði tryggð fyrir fólk með skerta starfsgetu. Formenn BSRB, BHM, Öryrkjabandalagsins, forseti ASÍ og formaður Kannarasambands Íslands fagna samkomulaginu í dag.Vísir/Vilhelm „Það auðvitað eykur slagkraft í þeim viðræðum sem við erum í alla daga. En sérstaklega núna þar sem við höfum verið í miklu ákalli á stjórnvöld um að þau skilji okkur ekki eftir. Öryrkjar og fatlað fólk verði ekki skilið eftir núna í þessari kreppu sem er að dynja á okkur,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Kjör öryrkja séu venjulega endurskoðuð um hver áramót en þeir hafi ekki fengið neina kaupmáttaraukningu árið 2018 og í fyrra. „Við höfum verið skilin eftir frá eiginlega síðan árið 2007. Á þeim tíma voru lágmarkslaun og örorkulífeyrir á pari. Það hefur gliðnað mjög mikið á milli og í dag skilja á milli um 80 þúsund krónur. Á milli lágmarkslauna og örorkulífeyris og við erum talsvert mikið undir atvinnuleysisbótum,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Tengdar fréttir ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12 Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36 Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
ÖBÍ segir ólíðandi að ríkið dragi að senda SÞ skýslu Meira en eitt og hálft ár er síðan íslenska ríkið átti að senda nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skýrslu um stöðu fullgildingar sáttmálas hér á landi. 9. maí 2020 15:12
Mikill meirihluta meðlima ÖBÍ einmana þessa dagana Íslendingar í félagsforðun eru að upplifa það hvernig mörgum öryrkjum líður dagsdaglega. Þetta sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. 23. apríl 2020 18:36
Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent