Hæstiréttur stöðvar afhendingu Mueller-gagna Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 23:25 Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. EPA/JIM LO SCALZO Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. Dómstólinn samþykkti beiðni dómsmálaráðuneytisins að fresta afhendingu skjalanna, eins og lægra dómstig hafði skipað að ætti að gera. Ákvörðunartöku var frestað til 1. júní. Þá verður ákveðið hvort því verði frestað aftur eða hvort málaferli fara fram í haust. Sama hvort verður ákveðið eru litlar líkur á því að þingið komi höndum yfir skýrsluna fyrir kosningarnar í nóvember. Þingmenn Demókrataflokksins segjast vilja sjá gögnin varðandi það hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Í skýrslu Mueller tíundaði hann nokkur atvik þar sem halda má fram að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en William Barr, dómsmálaráðherra, sagði ekki tilefni til ákæru. Sú yfirlýsing Barr var og er verulega umdeild. Bandamenn forsetans hafa ítrekað haldið því fram að skýrslan hreinsi Trump sök en á sama tíma hefur Hvíta húsið lagt gífurlegt púður í að skýrslan og önnur gögn rannsóknarinnar yrði gerð opinber. Dómsmálaráðuneytið afhenti þingmönnum afrit af skýrslunni þar sem búið var að strika yfir stóra hluta hennar og hefur ekki viljað afhenda undirliggjandi gögn. Mueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins til að taka yfir rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með þeim. Það var gert eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknarinnar. Honum var einnig gert að rannsaka hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Alríkisdómstóll í Washington komst að þeirri niðurstöður í mars að dómsmálaráðuneytinu bæri að afhenda þinginu gögnin. Þrátt fyrir að Trump hafi verið ákærður af fulltrúadeildinni fyrir embættisbrot og svo sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, hefur fulltrúadeildin haldið rannsókn sinni áfram. Lögmenn fulltrúadeildarinnar segja rannsóknina mikilvæga og vísa meðal annars í að Hvíta húsið hafi mögulega beitt sér til að stytta fangelsisdóm Roger Stone og sömuleiðis til að fá dómsmálaráðuneytið til að fella niður ákæru gegn Michael Flynn, þrátt fyrir að hann hafi játað brot sitt tvisvar sinnum. Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. Dómstólinn samþykkti beiðni dómsmálaráðuneytisins að fresta afhendingu skjalanna, eins og lægra dómstig hafði skipað að ætti að gera. Ákvörðunartöku var frestað til 1. júní. Þá verður ákveðið hvort því verði frestað aftur eða hvort málaferli fara fram í haust. Sama hvort verður ákveðið eru litlar líkur á því að þingið komi höndum yfir skýrsluna fyrir kosningarnar í nóvember. Þingmenn Demókrataflokksins segjast vilja sjá gögnin varðandi það hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Í skýrslu Mueller tíundaði hann nokkur atvik þar sem halda má fram að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en William Barr, dómsmálaráðherra, sagði ekki tilefni til ákæru. Sú yfirlýsing Barr var og er verulega umdeild. Bandamenn forsetans hafa ítrekað haldið því fram að skýrslan hreinsi Trump sök en á sama tíma hefur Hvíta húsið lagt gífurlegt púður í að skýrslan og önnur gögn rannsóknarinnar yrði gerð opinber. Dómsmálaráðuneytið afhenti þingmönnum afrit af skýrslunni þar sem búið var að strika yfir stóra hluta hennar og hefur ekki viljað afhenda undirliggjandi gögn. Mueller var skipaður í embætti sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins til að taka yfir rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með þeim. Það var gert eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknarinnar. Honum var einnig gert að rannsaka hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Alríkisdómstóll í Washington komst að þeirri niðurstöður í mars að dómsmálaráðuneytinu bæri að afhenda þinginu gögnin. Þrátt fyrir að Trump hafi verið ákærður af fulltrúadeildinni fyrir embættisbrot og svo sýknaður af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, hefur fulltrúadeildin haldið rannsókn sinni áfram. Lögmenn fulltrúadeildarinnar segja rannsóknina mikilvæga og vísa meðal annars í að Hvíta húsið hafi mögulega beitt sér til að stytta fangelsisdóm Roger Stone og sömuleiðis til að fá dómsmálaráðuneytið til að fella niður ákæru gegn Michael Flynn, þrátt fyrir að hann hafi játað brot sitt tvisvar sinnum.
Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira