Eftirspurn eftir kynleiðréttingaraðgerðum hefur tífaldast á tíu árum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2020 20:13 Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir hefur sérhæft sér í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann starfaði í níu ár á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi en flutti heim í fyrrasumar. Hann segir gríðarlega fjölgun hafi orðið á kynleiðréttingaraðgerðum í vestrænum ríkjum á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur verið ansi hröð. Þetta er stutt tímabil fyrir tíföldun á sjúklingafjöldanum og þessa þróun höfum við líka séð á Íslandi,“ segir Hannes. Tilvísanir í aðgerðirnar í Svíþjóð hafi farið úr fimmtíu árið 2011 í sex hundruð á síðasta ári. Á Íslandi sé sama staða uppi. Fyrir árið 2010 hafi að jafnaði verið gerðar tvær aðgerðir á ári en frá 2012 hafi orðið mikil fjölgun á öllum kynleiðréttingaraðgerðum og tugir framkvæmdar í fyrra. „Við gerðum sex stórar aðgerðir og tugi af minni aðgerðum eins og brjóstaaðgerðir og minni aðgerðir á kynfærum,“ segir Hannes. Þeim hafi einnig fjölgað sem leituðu til transteymis Landspítalans. Fyrir 2010 hafi hafi það verið tveir á ári en í fyrra yfir 50 manns. Hannes hefur gert nokkrar kynleiðréttingaraðgerðir það sem af er ári og segir fjórar á dagskrá á næstunni. Um þrettán manns séu nú á biðlista eftir aðgerð, meðal annars leggangaaðgerð eins og sjá má á myndskeiðinu. Biðin sé allt að tveimur árum. Hannes segir opnara samfélag og vitundarvakning útskýri þróunina. „Einnig gæði meðferðar, ekki síst hormónameðferðar, sálfræðimeðferðar og skurðaðgerðar,“ segir Hannes. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að hafa áhyggjur af þróuninni. „Eina sem hefur hringt viðvörunarbjöllum er að það eru mjög margir sem hafa verið að greinast sem trans einnig einhvers staðar á einhverfurófi eða með ADHD og það virðist vera einhver tenging á milli og það er eitthvað sem er verið að rannsaka út um allan heim,“ segir Hannes. Þá sé mjög sjaldgjæft að fólk sjái eftir aðgerðinni. „Á mínum starfsferli er ég er búin að sjá hundruðir trans einstaklingar og ég er búin að sjá tvo sem hafa viljað fara til baka,“ segir Hannes. Heilbrigðismál Hinsegin Lýtalækningar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Eftirspurn eftir leiðréttingu á kyni hér á landi hefur tífaldast á 10 árum að sögn lýtalæknis sem sérhæfir sig í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann segir marga sem greinast með kynáttunarvanda einnig vera á einhverfurófi eða með ADHD. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir hefur sérhæft sér í kynleiðréttingaraðgerðum. Hann starfaði í níu ár á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi en flutti heim í fyrrasumar. Hann segir gríðarlega fjölgun hafi orðið á kynleiðréttingaraðgerðum í vestrænum ríkjum á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur verið ansi hröð. Þetta er stutt tímabil fyrir tíföldun á sjúklingafjöldanum og þessa þróun höfum við líka séð á Íslandi,“ segir Hannes. Tilvísanir í aðgerðirnar í Svíþjóð hafi farið úr fimmtíu árið 2011 í sex hundruð á síðasta ári. Á Íslandi sé sama staða uppi. Fyrir árið 2010 hafi að jafnaði verið gerðar tvær aðgerðir á ári en frá 2012 hafi orðið mikil fjölgun á öllum kynleiðréttingaraðgerðum og tugir framkvæmdar í fyrra. „Við gerðum sex stórar aðgerðir og tugi af minni aðgerðum eins og brjóstaaðgerðir og minni aðgerðir á kynfærum,“ segir Hannes. Þeim hafi einnig fjölgað sem leituðu til transteymis Landspítalans. Fyrir 2010 hafi hafi það verið tveir á ári en í fyrra yfir 50 manns. Hannes hefur gert nokkrar kynleiðréttingaraðgerðir það sem af er ári og segir fjórar á dagskrá á næstunni. Um þrettán manns séu nú á biðlista eftir aðgerð, meðal annars leggangaaðgerð eins og sjá má á myndskeiðinu. Biðin sé allt að tveimur árum. Hannes segir opnara samfélag og vitundarvakning útskýri þróunina. „Einnig gæði meðferðar, ekki síst hormónameðferðar, sálfræðimeðferðar og skurðaðgerðar,“ segir Hannes. Enn hafi ekkert komið fram sem gefi tilefni til að hafa áhyggjur af þróuninni. „Eina sem hefur hringt viðvörunarbjöllum er að það eru mjög margir sem hafa verið að greinast sem trans einnig einhvers staðar á einhverfurófi eða með ADHD og það virðist vera einhver tenging á milli og það er eitthvað sem er verið að rannsaka út um allan heim,“ segir Hannes. Þá sé mjög sjaldgjæft að fólk sjái eftir aðgerðinni. „Á mínum starfsferli er ég er búin að sjá hundruðir trans einstaklingar og ég er búin að sjá tvo sem hafa viljað fara til baka,“ segir Hannes.
Heilbrigðismál Hinsegin Lýtalækningar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira