Sverrir Örn Sverrisson hefur tekið við starfi útibússtjóra Arion banka á Egilsstöðum. Hann starfaði áður sem viðskiptastjóri hjá Arion banka á árunum 2016 til 2019 á höfuðborgarsvæðinu og sem viðskiptastjóri í útibúi bankans á Sauðárkróki í rúmt ár þar á undan.
Í vistaskiptatilkynningu frá Arion segir að Sverrir hafi sterkar tengingar við Austurland - „þar sem hann hefur stundað nám og sinnt ýmsum störfum, m.a. í útibúi Arion banka og sem viðskiptastjóri Símans.“
Sverrir er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með M.A. í alþjóðaviðskiptum og hagfræði frá Korea University.