Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2020 12:54 Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. Vegfarendur sem áttu leið hjá Hafnarstræti á Akureyri laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi hringdu strax í slökkviliðið þegar þeir komu auga á reyk sem lagði frá íbúðarhúsi í götunni. Voru fljótir að finna mann sem lá meðvitundarlaus á miðhæðinni Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að strax í upphafi hafi honum verið ljóst að um alvarlegt útkall væri að ræða en hann ákvað að kalla út allt tiltækt lið auk frívakta. Grunur vaknaði í upphafi að maður væri í húsinu á miðhæðinni. „Reykkafarar fóru inn með slöngu og froðu og leituðu eftir okkar aðferðum. Þeir voru með hitamyndavélar sem notaðar eru til að leita að fólki en hann [maðurinn sem lá meðvitundarlaus á miðhæð hússins] var rétt innan við hurðina þannig að við vorum mjög fljótir að finna hann.“ Í hvernig ástandi var maðurinn þegar þið komuð að honum? „Hann var alveg meðvitundarlaus og ekki mikið lífsmark með honum.“ Maðurinn var þegar í stað fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum í tvær klukkustundir. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi suður. Á þessari stundu er ekki vitað um líðan mannsins. Líklegt að rífa þurfi húsið Það tók slökkviliðið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Húsið er á meðal elstu húsa bæjarins en það er afar illa farið eftir brunann og líklegt að það sé ónýtt. „Við hættum í raun og veru ekki slökkvistarfi fyrr en rétt um miðnætti þegar hætti að rjúka úr rústunum og við gátum hætt að sprauta vatni. Það var þó ekki fyrr en við vorum búin að hreinsa allt þak af húsinu og nánast alla efstu hæðina af sem við náðum að slökkva þannig í húsinu að hætti að rjúka úr því.“ Húsið, sem er eitt af elstu húsum bæjarins, var mjög illa farið eftir brunann og þykir líklegt að þurfi að rífa það.Vísir/Tryggvi Páll Fólkið sem fylgdist með brunanum torveldaði slökkvistarfi Mikill hópur fólks kom saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins en það torveldaði slökkvistarfi. „Sem olli því að við áttum orðið erfitt með að komast að vettvangi með birgðir, loftkúta og aðföng fyrir reykkafara og slökkviliðsmenn sem voru að störfum. Þetta var farið að valda okkur töluverðum vandræðum. Við búum ekki yfir óþrjótandi mannskap, hvorki í lögreglunni né slökkviliðinu. Það er nóg að gera og það hjálpar ekki að við þurfum að vera með marga til að halda fólki í skefjum.“ Ólafur vill minna alla á mikilvægi brunavarna eins og reykskynjara og slökkvitæki. „Sérstaklega reykskynjarana því þeir veita fólki tækifæri til að komast út í tæka tíð. Það á ekki að leggja sig í hættu við að bjarga húsum. Það má alltaf byggja nýtt hús en fólk verður ekki bætt.“ Slökkvilið Akureyri Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. Vegfarendur sem áttu leið hjá Hafnarstræti á Akureyri laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi hringdu strax í slökkviliðið þegar þeir komu auga á reyk sem lagði frá íbúðarhúsi í götunni. Voru fljótir að finna mann sem lá meðvitundarlaus á miðhæðinni Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að strax í upphafi hafi honum verið ljóst að um alvarlegt útkall væri að ræða en hann ákvað að kalla út allt tiltækt lið auk frívakta. Grunur vaknaði í upphafi að maður væri í húsinu á miðhæðinni. „Reykkafarar fóru inn með slöngu og froðu og leituðu eftir okkar aðferðum. Þeir voru með hitamyndavélar sem notaðar eru til að leita að fólki en hann [maðurinn sem lá meðvitundarlaus á miðhæð hússins] var rétt innan við hurðina þannig að við vorum mjög fljótir að finna hann.“ Í hvernig ástandi var maðurinn þegar þið komuð að honum? „Hann var alveg meðvitundarlaus og ekki mikið lífsmark með honum.“ Maðurinn var þegar í stað fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum í tvær klukkustundir. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi suður. Á þessari stundu er ekki vitað um líðan mannsins. Líklegt að rífa þurfi húsið Það tók slökkviliðið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Húsið er á meðal elstu húsa bæjarins en það er afar illa farið eftir brunann og líklegt að það sé ónýtt. „Við hættum í raun og veru ekki slökkvistarfi fyrr en rétt um miðnætti þegar hætti að rjúka úr rústunum og við gátum hætt að sprauta vatni. Það var þó ekki fyrr en við vorum búin að hreinsa allt þak af húsinu og nánast alla efstu hæðina af sem við náðum að slökkva þannig í húsinu að hætti að rjúka úr því.“ Húsið, sem er eitt af elstu húsum bæjarins, var mjög illa farið eftir brunann og þykir líklegt að þurfi að rífa það.Vísir/Tryggvi Páll Fólkið sem fylgdist með brunanum torveldaði slökkvistarfi Mikill hópur fólks kom saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins en það torveldaði slökkvistarfi. „Sem olli því að við áttum orðið erfitt með að komast að vettvangi með birgðir, loftkúta og aðföng fyrir reykkafara og slökkviliðsmenn sem voru að störfum. Þetta var farið að valda okkur töluverðum vandræðum. Við búum ekki yfir óþrjótandi mannskap, hvorki í lögreglunni né slökkviliðinu. Það er nóg að gera og það hjálpar ekki að við þurfum að vera með marga til að halda fólki í skefjum.“ Ólafur vill minna alla á mikilvægi brunavarna eins og reykskynjara og slökkvitæki. „Sérstaklega reykskynjarana því þeir veita fólki tækifæri til að komast út í tæka tíð. Það á ekki að leggja sig í hættu við að bjarga húsum. Það má alltaf byggja nýtt hús en fólk verður ekki bætt.“
Slökkvilið Akureyri Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21
Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35