Þú tapaðir 50% af öllu sem þú átt á tveimur árum Ísak Helgi Karvelsson skrifar 20. maí 2020 15:01 Íslendingar heyrið í mér, þið hafið tapað 50% af öllu sem þið eigið á tveimur árum. Fyrir rúmlega tveimur árum, kostaði einn dollari 100 krónur. Dollarinn er alþjóðlegi gjaldmiðillinn og hentar vel fyrir innflutning. Ísland er með litla sjálfstæða framleiðslu svo flest allt af því sem við kaupum og neytum er flutt inn að utan. Kaupmáttur okkar í alþjóðlegu samhengi er sem sagt búinn að falla um 50% Það er ekki til betri standard til að miða sig við. Á svörtu og hvítu Húsið þitt sem þú átt, sem þú gætir selt fyrir 60 milljónir var virði hálfrar milljón dala fyrir ári. Í dag færðu 400.000 dali fyrir það. Þetta er 20% kaupmáttarlækkun á aðeins einu ári. Maturinn í Bónus er fluttur inn af Íslenskum heildsölum og ég get ekki ímyndað mér að þeir séu ánægðir með það að fjármagn þeirra sé búið að veikjast um 50% Þessi stóru fyrirtæki í Bandaríkjunum, eru ekki að fara lækka verðið sitt bara af því að greyið krónan sé orðin veikari. Svo þegar við sjáum vöruna í Bónus má búast við að hún verður allt að 50% dýrari. Það er kannski ekki alveg komið að því strax en það má búast við að það rísi hægt en vandlega upp til að ná að bæta upp þessa 50% veikingu. Ekki láta ríkisstjórnina spila með krónuna því hún er þannig að spila með líf ykkar. Ég bið ykkur um að halda haus og fara ekki út og krefja atvinnurekanda þinn um hærri laun því þetta bitnar jafn hart á honum hlutfallslega séð. Nei, ráðist á orsök vandamálsins og krefjist að kjörnir embættismenn verndi ykkar hagsmuni og passa að halda krónunni stöðugri. Lífið ykkar er bundið þessari blessaðri krónu og það ber að gæta hennar af öllu hjarta. Hvað þú getur gert Ef meirihluti stendur ekki með þessu, geta þeir sem trúa þessu og vilja verja sig og sína hagsmuni keypt eins mikið af dollurum og þeir geta. Spariféð ykkar skal vera í erlendum gjaldeyrisreikningi og hafðu það sem dollara. Því lengur sem þú bíður því meira taparðu, þeir sem byrjuðu fyrir tveim árum hafa 50% forskot á þig Við höfum frelsið til að gera það sem við þurfum til að lifa og vernda okkar eigin hagsmuni og ef ríkið dirfist einn daginn að banna okkur það að kaupa erlenda gjaldmiðla þá hreinlega veit ég ekki hvað við getum gert. Ekki halda að þeir myndu ekki reyna það, þeir hafa gert það áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Íslendingar heyrið í mér, þið hafið tapað 50% af öllu sem þið eigið á tveimur árum. Fyrir rúmlega tveimur árum, kostaði einn dollari 100 krónur. Dollarinn er alþjóðlegi gjaldmiðillinn og hentar vel fyrir innflutning. Ísland er með litla sjálfstæða framleiðslu svo flest allt af því sem við kaupum og neytum er flutt inn að utan. Kaupmáttur okkar í alþjóðlegu samhengi er sem sagt búinn að falla um 50% Það er ekki til betri standard til að miða sig við. Á svörtu og hvítu Húsið þitt sem þú átt, sem þú gætir selt fyrir 60 milljónir var virði hálfrar milljón dala fyrir ári. Í dag færðu 400.000 dali fyrir það. Þetta er 20% kaupmáttarlækkun á aðeins einu ári. Maturinn í Bónus er fluttur inn af Íslenskum heildsölum og ég get ekki ímyndað mér að þeir séu ánægðir með það að fjármagn þeirra sé búið að veikjast um 50% Þessi stóru fyrirtæki í Bandaríkjunum, eru ekki að fara lækka verðið sitt bara af því að greyið krónan sé orðin veikari. Svo þegar við sjáum vöruna í Bónus má búast við að hún verður allt að 50% dýrari. Það er kannski ekki alveg komið að því strax en það má búast við að það rísi hægt en vandlega upp til að ná að bæta upp þessa 50% veikingu. Ekki láta ríkisstjórnina spila með krónuna því hún er þannig að spila með líf ykkar. Ég bið ykkur um að halda haus og fara ekki út og krefja atvinnurekanda þinn um hærri laun því þetta bitnar jafn hart á honum hlutfallslega séð. Nei, ráðist á orsök vandamálsins og krefjist að kjörnir embættismenn verndi ykkar hagsmuni og passa að halda krónunni stöðugri. Lífið ykkar er bundið þessari blessaðri krónu og það ber að gæta hennar af öllu hjarta. Hvað þú getur gert Ef meirihluti stendur ekki með þessu, geta þeir sem trúa þessu og vilja verja sig og sína hagsmuni keypt eins mikið af dollurum og þeir geta. Spariféð ykkar skal vera í erlendum gjaldeyrisreikningi og hafðu það sem dollara. Því lengur sem þú bíður því meira taparðu, þeir sem byrjuðu fyrir tveim árum hafa 50% forskot á þig Við höfum frelsið til að gera það sem við þurfum til að lifa og vernda okkar eigin hagsmuni og ef ríkið dirfist einn daginn að banna okkur það að kaupa erlenda gjaldmiðla þá hreinlega veit ég ekki hvað við getum gert. Ekki halda að þeir myndu ekki reyna það, þeir hafa gert það áður.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar