Tæknilæsið og skólakerfið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. maí 2020 12:00 Um þessar mundir blása stjórnvöld til sóknar og leggja til aukna fjármuni í tækniframþróun. Leggja á fé í rannsóknir, auka stuðning við sprotafyrirtæki og efla tæknimenntun í verk- og listgreinum svo eitthvað sé nefnt. Nú skal bregðast við af myndugleika. Lítið ef nokkuð er hins vegar fjallað um aðgerðir í skólakerfinu til að mæta hinni stafrænu byltingu á sama tíma og umbreyting starfa á sér stað á ógnarhraða. Hvernig ætlum við sem samfélag að mæta þeim veruleika? Hvers vegna eru stjórnvöld ekki að leggja til stuðning við leik- og grunnskóla sérstaklega í þessari sértæku aðgerð í þágu tækniþróunar? Umbreytingar gerast ekki af sjálfu sér en einn lykilþáttur í slíkri vegferð er viðhorf. Ef við vinnum ekki að tæknilæsi allt frá fyrstu stigum menntunar þá mun samfélagi okkar ganga afar hægt að nálgast þetta nýja umhverfi. Tæknilæsi er grunnurinn að þessari umbyltingu allri, rétt eins og hefðbundið læsi tryggir aðgengi okkar að umheiminum í sinni víðustu mynd. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig sjá stjórnvöld þá umbreytingu eiga sér stað? Eða er það utan dagskrár? Skiptir það ekki máli? Er stjórnvöldum að yfirsjást? Eða á enn eina ferðina að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun? Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. En svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Gildi menntunar í stafrænni umbreytingu Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænnna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Fjartæknibúnaður er t.d. gluggi inn í heim fjölbreyttra tækifæra, en ef engin er þekkingin eða kunnáttan í slíku umhverfi aðlagast skólakerfið ekki þeirri nýju hugsun og þeim tækifærum sem þar felast. Börnum og ungmennum opnast þar leið til að fá aukna þjónustu á mörgum sviðum. Kennurum opnast leið til að einfalda yfirsýn og eftirfylgni með framvindu náms með kerfum sem hönnuð eru sérstaklega utan um nám og kennslu. Allt aðgengi að sérfræðiaðstoð verður einfaldara í umhverfi fjartækninnar og leiðir af sér nýsköpun, nýjar nálganir til að veita mikilvæga þjónustu. Og getur um leið flýtt fyrir þjónustu, að ekki sé talað um jafnt aðgengi að slíkri þjónustu óháð búsetu. Hjálp í formi talþjálfunar er sá snertiflötur fjartækninnar sem einna helst hefur tengst menntakerfinu. Önnur tækifæri eru falin í fjarkennslu, sem skólakerfið tók upp án nokkurs fyrirvara eins og við öll þekkjum. En hvað svo? Ætlum við ekki að grípa gæsina og styðja skólakerfið til frekari þróunar í stafrænni tækni? Er ekki kjörið að ganga hratt og örugglega inn í skólaumhverfi 21. aldarinnar og hrista af sér iðnbyltingarumhverfið með öllu? Við höfum öðlast dýrmæta reynslu og hana eigum við að nýta, en ekki falla í sama farið. Sem betur fer sér fjöldi kennara og stjórnenda tækifæri til að stökkva inn í framtíðina og ætlar sér að nýta nýfengna þekkingu. Þeir vilja halda í veruleika jafnvægis, minni streitu og valdeflingar í lífi barna og ungmenna. Vegurinn er greiður, en áframhaldandi för ræðst samt af góðum stuðningi við tæknimenntun kennara og fjármagni sem gerir þeim kleift að hrinda verkum í framkvæmd. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir blása stjórnvöld til sóknar og leggja til aukna fjármuni í tækniframþróun. Leggja á fé í rannsóknir, auka stuðning við sprotafyrirtæki og efla tæknimenntun í verk- og listgreinum svo eitthvað sé nefnt. Nú skal bregðast við af myndugleika. Lítið ef nokkuð er hins vegar fjallað um aðgerðir í skólakerfinu til að mæta hinni stafrænu byltingu á sama tíma og umbreyting starfa á sér stað á ógnarhraða. Hvernig ætlum við sem samfélag að mæta þeim veruleika? Hvers vegna eru stjórnvöld ekki að leggja til stuðning við leik- og grunnskóla sérstaklega í þessari sértæku aðgerð í þágu tækniþróunar? Umbreytingar gerast ekki af sjálfu sér en einn lykilþáttur í slíkri vegferð er viðhorf. Ef við vinnum ekki að tæknilæsi allt frá fyrstu stigum menntunar þá mun samfélagi okkar ganga afar hægt að nálgast þetta nýja umhverfi. Tæknilæsi er grunnurinn að þessari umbyltingu allri, rétt eins og hefðbundið læsi tryggir aðgengi okkar að umheiminum í sinni víðustu mynd. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig sjá stjórnvöld þá umbreytingu eiga sér stað? Eða er það utan dagskrár? Skiptir það ekki máli? Er stjórnvöldum að yfirsjást? Eða á enn eina ferðina að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun? Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. En svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Gildi menntunar í stafrænni umbreytingu Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænnna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Fjartæknibúnaður er t.d. gluggi inn í heim fjölbreyttra tækifæra, en ef engin er þekkingin eða kunnáttan í slíku umhverfi aðlagast skólakerfið ekki þeirri nýju hugsun og þeim tækifærum sem þar felast. Börnum og ungmennum opnast þar leið til að fá aukna þjónustu á mörgum sviðum. Kennurum opnast leið til að einfalda yfirsýn og eftirfylgni með framvindu náms með kerfum sem hönnuð eru sérstaklega utan um nám og kennslu. Allt aðgengi að sérfræðiaðstoð verður einfaldara í umhverfi fjartækninnar og leiðir af sér nýsköpun, nýjar nálganir til að veita mikilvæga þjónustu. Og getur um leið flýtt fyrir þjónustu, að ekki sé talað um jafnt aðgengi að slíkri þjónustu óháð búsetu. Hjálp í formi talþjálfunar er sá snertiflötur fjartækninnar sem einna helst hefur tengst menntakerfinu. Önnur tækifæri eru falin í fjarkennslu, sem skólakerfið tók upp án nokkurs fyrirvara eins og við öll þekkjum. En hvað svo? Ætlum við ekki að grípa gæsina og styðja skólakerfið til frekari þróunar í stafrænni tækni? Er ekki kjörið að ganga hratt og örugglega inn í skólaumhverfi 21. aldarinnar og hrista af sér iðnbyltingarumhverfið með öllu? Við höfum öðlast dýrmæta reynslu og hana eigum við að nýta, en ekki falla í sama farið. Sem betur fer sér fjöldi kennara og stjórnenda tækifæri til að stökkva inn í framtíðina og ætlar sér að nýta nýfengna þekkingu. Þeir vilja halda í veruleika jafnvægis, minni streitu og valdeflingar í lífi barna og ungmenna. Vegurinn er greiður, en áframhaldandi för ræðst samt af góðum stuðningi við tæknimenntun kennara og fjármagni sem gerir þeim kleift að hrinda verkum í framkvæmd. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar